Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 02. mars 2006 kl. 20:00 - 22:10 í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

 

BÆJARRÁÐ SVEITARFÉLAGSINS VOGA

 

FUNDARGERÐ

 

Árið 2006

2. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði fimmtudaginn 2. mars 2006,

kl. 2000 að Iðndal 2, Vogum.

 

Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Birgir Örn Ólafsson og Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.

 

 

DAGSKRÁ

 

 1. Starf bæjartæknifræðings.

Umsóknarfrestur um starf bæjartæknifræðings er liðinn og barst ein umsókn. Málinu er vísað til bæjarstjórnar.

 

 1. Fundargerðir Skipulags- og byggingarnefndar dags. 6/2 og 28/2 2006.

Fundargerðirnar eru samþykktar.

Varðandi 2. mál fyrri fundargerðarinnar þá er bæjarstjóra falið að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar um að auglýsa breytingu á aðalskipulagi við Akurgerði/Vogagerði. Einnig er bæjarstjóra falið að auglýsa eftir athugasemdum á deiliskipulagi við Akurgerði/Vogagerði.

 

 1. Fundargerðir Fræðslunefndar dags. 30/1 og 27/2 2006.

Fundargerðirnar eru samþykktar.

 

 1. Fundargerð Umhverfisnefndar dags. 1/2 2006.

Varðandi 1. lið fundargerðarinnar þá áréttar bæjarráð að framkvæmdarleyfi hefur þegar verið veitt fyrir þeim framkvæmdum sem um ræðir af þar til bærum aðilum. Að öðru leyti er fundargerðin samþykkt.

 

 1. Fundargerð stjórnar S.S.S. dags. 20/2 2006.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 

 1. Fundargerðir stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 21/12 2005 og 16/2 2006.

Varðandi 4. mál seinni fundargerðarinnar vill bæjarráð árétta að nauðsynlegt sé að eignarailar fundi áður en frekar verði aðhafst í húsnæðismálum B.S. Að öðru leyti eru fundargerðirnar samþykktar.

 

 1. Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum dags. 20/2 2006.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 20/2 2006.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra dags 7/2 2006.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð Samgöngunefndar dags. 1/2 febrúar 2006.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga dags. 28/1 2006.

Í 1. máli fundargerðarinnar heimilar Launanefnd sveitarstjórnum að ákvarða tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamning Félags leikskólakennara.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn nýti sér heimildina og gildir hún frá 1. janúar 2006.

 

Í 2. máli fundargerðarinnar heimilar Launanefnd sveitarstjórnum að ákvarða tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamning við Starfsmannafélag Suðurnesja og Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn nýti sér heimildina og gildir hún frá 1. janúar 2006.

 

Launakostnaður vegna ofnangreindrar samþykktar hækkar um 12 milljónir á árinu 2006.

 

 1. a) Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja dags. 10/2 2006 þar sem fram kemur að H.S. keypti hlutafé í félaginu af Sveitarfélaginu Álftanesi að nafnvirði 13.5 milljónir á genginu 2. Stjórn H.S. hefur samþykkt að selja eignaraðilum hlutaféð á genginu 2.

Bæjarráð samþykkir að kaupa hlutafé að nafnvirði kr. 443.908,-. eða á kaupvirði er kr. 887.816,-. Hluturinn verður dreginn frá arðgreiðslum á árinu 2006.

 

b) Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja dags. 10/2 2006 þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 31/3 2006 og jafnframt óskað eftir því tilnefndingu fulltrúa Voga á fundinn.

Bæjarráð samþykkir að Jón Gunnarsson fari með atkvæði bæjarins á aðalfundinum.

 

 1. Bréf frá Eignarhaldsfélagi Stóra-Knarrarnes, Vesturbæjar dags. 19/2 2006 þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn afturkalli leyfi á vegslóða í landi Stóra-Knarrarnes 2, Austurbæ, á þeim forsendum að slóðinn sé staðsettur að hluta í landi Stóra-Knarrarnesi 1, Vesturbæjar.

Bæjarstjóra er falið málið.

 

 1. Bréf frá Friðriki Georgssyni dags. 8/2 2006 þar sem óskað er eftir samstarfi varðandi útvarpsrás sem senda mun út kynningarefni um Suðurnesin fyrir ferðamenn sem fara í gegnum Leifsstöð.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en bendir á Atvinnuráð Suðurnesja.

 

 1. Bréf frá Lúðvíki Bárðarsyni dags. 2/2 2006 þar sem óskað er eftir viðbótarfresti til 15/3 2006 til að skila inn fokheldisvottorði vegna Akurgerði 8.

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðin viðbótarfrest til 15. mars og leggur ríka áherslu á að verkinu verði hraðað eins og kostur er.

 

 1. Bréf frá Þorvaldi Erni Árnasyni, formanni Umhverfis-nefndar dags. 2/2 2006 þar sem óskað er eftir því að samningur verði gerður við Viktor Guðmundsson, leiðsögumann um endurnýjun á upplýsingatextum um náttúru og mannlíf í sveitarfélaginu á www.vogar.is.

Bæjarráð tekur undir að nauðsynlegt sé að endurnýja upplýsingaveitur. Bæjarstjóri upplýsti að fyrirhugað væri að ráðast í endurgerð á heimasíðu og öðru upplýsingaefni bæjarfélagsins. Erindinu er vísað til vinnuhóps sem settur verður á laggirnar í næstu viku.

 

 1. Bréf frá Margréti Kristjánsdóttur og Hilmari Friðsteinssyni dags. 2/2 2006, þar sem þau óska eftir því að flytja lögheimili sitt að Hvassahrauni 12 sem er í skipulagðri frístundabyggð.

Erindið er samþykkt með fyrirvara um úttekt byggingafulltrúa á húsnæðinu.

 

 1. Bréf frá Lögfræðiþjónustunni ehf. dags. 13/2 2006 þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum um hugsanlega landnýtingu á landi Sauðafells sf. í Hvassahrauni.

Bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar falið að ræða við forsvarsmenn Sauðafells sf.

 

 1. Afrit af bréfi frá Reykjanesbæ dags. 19/1 2006, þar sem fram kemur að Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að stjórn B.S. taki húsnæðismál Brunavarna til meðferðar.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Afrit að bréfi frá Sveitarfélaginu Garði dags. 27/1 2006, þar sem fram kemur að Bæjarráð Garðs ítrekar afstöðu sína að skipuð nefnd sem hefur það hlutverk að fjalla um húsnæðismál B.S. fái að ljúka störfum og skila áliti til eignaraðila.

Bæjarráð tekur undir efni bréfsins sbr. 6. mál þessarar fundargerðar.

 

 1. Bréf frá Krabbameinsfélaginu dags. 2/2 2006 þar sem félagið skorar á sveitarstjórnir á svæðinu að hætta að bjóða upp á ljósaböð í ljósabekkjum.

Bæjarstjóra falið að skoða málið.

 

 1. Bréf frá nefnd um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu dags. 3/2 2006 ásamt drögum að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu.

S.S.S. hefur þegar sent umsögn vegna málsins.

 

 1. Bréf frá Alþingi dags. 9/2 og 17/2 2006 ásamt frumvarpi um stjórn fiskveiða og tillögu til þingsálytkunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2006-2009.

Erindin eru kynnt.

 

 1. Bréf frá Hagstofu Íslands dags. 10/2 2006 ásamt íbúaskrá sveitarfélagsins 1/12 2006.

Bæjarráð hefur yfirfarið íbúaskrána og felur bæjarstjóra að leiðrétta hana ef þörf krefur og senda til Hagstofu.

 

 1. Árshátíð bæjarins.

Árshátíðin verður haldin 18. mars á Hótel Örk. Yfir 100 manns hafa skráð sig sem er metþátttaka.Vegna fjölgunar þátttakenda frá áætlun er ljóst að kostnaður verður meiri en ráð var fyrir gert. Bæjarstjóra er falið málið.

 

 1. Aðalskipulagsmál.

Bæjarstjóri fór yfir stöðuna. Skipulagstofnun hefur samþykkt 5 milljón króna styrk vegna verkefnisins.

 

 1. Iðnaðarlóðir.

Bæjarstjóri fór yfir fyrirliggjandi umsóknir um iðnaðarlóðir. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjendur og leggja tillögur að úthlutun lóða, úthlutunarreglur og fyrirkomulag gatnagerðagjalda fyrir næsta fund bæjarstjórnar.

 

 1. Staða byggingamála

 1. Viðbygging Íþróttamiðstöðvar.

Samningagerð er á lokastigi og er gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í þessum mánuði.

 1. Búmannabyggð við Akurgerði og Vogagerði.

Samningagerð er á lokastigi og er gert ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í þessum mánuði. Stefnt er að því að halda kynningafund um verkefnið 30. mars n.k.

 1. Viðræður við Kristjón Benediktsson.

Formaður bæjarráðs fór yfir stöðuna.

 1. Viðræður við Eykt hf.

Bæjarstóri fór fyir stöðuna.

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 2210

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?