Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

18. fundur 13. mars 2007 kl. 18:00 - 20:50 í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

18. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 13. mars 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Birgir Örn Ólafsson, Sigurður Kristinsson og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu.

 

Gestir fundarins eru Hanna Helgadóttir og Guðrún Kristmannsdóttir fulltrúar Kvenfélagsins Fjólu.

 

Formaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá bréf frá Snæbirni Reynissyni, dags. 9. mars 2007.

 

Samþykkt samhljóða að taka málið á dagskrá undir tölulið 21.

 

  1. Kvenfélagið Fjóla.

Hanna Helgadóttir og Guðrún Kristmannsdóttir fulltrúar Kvenfélagsins Fjólu

koma á fundinn og segja frá starfsemi félagsins. Félagið er stofnað 1926 og tilgangur þess er fyrst og fremst að vera líknarfélag sem vinnur að fjáröflun fyrir ýmis verkefni. Félagið hefur ennfremur unnið að margvíslegum framfara- og félagsmálum í sveitarfélaginu og styrkt ýmsa starfsemi.

 

Umræður um mögulega nýtingu Glaðheima í starfsemi félagsins.

 

Til stendur að halda kynningarfund til að efla nýliðun í félaginu, en félagar eru tæplega 30.

 

Bæjarráð þakkar fulltrúum Fjólu kærlega fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar og hvetur félagið til áframhaldandi góðra starfa.

 

Hanna og Guðrún víkja af fundi kl. 18.45.

 

  1. Fundargerð 12. fundar fræðslunefndar, dags. 26. febrúar 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Varðandi 2. lið fundargerðarinnar. Bæjarráð ræðir tillögu Sigurðar um að haldnir verði sameiginlegir fræðslufundir fyrir grunn- og leikskóla.

 

  1. Fundargerð 4. fundar atvinnumálanefndar, dags. 1. mars 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 7. mars 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Varðandi 5. lið. Vill bæjarráð taka undir hvatningu umhverfisnefndar til bæjarfulltrúa og nefndarmanna á vegum sveitarfélagsins um að taka þátt í verkefninu Vistvernd í verki.

 

  1. Fundargerð 741. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 568. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð stjórnar DS, dags. 26. febrúar 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 27. fundar Svæðisráðs málefna fatlaðra á Reykjanesi.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð lýsir áhyggjum sínum vegna skorts á búsetuúrræðum fyrir fatlaða á Suðurnesjum. Bæjarráð lýsir yfir vilja til viðræðna við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi og félagsmálaráðuneytið um uppbyggingu á búsetuúrræðum í sveitarfélaginu.

 

  1. Rekstrarúttekt á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins.

Úttektin er lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð leggur til að Sveitarfélagið Vogar endurnýi ekki þjónustusamning við Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.

 

  1. Tvö bréf frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 21. febrúar 2007.

Bréfin eru lögð fram til kynningar.

 

  1. Afkomutilkynning Lánasjóðs sveitarfélaga til Kauphallar Íslands fyrir árið 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Sameining eldhúsa skóla og leikskóla. Minnisblað bæjarstjóra.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa málið frekar og leggja aftur fyrir bæjarráð.

 

  1. Tillaga um sameiningu félagsmálanefnda Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Voga og Sveitarfélagsins Garðs. Minnisblað bæjarstjóra

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja sameiningu nefndanna og nauðsynlegar breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins.

 

  1. Tillaga um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga.

Umræða um tillöguna. Tillagan verður lögð fram til samþykktar á næsta bæjarstjórnarfundi með þeim breytingum sem lagðar voru fram.

  1. Breyting á fulltrúum í nefndum Sveitarfélagsins Voga.

Lögð er fram tillaga um eftirfarandi breytingar á fulltrúum í nefndum.

 

Íþrótta- og tómstundanefnd

Guðrún Kristjánsdóttir hefur beðist undan því að starfa í Íþrótta- og tómstundanefnd vegna anna. Í hennar stað tilnefnir E- listinn Berg Álfþórsson, Kirkjugerði 10 sem formann Íþrótta- og tómstundanefndar.

 

Umhverfisnefnd

Snæbjörn Reynisson hefur beðist undan því að starfa í umhverfisnefnd þar sem hann er að flytja úr sveitarfélaginu. Í hans stað tilnefnir H- listinn Eric Ruben Dos Santos, Aragerði 12 sem aðalmann og Olgu Björk Friðriksdóttur, Brekkugötu 3 til vara.

 

Barnaverndarnefnd

Linda Sjöfn Sigurðardóttir hefur beðist undan því að starfa í Barnaverndarnefnd. Í hennar stað tilnefnir H- listinn Jóhönnu Láru Guðjónsdóttur, Fagradal 1 sem aðalmann og Rannveigu Sveinsdóttur, Iðndal 23 a.

 

Vegna sameiningar félagsmálanefnda Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga er lögð fram tillaga um að fulltrúar Sveitarfélagsins Voga í nefndinni verði:

Fulltrúi E- lista. Oddný Baldvinsdóttir, Fagradal 10 og Magnús Björgvinsson, Mýrargötu 8 til vara.

Fulltrúi H- lista. Sigríður Ragna Birgisdóttir, Hafnargötu 15 og Jóhanna Lovísa Jóhannsdóttir, Fagradal 4 til vara.

 

  1. Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2007. Ósk um stuðning.

Bæjarráð samþykkir að styrkja keppnina um 20.000 kr. og hvetur nemendur Stóru- Vogaskóla til þátttöku í verkefninu.

 

  1. Bréf frá íþróttafélaginu Nes. Ósk um styrk.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Nes um 10.000 kr. til íþróttaferðar til Englands.

 

  1. Erindi frá Karton/Ísart ehf. Varðar gatnagerðargjöld lóðarinnar Iðndal 12.

Bæjarráð samþykkir að afgreiða erindið í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað bæjarstjóra.

 

  1. Staða byggingaframkvæmda við Akurgerði 8. Svar lóðarhafa.

Bæjarráð leggur áherslu á að lóðarhafi standi við gefin fyrirheit. Lóðarhafa er veittur frestur til 16. apríl til að gera húsið fokhelt, sem er ríflegur frestur miðað við bréf lóðarhafa dags. 5. mars 2007. Þann 3. september 2007 skal frágangi húss og lóðar lokið í samræmi við úthlutunarskilmála.

 

Bæjarráð leggur áherslu á að ekki verður um frekari fresti að ræða.

 

  1. Drög að samkomulagi um uppbyggingu miðbæjarkjarna.

Farið yfir rammaskipulagstillögu að svæðinu og þrívíddarmyndir sem sýna hæð og legu húsanna. Bæjarráð samþykkir að tillögurnar verði birtar á vef sveitarfélagsins bæjarbúum til upplýsingar.

  1. Bréf frá Snæbirni Reynissyni, skólastjóra dags. 9. mars 2007.

Bæjarráð vill þakka Snæbirni fyrir óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins á sviði fræðslu- og félagsmála síðastliðin 11 ár og óskar þeim Snæbirni og Dórotheu velfarnaðar í framtíðinni.

 

Bæjarráð samþykkir að auglýsa starf skólastjóra Stóru- Vogaskóla laust til umsóknar við fyrsta tækifæri.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.50.

Getum við bætt efni síðunnar?