Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

17. fundur 27. febrúar 2007 kl. 18:00 - 21:20 í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

17. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 27. febrúar 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Birgir Örn Ólafsson, Sigurður Kristinsson og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu.

 

Gestir fundarins eru Árni Magnússon, fulltrúi Sóknarnefndar Kálfatjarnarkirkju, Þorbjörn Guðmundsson og Róbert Andersen, fulltrúar hesteigenda í Vogum.

 

 1. Framtíðarskipulag við Kálfatjörn.

Árni Magnússon gjaldkeri sóknarnefndar kom á fundinn og ræddi hugmyndir Sóknarnefndar Kálfatjarnarkirkju varðandi framtíðarskipulag við kirkjuna. Mikilvægt er að gera ráð fyrir svæði í kringum kirkjuna og að ekkert skyggi á hana. Auk þess að gera ráð fyrir stækkun kirkjugarðsins til suðausturs frá núverandi garði.

 

Árni vill þakka fyrir góðan stuðning sveitarfélagsins við kirkjuna undanfarin ár.

 

 1. Aðstaða hestamanna í Vogum.

Þorbjörn Guðmundsson og Róbert Andersen, fulltrúar hesteigenda í Vogum komu á fundinn og ræddu tillögur sínar að forgangsröðun verkefna. Fyrir fundinum liggja tillögur þeirra.

 

Ákveðið að hestamenn vinni forgangsröðina frekar ásamt kostnaðaráætlun og leggi aftur fyrir bæjarráð.

 

 1. Fundargerðir stjórnar SSS 566. fundar dags. 8. febrúar 2007 og 567. fundar dags. 20. febrúar 2007.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 198. fundar HES dags. 16. nóvember 2006.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð stjórnar BS dags. 8. febrúar 2007.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 364. fundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, dags. 19. febrúar 2007.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 8. febrúar 2007.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 

 1. Fundargerð vinnuhóps um nýtt aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga, dags. 14. febrúar 2007.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð síðasta fundar bæjarráðs.

Dagsetning í 15. lið leiðrétt.

Fundargerðin samþykkt.

 

 1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 8. febrúar 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 15. febrúar 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu dags. 9. febrúar 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 8. febrúar 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá fjárfestingarstofunni, barst 22. febrúar 2007.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Borgarafundur um málefni eldri borgara.

Bæjarstjóri kynnti að þann 1. mars næstkomandi verður haldinn borgarafundur um málefni eldri borgara þar sem Búmenn, félagsþjónustan og tómstundafulltrúi munu kynna starfsemi sína. Auk þess verður boðið upp á umræður og fyrirspurnir.

 

 1. Bréf frá Saman hópnum dags. 25. janúar 2007.

Bæjarráð ákveður að styrkja verkefnið um 10.000 kr.

 

 1. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, dags. 20.febrúar 2007. Varðandi Hreystivöll.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu og þrýsta á um að framleiðandi vallarins lagi hann til samræmis við þær athugasemdir sem fram hafa komið frá heilbrigðiseftirlitinu. Viðræður hafa farið fram við framleiðanda vallarins þar sem hann lofar að völlurinn verði lagaður til samræmis við þær kröfur sem til hans verða gerðar af vottunaraðilanum.

 

 1. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, dags. 20.febrúar 2007. Varðandi hundahald.

Hundeigandinn hefur greitt gjöldin og málinu því lokið.

 

 1. Bréf frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja, dags. 20. febrúar 2007.

Bæjarráð er jákvætt gagnvart verkefninu og vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar til umsagnar. Ákvörðun um fjárframlag verður tekin við fjárhagsáætlanagerð ársins 2008.

 

 

 

 1. Drög að samstarfssamning við fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Umræða um samningsdrögin. Bæjarráð leggur áherslu á að í samningnum verði skýrt ákvæði um þjónustu og þjónustuhraða.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar að samstarfsamningnum með það fyrir augum að hann verði tekinn til umræðu á næsta bæjarstjórnarfundi.

 

 1. Drög að samkomulagi um uppbyggingu miðbæjarkjarna.

Farið yfir samningsdrögin og athugasemdir og tillögur teknar til umræðu. Bæjarstjóri kynnti tillögu að rammaskipulagi svæðisins.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við TSH á grundvelli þeirra draga sem fyrir fundinum liggja og meðfylgjandi rammaskipulagstillögu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21.20

Getum við bætt efni síðunnar?