Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

162. fundur 18. desember 2013 kl. 06:40 - 08:40 haldinn á bæjarskrifstofu

 

 

 

162.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 18. desember 2013 og hófst hann kl. 06:40

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson formaður, Oddur Ragnar Þórðarson varaformaður og Bergur Álfþórsson aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

Kristinn Björgvinsson formaður stýrir fundi.

Í upphafi fundar var leitað afbrigða og eftirtalin mál tekin á dagskrá: 5. mál (1312012): Æfinga- og áhaldahús Golfklúbbs Vatnsleysustrandar; og 6. mál: (1312013): Þjónustutími bæjarskrifsofu. Þau mál sem í fundarboði voru merkt sem 5. og 6. mál verða 7. og 8. mál. Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.

1312009 - Ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA

 

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 5.12.2013, þar sem kynntar eru ályktanir Sveitarstjórnarvettvangs EFTA. Ályktanirnar varða annars vegar endurskoðun evrópskra reglna um úrgangsmál og hins vegar endurskoðun tilskipunar um endurnýtingu opinberra upplýsinga. Ályktanirnar eru aðgengilegar á vef sambandsins, www. samband.is

 

 

 

2.

1207002 - Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga.

 

Lagt fram að nýju bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá október 2013. Málið var áður á dagskrá 159. fundi bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra var falið að leggja fram verklagsreglur um fjármálastjórn sveitarfélagsins. Á fundinum er lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 16.12.2013 með tillögum að verklagsreglum fjármálastjórnar Sveitarfélagsins Voga. Bæjarráð samþykkir verklagsreglurnar og felur bæjarstjóra að senda þær Eftirlitsnefndinni sem svar við erindi nefndarinnar.

 

 

 

3.

1306010 - Starfsmannahandbók

 

Helga Jóhanna Oddsdóttir mannauðsráðgjafi sveitarfélagsins mætti á fundinn undir þessum lið. Með fundarboði fylgdi drög að fyrstu útgáfu starfsmannahandbók sveitarfélagsins. Helga Jóhanna kynnti bæjarráði innihald starfsmannahandbókarinnar. Starfsmannahandbókin inniheldur m.a. starfsmannastefnu sveitarfélagsins, sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarráð þakkar kynninguna, málið verður áfram til vinnslu á vettvangi bæjarráðs sem að lokum sendur starfsmannahandbókina ásamt starfsmannastefnu til staðfestingar hjá bæjarstjórn.

 

 

 

4.

1312011 - Jólahúsið 2013

 

Borist hafa nokkrar tilnefningar um jólahúsið 2013. Bæjarráð fór í vettvangsferð og skoðaði þau hús sem tilnefnd hafa verið sem Jólahúsið 2013. Niðurstaða bæjarráðs er að tilnefnda Heiðardal 3 sem Jólahús ársins 2013 í Sveitarfélaginu Vogum.

 

 

 

5.

1312012 - Æfinga- og áhaldahús Golfklúbbs Vatnsleysustrandar

 

Lagt fram bréf Golfklúbbs Vatnsleysustrandar dags. 9. desember 2013, þar sem stjórn klúbbsins óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið um uppbyggingu æfinga- og áhaldahúss fyrir klúbbinn. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið allt að kr. 6,0 m.kr. á næstu átta árum. Bæjarstjóra falið að útfæra samstarsverkefnið nánar í samráði við forsvarsmenn Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.

 

 

 

6.

1312013 - Þjónustutími bæjarskrifstofu

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 16.12.2013 um þjónustutíma bæjarskrifstofu. Í minnisblaðinu er tilgreindur samanburður þjónustutími á bæjarskrifstofunum í sveitarfélögunum á Suðurnesjum, ásamt því að lögð er fram tillaga að breyttum þjónustutíma bæjarskrifstofunnar í Vogum. Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar bæjarráðs. Bæjarráð óskar eftir að skrifstofustjóri mæti til þess fundar.

 

 

 

7.

1312001 - 239. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja

 

Lögð fram fundargerð 239. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, dags. 22.11.2013.

 

 

 

8.

1309041 - Fundargerðir Náttúrustofu Suðvesturlands, 2013

 

Lögð fram fundargerð Náttúrustofu Suðvesturlands, 80. fundar sem haldinn var 16.október 2013.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?