Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

161. fundur 04. desember 2013 kl. 06:30 - 09:35 haldinn á bæjarskrifstofu

 

 

 

161.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 4. desember 2013 og hófst hann kl. 06:30

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson formaður, Oddur Ragnar Þórðarson og Bergur Álfþórsson.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

1311030 - Frá 48. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands

 

Lögð fram ályktun frá UMFI, hvatning til sveitarfélaga og íþrótta- og ungmennafélaga um að iðkendur hjóli, gangi eða taki strætó til og frá íþróttaiðkun.

 

 

 

2.

1311016 - Bréf til Bæjarstjórnar 11. nóv. 2013

 

Lagt fram bréf Hörguls ehf., dags. 11. nóv. 2013. Bréfritari býður sveitarfélginu til leigu fyrrum húsnæði Landsbankans í Iðndal 2. Bæjarráð þakkar bréfritara tilboðið. Að svo stöddu sér sveitarfélagið sér ekki hag í að taka viðkomandi húsnæði á leigu.

 

 

 

3.

1312002 - Styrkir til íþróttamála 2014

 

Lagt fram bréf formanns og framkvæmdastjóra UMFÞ dags. 28.11.2013, beiðni um viðræður um endurskoðun á styrkfjárhæð til félgasins. Bæjarráð fellst á beiðni bréfritara um fund, og býður forsvarsmönnum ungmennafélagsins að mæta á næsta fund bæjarráðs.

 

 

 

4.

1308030 - Fjárhagsáætlun 2014 - 2017

 

Úrvinnsla bæjarráðs eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð gekk frá tillögu sinni að fjárhagsáætlun til síðari umræðu, sem send verður út með fundarboði bæjarstjórnar.

 

 

 

5.

1207002 - Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga.

 

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 18.11.2013. Í bréfinu kemur fram að þær upplýsingar sem nefndin hafði áður óskað eftir vegna eftirlitshlutverks síns séu fullnægjandi og að ekki sé óskað frekari upplýsinga vegna fyrirspurnar nefndarinnar.

 

 

 

6.

1311036 - Málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

 

Lögð fram ályktun bæjarráðs Sveitarfélagsins Garðs frá 14.11.2013 um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Bæjarráð tekur undir ályktunina.

 

 

 

7.

1309006 - Niðurfelling Skipholtsvegar af vegaskrá.

 

Lagt fram afrit af bréfi Vegagerðarinnar til eiganda jarðarinnar Skipholts um niðurfellingu Skipholtsvegar af vegaskrá.

 

 

 

8.

1311033 - Styrkbeiðni. Íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum

 

Lagt fram bréf íþróttafélgas fatlaðra á Suðurnesjum, dags. 11.11.2013, beiðni um fjárhagsstyrk til styrktar starfsemi félagsins. Bæjarráð samþykkir að styrkja starfsemina um kr. 50.000. Tekið af lið 0689-9991, styrkir til íþróttamála.

 

 

 

9.

1311031 - Ungt fólk 2013

 

Lagt fram bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 14.11.2013, þar sem vakin er athygli á niðurstöðum rannsóknar um hagi ungs fólks 2013.

 

 

 

10.

1309005 - Hlutabréf Bláa Lónsins.

 

Lögð fram bréf Hótels Bláa Lónsins ehf. og Blue Lagoon International ehf., þar sem tilkynnt er um þá ákvörðun félaganna að innleysa hlutabréf sveitarfélagsins í félögunum á nafnverði. Nafnverð hlutanna er annars vegar kr. 982,- og hins vegar kr. 5.371.

 

 

 

11.

1203007 - Sala á hlutabréfum í HS Veitum

 

Lagður fram endanlegur kaupsamningur um hlut sveitarfélagsins í HS Veitum hf. Kaupandi er Ursus I slhf. Áður höfðu drög að kaupsamningi verið lögð fram á 90. fundi bæjarstjórnar, og þau samþykkt. Endanlegur kaupsamningur er í samræmi við áður samþykkt drög, bæjarráð samþykkir því fyrir sitt leyti kaupsamninginn, með fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. Að fenginni staðfestingu bæjarstjórnar er bæjarstjóra falið að ganga frá undirritun samningsins f.h. sveitarfélagsins. Eignarhluti sveitarfélagsins í HS Veitum er samtals 1.331.573 hlutir, kaupverð hlutarins er kr. 9.099.448.

 

 

 

12.

1311029 - 159. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

 

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 19.11.2013, þar sem sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði (heildarlög), 159. mál.

 

 

 

13.

1311028 - 160. mál til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis

 

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 19.11.2013, þar sem sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um lífssynasöfn (söfn heilbrigðisupplýinga og leitargrunnar), 160. mál.

 

 

 

14.

1311037 - 167. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

 

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 25.11.2013 þar sem sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál.

 

 

 

15.

1311038 - 186. mál til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis

 

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 25.11.2013 þar sem sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um barnaverndarlög (rekstur heimila fyrir börn), 186. mál

 

 

 

16.

1311026 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025

 

Lagður fram tölvupóstur frá skipulagsstjóra Hafnarfjarðar dags. 14.11.2013. Með tölvupóstinum fylgir skipulagsuppdráttur nýs aðalskipulags, endurskoðuð umhverfisskýrsla og bréf til umsagnaraðila. Sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um hið nýja aðalskipulag.
Bæjarráð vísar erindinu til Umhverfis- og skipulagsnefndar.

 

 

 

17.

1311039 - Fjárhagsáætlun Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum

 

Lögð fram fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 2014. Niðurstöður áætlunarinnar hvað varðar sveitarfégið Voga hafa verið færðar inn í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir áætlunina.

 

 

 

18.

1311041 - Starfsreglur fyrir Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja

 

Lagt fram bréf formanns samvinnunefndar um svæðisskipulag á Suðurnesjum dags. 22.11.2013. Með bréfinu fylgja tillögur nefndarinnar að starfsreglum fyrir svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.
Bæjarráð vísar erindinu til Umhverfis- og skipulagsnefndar og óskar umsagnar nefndarinnar áður en reglurnar verða teknar til afgreiðlu og samþykktar.

 

 

 

19.

1311032 - 229. fundur Stjórnar B.S.

 

Lögð fram fundargerð 229. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 11.11.2013. Gjaldskrá BS er vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

 

 

 

20.

1311018 - 238. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja

 

Lögð fram fundargerð 238. fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, dags. 7.11.2013.

 

 

 

21.

1310001 - Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar 2013

 

Lögð fram fundargerð 73. fundar Fjölskyldu- og verðverðarnefndar dags. 21.11.2013

 

 

 

22.

1309031 - Fundargerðir S.Í.S. 2013

 

Lögð fram fundargerð 810. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 22.11.2013.

 

 

 

23.

1309028 - Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

 

Lögð fram fundargerð 667. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 21.11.2013

 

 

 

24.

1309039 - Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2013

 

Lögð fram fundargerð 88. fundar Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum frá 28.10.2013.

 

 

 

25.

1309039 - Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2013

 

Lögð fram fundargerð 89. fundar Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum frá 18.11.2013. Með fundargerðinni fylgir ályktun stjórnarfundar Félags eldri borgara á Suðurnesjum dags. 14.11.2013

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?