Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

16. fundur 13. febrúar 2007 kl. 18:00 - 23:30 í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

16. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 13. febrúar 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu.

 

Gestir fundarins eru Bergur Hauksson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, Bergur Álfþórsson formaður Lionsklúbbsins Keilis og Birgir Þórarinsson og Oktavía Ragnarsdóttir, fulltrúar Minjafélags Vatnsleysustrandarhrepps.

 

 1. Samstarf Sveitarfélagsins Voga og Eignarhaldsfélagsins Fasteignar.

Bergur Hauksson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Fasteignar kemur á fundinn og fer yfir samstarf Sveitarfélagsins Voga og félagsins.

 

Bæjarráð þakkar Bergi fyrir komuna og kynninguna.

 

 1. Framtíðarskipulag við Kálfatjörn.

Birgir Þórarinsson og Oktavía Ragnarsdóttir, fulltrúar Minjafélags Vatnsleysustrandarhrepps koma á fundinn og kynna hugmyndir félagsins um nýtingu svæðisins í kringum Kálfatjörn fyrir hús og minjar í sveitarfélaginu og sem útivistarsvæði fyrir íbúa sveitarfélagsins. Minjafélagið telur mikilvægt að þeim möguleika sé haldið opnum að hægt sé að flytja eitt til tvö hús á reitinn til varðveislu.

 

Bæjarráð þakkar fulltrúum Minjafélags Vatnsleysustrandarhrepps fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar.

 

 1. Staðsetning félagsheimilis Lionsklúbbsins Keilis.

Bergur Álfþórsson, formaður Lionsklúbbsins Keilis, mætir á fundinn og ræðir hugsanlegar staðsetningar nýs félagsheimilis fyrir klúbbinn.

 

Bæjarráð þakkar Bergi fyrir komuna og felur bæjarstjóra í samstarfi við byggingafulltrúa að gera tillögur að framtíðarstaðsetningu og leggja fyrir bæjarráð.

 

 1. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 7. febrúar 2007.

Varðandi 1. lið, leggur bæjarráð til við umhverfisnefnd að nefndin geri tillögu að forgangsröðun á styrkjum til verkefna.

 

Varðandi 4. lið, tekur bæjarráð jákvætt í hugmyndir nefndarinnar og felur nefndinni að útfæra verkefnið og gera tillögur til bæjarráðs um styrkumsókn í Þjóðhátíðarsjóð.

 

 1. Fundargerðir vinnuhóps um nýtt aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

 

 1. Ársreikningur GVS fyrir árið 2006.

Ársreikningurinn er lagður fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu, dags. 23. janúar 2007.

Bæjarráð vísar því til leikskólastjóra að erindinu verði svarað.

 

 1. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 7. janúar 2007.

Bæjarráð vísar erindinu til skólastjórnenda og tómstundafulltrúa til upplýsingar.

 

 1. Bréf frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, dags. 18. janúar 2007.

Bæjarráð fagnar því að Framkvæmdasjóður aldraða styrki uppbyggingu þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara í Vogum.

 

 1. Hagir og líðan ungs fólks í Gerða- og Stóru- Vogaskóla. Niðurstöður rannsóknar.

Helga Harðardóttir, tómstundafulltrúi kom á fundinn og gerði stuttlega grein fyrir helstu niðurstöðum skýrslunnar.

 

Ein af helstu niðurstöðum skýrslunnar er að samvera foreldra og barna fer minnkandi.

 

Bæjarráð vill hvetja foreldra í sveitarfélaginu til að verja meiri tíma með börnum sínum og virða útivistartíma. Bæjarráð vísar ennfremur til þess að foreldrar nýti, eftir því sem kostur er, þann sparnað sem hlýst af gjaldfrjálsum skólamáltíðum til að veita börnum sínum tækifæri til að sækja íþrótta- og tómstundastarf.

 

Bæjarráð felur tómstundafulltrúa að setja vinnu við forvarnaráætlun fyrir sveitarfélagið í forgang, þannig að vinnu við hana verði lokið fyrir lok skólaárs. Samstarfs verði leitað við skólann, leikskólann og frjáls félagsamtök sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn og unglinga.

 

 1. Samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum um forvarnarmál.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að taka upp samstarf við Reykjanesbæ og önnur sveitarfélög á Suðurnesjum við kortlagningu forvarnarverkefna á svæðinu. Tómstundafulltrúa er falið að taka saman þau forvarnarverkefni sem unnið er að í Sveitarfélaginu Vogum.

 

 1. Samstarf við Forvarnahús Sjóvá.

Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að kanna verð hjá fleiri aðilum.

 

 1. Skýrsla um ástand umferðaröryggismála og tillögur til úrbóta í Vogum.

Bæjarráð vísar skýrslunni til skipulags- og bygginganefndar til kynningar og óskar eftir því að nefndin taki afstöðu til þeirra tillagna sem þar koma fram m.t.t. þeirra breytinga sem orðið hafa í sveitarfélaginu frá því skýrslan var gerð.

 

 1. Deildayfirlit ársins 2006 lögð fram til kynningar.

Yfirlitin lögð fram til kynningar.

 

 1. Leiga sveitarfélagsins á svokallaðri Spítalalóð.

Leigusamningur við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytið dags. 5. ágúst 1993 er lagður fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að kanna réttindi og skyldur sveitarfélagsins gagnvart samningnum.

 

 1. Bréf frá Skátafélaginu Hraunbúum dags. 23. janúar 2007.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um starf félagsins í sveitarfélaginu áður en afstaða er tekin til erindisins.

 

 1. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík, dags. 29. janúar 2007 og 7. febrúar 2007.

Bæjarráð samþykkir erindin.

 

 1. Bréf frá Ásbirni Jónssyni hdl. varðandi lóðir í Vogum, dags. 29. janúar 2007.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

Inga Sigrún situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

 1. Bréf frá samtökunum Sól á Suðurnesjum móttekið 23. janúar 2007.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og mun taka það til frekari umræðu þegar tillögur um mannvirkjagerð í sveitarfélaginu tengd verkefninu liggja fyrir.

 

 1. Bréf frá íbúum og eigendum Heiðargerðis 1.

Sveitarfélaginu ber, samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/19995, að leggja árlega fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári samkvæmt Landskrá fasteigna. Stofn til álagningar fasteignaskatts á allar fasteignir skal vera fasteignamat þeirra.

 

Bæjarstjórn er þó heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf.

 

Bæjarstjórn er ennfremur heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða. Auk þess að lækka eða fella niður fasteignaskatt af bújörðum á meðan þær eru nýttar til búskapar og af útihúsum í sveitum ef þau eru einungis nýtt að hluta eða standa ónotuð.

 

Sveitarfélagið Vogar hefur með vísan til ofangreinds ekki heimild til að veita afslátt af fasteignagjöldum fasteigna í Heiðargerði 1. Bæjarráð bendir bréfriturum á að hafa samband við Fasteignamat ríkisins ef það telur fasteignamat eigna sinna vera of hátt.

 

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Bréf frá Hitaveitu Suðurnesja dags. 6. febrúar 2007.

Bæjarráð telur æskilegt að stjórn Hitaveitu Suðurnesja nýti sér forkaupsréttarákvæði fyrir hönd félagsins.

 

 1. Erindi frá Ægi Geirdal móttekið 25. janúar 2007.

Bæjarráð er jákvætt gagnvart uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og bendir bréfritara á þjónustu atvinnuráðgjafa sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

 

 

 1. Staða framkvæmda við Akurgerði 8.

Langvarandi dráttur hefur orðið á framkvæmdum við Akurgerði 8, Vogum. Lóðarleigusamningur var gerður hinn 7. júní 2000 og samkvæmt ákvæðum hans skyldi hús vera orðið fokhelt eigi síðar en tveimur árum frá upphafi leigutíma. Ekki hefur verið staðið við þessi fyrirheit og þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og áskoranir frá byggingafulltrúa hefur lóðarhafi ekki sinnt framkvæmdum þannig að húsið nái fokheldisstigi. Stafar hætta af eigninni, hún er til lýtis, óþæginda fyrir nágranna og sveitarfélagið hefur ekki tekjur af lögbundnum gjöldum á meðan staðan er óbreytt. Fyrir fundinum liggur minnisblað frá lögmanni sveitarfélagsins.

 

Málið var áður tekið fyrir á hreppsnefndarfundi þann 31. ágúst 2005 og var lóðarhafa gefið tækifæri til að tjá sig um málið og standa við ákvæði lóðarleigusamningsins. Af efndum hefur ekki enn orðið.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að felldur verði niður með riftun eða uppsögn lóðarleigusamnings, dags. 7. júní 2000, um lóðina Akurgerði 8, Vogum, við lóðarhafa Lúðvík Berg Bárðarson, með heimild í 2. gr. samningsins. Áður en endanleg ákvörðun verður tekin um lok leigusamningsins verði lóðarhafa gefinn kostur á að tjá sig um málið og það tekið fyrir aftur á bæjarráðsfundi þann 13. mars næstkomandi.

 

 1. Viðbót við ráðningarsamning skólastjóra.

Bæjarráð samþykkir tillögu að viðbót við ráðningasamning skólastjóra og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum við skólastjóra.

 

 1. Erindi frá R.Sveinsson ehf. varðandi lóð við Heiðarholt 3.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Drög að samkomulagi um uppbyggingu miðbæjarkjarna.

Farið yfir samningsdrögin og athugasemdir og tillögur teknar til umræðu.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23.30

Getum við bætt efni síðunnar?