Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

157. fundur 02. október 2013 kl. 06:30 - 08:30 haldinn á bæjarskrifstofu

157.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 2. október 2013 og hófst hann kl. 06:30

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson formaður, Oddur Ragnar Þórðarson og Erla Lúðvíksdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

1309042 - Kynnisferð til Skotlands sept 2013

 

Lögð fram skýrsla bæjarstjóra um kynnisferð til Skotlands á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, í september 2013.

 

 

 

2.

1309027 - ábending vegna umhverfismála

 

Lagt fram bréf Guðjóns Sverris Agnarssonar dags. 15.09.2013. Vísað til úrvinnslu í Umhverfisdeild.

 

 

 

3.

1305014 - Ársfjórðungleg rekstraryfirlit

 

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - ágúst 2013, ásamt minnisblaði bæjarstjóra.

 

 

 

4.

1309037 - Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

 

Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 15.09.2013.

 

 

 

5.

0712001 - Grænuborgarhverfi

 

Lögð fram drög að samkomulagi VBS Eignasafns ehf. og Sveitarfélagsins Voga vegna uppgjörs um Grænuborgarsvæðið. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að lögmaður sveitarfélagsins mæti á næsta fund bæjarráðs og fari yfir málið.

 

 

 

6.

1309035 - Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu 2014

 

Lagt fram bréf Fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 20.09.2013 um tilnefningu til nýsköpunarerðlauna í opinberri þjónustu.

 

 

 

7.

1309032 - ósk um styrk frá Nemendafélagi Fjörbrautarskóla Suðurnesja

 

Lagður fram tölvupóstur formanns nemendafélags FBS, dags. 17.09.2013, beiðni um styrk. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 

 

8.

0901004 - Skipulag hverfislöggæslu

 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Skúli Jónsson og Sigurður Bergmann mættu á fundinn og kynnti breytt fyrirkomulag hverfislöggæslu í sveitarfélaginu. Bæjarráð þakkar heimsóknina og fagnar eflingu hverfislöggæslunnar.

 

 

 

9.

1303028 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2013-2016

 

Lagður fram viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2013. Viðaukinn er vegna kaupa sveitarfélagsins á dráttarvél, sbr. samþykkt þar um á 88. fundi bæjarstjórnar 28.08.2013. Bæjarráð samþykkir viðaukann.
Einnig lagt fram bréf skólastjóra Stóru-Vogaskóla, beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna sérkennslu. Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka á næsta fundi bæjarráðs.

 

 

 

10.

1309038 - Þróun vímuefnaneyslu ungmenna á íslandi

 

Lagðar fram tvær skýrslur um þróun vímuefnaneyslu ungmenna á Íslandi.

 

 

 

11.

1309034 - 44. mál til umsagnar frá atvinnuveganefnd Alþingis

 

Tillaga til þingsályktunar um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum (44. mál) lagt fram og sveitarfélaginu gefinn kostur á að veita umsögn um málið.

 

 

 

12.

1309036 - Samræmd flokkun heimilisúrgangs á landsvísu.

 

Lagður fram tölvupóstur frá Umhverfisstofnun dags. 23.09.2013 um könnun á vilja til að koma á samræmdri flokkun heimilisúrgangs á landsvísu.

 

 

 

13.

1308030 - Fjárhagsáætlun 2014 - 2018

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 30.09.2013 um vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Vinnuáætlun sem fram kemur í skjalinu er samþykkt af bæjarráði.

 

 

 

14.

1309031 - Fundargerðir S.Í.S. 2013

 

Lögð fram fundargerð 808. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13.09.2013

 

 

 

15.

1309028 - Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

 

Lögð fram fundargerð 663. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 16.09.2013.

 

 

 

16.

1309028 - Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

 

Lögð fram fundargerð 664. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum dags. 26.09.2013

 

 

 

17.

1309039 - Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2013

 

Lögð fram fundargerð 87. fundar þjónustuhóps aldraðara á Suðurnesjum, dags. 23.09.2013

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

Getum við bætt efni síðunnar?