Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

154. fundur 03. júlí 2013 kl. 06:30 - 08:30 haldinn á bæjarskrifstofu

154.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 3. júlí 2013 og hófst hann kl. 06:30

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson Formaður, Oddur Ragnar Þórðarson og Erla Lúðvíksdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

Kristinn Björgvinsson formaður stýrir fundi.

 

Dagskrá:

 

1.

1305069 - Könnun á kostnaði og möguleikum við uppbyggingu lítillar rennibrautar við sundlaug sveitarfélagsins

 

Málið var til umfjöllunar á 152. fundi bæjarráðs þann 29.05.2013. Tækniþjónusta SÁ gerir ráð fyrir að kostnaður við gerð kostnaðaráætlunar fyrir verkið sé á bilinu 50 - 100 þús.kr. Afgreiðslu málsins er frestað og því vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

 

 

 

2.

0707013 - Uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi

 

Lagt fram bréf Landsnets hf. dags. 19. júní 2013, svar við bókun á 152. fundi bæjarráðs þann 29.05. 2013. Í svarinu kemur m.a. fram að Suðurnesjalína 2 muni liggja um land Sveitarfélagsins Voga á um 17,5 km kafla og að gengið hafi verið frá samningum við eigendur réttinda sem samsvara u.þ.b. 9 km lands, eða um 52% af nauðsynlega réttindum fyrir línuna. Í bréfinu kemur fram að samið hafi verið við 91% landeigenda um línustæðið í sveitarfélaginu. Einnig kemur fram í bréfinu að kostnaður við fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2 er áætlaður 2,2 miljarðar króna.

 

 

 

3.

1306040 - Trúnaðarmál

 

Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók.

 

 

 

4.

1207008 - Lagning hitaveitu á Vatnsleysuströnd

 

Lagt fram minnisblað Mannvits dags. 26.06.2013. Á fundinn mættu þau Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Þorsteinn Sigmarsson og fóru yfir niðurstöðurnar sem fram koma í minnisblaðinu. Málið verður aftur á dagskrá næsta bæjarráðsfundar, bæjarráð óskar eftir að Jakob Árnason mæti til þess fundar.

 

 

 

5.

1306025 - Félagsstarf eldri borgara í Vogum

 

Lögð fram skýrsla umsjónarmanns með félagsstarfi eldri borgara fyrir nýliðið starfsár ásamt fylgigögnum. Bæjarráð færir Elsu Láru Arnardóttur þakkir fyrir skýrsluna og það góða starf sem unnið var á vettvangi félagsstarfsins á starfsárinu. Bæjarráð samþykkir að auglýst skuli eftir nýjum umsjónarmanni með félagsstarfinu, gert er ráð fyrir að hann taki til starfa um miðjan ágúst.

 

 

 

6.

1306027 - Styrktarsjóður EBÍ 2013

 

Lagt fram bréf Brunabótafélagsins um styrktarsjóð EBÍ.

 

 

 

7.

1302038 - Stjórnunaráætlun Reykjanesfólkvangs

 

Lagt fram minnisblað með samantekt um stjórnunaráætlun Reykjanesfólkvangs. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi umsögn um stjórnaráætlunina:
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir yfir stuðningi sínum við stjórnunaráætlun Reykjanesfólkvangs sem send hefur verið sveitarfélaginu til umsagnar. Bæjarráð leggur áherslu á og tekur undir með skýrsluhöfundum um mikilvægi þess að fólkvangurinn verði stækkaður til vesturs og að Keilir og Höskuldarvellir verði þannig hluti af fólkvanginum (kafli 7.1.2). Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á mikilvægi þess að fundin verði ásættanleg lausn á aðkomu að framangreindum stöðum, í góðri sátt og samstarfi við landeigendur. Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að eftirlit sé markvisst á svæðinu og að framkvæmdir fari ekki yfir skilgreind þolmörk. Samþykkt samhljóða.

 

 

 

8.

1306018 - 806. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

9.

1306030 - 437. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðunesja 13.06.2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

10.

1306035 - 659. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

11.

1306031 - Aðalfundur DS 13.06.2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

12.

1306029 - Fundur stjórnar DS 13.06.2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

Getum við bætt efni síðunnar?