Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

152. fundur 29. maí 2013 kl. 08:00 - 09:00 haldinn á bæjarskrifstofu

152.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 29. maí 2013 og hófst hann kl. 08:00

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson Formaður, Inga S. Atladóttir og Erla Lúðvíksdóttir.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

Kristinn Björgvinsson formaður stýrir fundi.

 

Dagskrá:

 

1.

1305051 - Ársskýrsla Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum 2012

 

Ársskýrslan lögð fram.

 

 

 

2.

1301022 - Skipan stjórnar og fjárhagur Reykjanesfólkvangs.

 

Lagt fram bréf formanns stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 15. janúar 2013.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsns í stjórn Reykjanesfólkvangs, Þorvaldur Örn Árnason, verði jafnframt fulltrúi sveitarfélagsins í Bláfjallafólkvangi.
Bæjarráð samþykkir hækkun fjárframlags sveitarfélagsins til Reykjanesfólkvangs úr kr. 17,- á íbúa í kr. 35,- á íbúa. Hækkunin rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar ársins.
Samþykkt samhljóða.

 

 

 

3.

1305014 - Ársfjórðungleg rekstraryfirlit

 

Á fundinum er lagt fram yfirlit um þróun fjölda einstaklinga á fjárhagsaðstoð fyrstu fjóra mánuði ársins 2013. Fram kemur í gögnunum að bótaþegum fækkað úr 16 í 11 milli mánaðanna mars - apríl.

 

 

 

4.

1303028 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2013-2016

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 27.05.2013 um viðhald gatna og endurbætur á Vogatjörn. Málið var til umfjöllunar á 85. fundi bæjarstjórnar og þar samþykkt að vísa því til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2014.
Bæjarstjóra falið að kanna hvaða þættir hverfisvernd Vogatjarnar nær yfir og hvaða framkvæmdir eru heimilar innan ramma hverfisverndar og friðunar samkvæmt Náttúruminjarskrá.

 

 

 

5.

1207008 - Lagning hitaveitu á Vatnsleysuströnd

 

Lögð fram verkáætlun frá verkfræðistofunni Mannvit vegna gerðar hagkvæmniathugunar á lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd. Bæjarráð samþykkir tilboðið og felur bæjarstjóra framkvæmd málsins.

 

 

 

6.

1305068 - Tilhögun skólaaksturs og samþætting við almenningssamgöngur

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 27.05.2013 þar sem reifaðir eru nokkrir valkostir varðandi framkvæmd skólaaksturs og aksturs Vogastrætó. Bæjarstjóra falið að leita leiða til að festa kaup á skólabíl og fjármagna hann að hluta með rekstrarleigu.

 

 

 

7.

0707013 - Uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi

 

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hversu mikið af áætlaðri línu innan lögsögu sveitarfélagsins er enn ósamið um milli Landsnets og landeigenda. Bæjarráð óskar jafnframt eftir upplýsingum um áætlaðan kostnað Landsnets við línulögnina sem Landsnet hefur kynnt Orkustofnun.

 

 

 

8.

1305069 - Könnun á kostnaði og möguleikum við uppbyggingu lítillar rennibrautar við sundlaug sveitarfélagsins

 

Inga Sigrún Atladóttir leggur fram svohljóðandi bókun: Sveitarfélagið Vogar hefur undanfarin ár lagt áherslu á að vera fjölskylduvænt samfélag. Hluti af þeirri stefnu ætti að vera að auka framboð á afþreyingu fyrir börn og unglinga. Í stefnuskrá H-lista og samstarfssamningi H og E lista var lagt til að ráðist verði í byggingu lítillar rennibrautar við sundlaugina í því skyni að auka aðsókn barna og unglinga að lauginni.
Ég legg því til að bæjarstjóra verði falið að skoða þá möguleika sem eru til staðar og fá kostnaðaráætlun af hönnun og uppsetningu slíkrar brautar. Samþykkt.

 

 

 

9.

1305058 - 657. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

10.

1305053 - 436. fundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

11.

1305049 - 26. fundur Heklunnar 5. apríl 2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

12.

1305042 - 5. fundur stjórnar Reykjanes jarðvangs ses. 8. maí 2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

13.

1305008 - Aðalfundur Reykjanes jarðvangs ses 2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

14.

1304017 - Aðalfundur Markaðsstofu Suðurnesja 2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

15.

1305055 - 357. fundur Hafnarsambands Íslands

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

Getum við bætt efni síðunnar?