Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

151. fundur 08. maí 2013 kl. 08:00 - 09:45 haldinn á bæjarskrifstofu

151.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 8. maí 2013 og hófst hann kl. 08:00

 

 

Fundinn sátu:

Inga S. Atladóttir Varaformaður, Jóngeir Hjövar Hlinason 1. varamaður og Bergur Álfþórsson Aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

Inga Sigrún Atladóttir varaformaður stýrir fundi.

 

Dagskrá:

 

1.

1304018 - Eftirlitsmyndavél í Vogum

 

Kjartan Már Kjartansson og Hafliði Jónsson frá Securitas mættu á fundinn og gerðu grein fyrir tilraunaverkefni með eftirlitsmyndavél sem staðið hefur yfir í sveitarfélaginu undanfarnar vikur. Bæjarráð þakkar gestunum fyrir kynninguna og skýr svör. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að skoðun málsins.

 

 

 

2.

1305014 - Ársfjórðungleg rekstraryfirlit

 

Lagt fram rekstraryfirlit málaflokka fyrir mánuðina janúar - mars 2013 ásamt samanburði við áætlun.

Bergur Brynjar Álfþórsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Nú er fjórðungur ársins liðinn, en búið er að nota 42% þeirra fjármuna sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun til fjárhagsaðstoðar. Þessi liður var skorinn verulega niður við gerð fjárhagsáætlunar gegn tillögum fulltrúa E-lista.
Hvernig hyggst meirihlutinn bregðast við þessarri stöðu?

Bókun meirihluta: Bæjarstjóra falið að taka saman upplýsingar um þróun kostnaðar fjárhagsaðstoðar sveitarfélagsins á árinu.

 

 

 

3.

1305013 - Nefndarstörf kjörinna fulltrúa

 

Með útsendum gögnum var dreift yfirliti yfir þá fundi sem kjörnir fulltrúar hafa sótt á vegum sveitarfélagsins og óska eftir að greitt fyrir samkvæmt reglum sveitarfélagsins þar að lútandi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna reglur um laun fyrir fundarsetur utan sveitarfélags fyrir öllum bæjar- og varabæjarfulltrúum.

 

 

 

4.

1303028 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2013-2016

 

Fulltrúar meirihlutans óska eftir að bæjarstjóri falið að taki saman minnisblaði fyrir næsta fund með áætlun um viðhaldi gatna og endurbætur á Vogatjörn og ákvörðun tekin þegar þær upplýsingar liggja fyrir.

Bergur Brynjar Álfþórsson leggur til að málinu verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2014. Tillaga Bergs er felld.

 

 

 

5.

1305003 - Brunavarnaráætlun B.S. 2013-2017

 

Lögð fram brunavarnaráætlun BS 2013 - 2017. Í samræmi við ákvæði 13.gr. laga nr. 75/2000 er samþykkt áætlunarinnar vísað til bæjarstjórnar.

 

 

 

6.

1305010 - Hjólabókin - beiðni um styrk

 

Lagt fram bréf Ómars Smára Kristinssonar dags. 03.05.2013 sem óskar eftir styrk vegna útgáfu bókar fyrir hjólreiðafólk á suðvesturhorni Íslands. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 

 

7.

1304052 - Ósk um styrk vegna Bryggudags. Smábátafélag Voga.

 

Lagt fram bréf Smábátafélagsins dags. 18.04.2013, beiðni um styrk vegna Bryggjudagsins. Með útsendum gögnum var dreift samstarfsssamningi sveitarfélagsins og Smábátafélagsins. Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Smábátafélagsins um endurnýjun samstarfssamnings aðila sem og um hugsanlegan stuðning við bryggjudag.

 

 

 

8.

1304063 - Skólahreysti- umsókn um styrk 2013

 

Lagt fram bréf Skólahreystis dags. í apríl 2013, sem óskar eftir kr. 50.000 styrk vegna kepninnar. Bæjarráð samþykkir erindið.

 

 

 

9.

1305005 - 226. fundur stjórnar Brunavarna Suðurnesja

 

Fundargerðin lögð fram. Áréttað er að fundurinn fór fram 25. mars 2013.

 

 

 

10.

1305011 - 227. fundur stjórnar Brunavarna Suðurnesja

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

11.

1305002 - 356. fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

12.

1304062 - 435. fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

13.

1304065 - 656. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

14.

1305009 - 805. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?