Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

15. fundur 23. janúar 2007 kl. 18:00 - 22:30 í bæjarráði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

15. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 23. janúar 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu. Anný Helena Bjarnadóttir boðaði forföll og stýrir Birgir Örn fundi í hennar fjarveru.

 

Kjartan Sævarsson, byggingafulltrúi kom á fundinn kl. 19 og yfirgaf hann kl. 21.25. Hann tók þátt í umræðum um málnr. 2, 18, 20 og 23.

 

Gestir fundarins eru Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri Suðurnesja, Snæbjörn Reynisson, skólastjóri Stóru- Vogaskóla, Kjartan Sævarsson, byggingafulltrúi, og Andrés Guðmundsson og Finnbogi Kristinsson, fulltrúar Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.

 

 1. Löggæsla á Suðurnesjum.

Lögreglustjóri Suðurnesja kemur á fundinn kl. 18 og vék af fundi kl. 18.50.

Lögreglustjóri kynnir sameiningu lögregluembættanna á Suðurnesjum og framtíðarfyrirkomulag, meðal annars aukna áherslu á grenndargæslu og sýnileika lögreglu.

 

Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til samstarfs við lögregluna um aukna grenndargæslu í sveitarfélaginu og forvarnir.

 

 1. Framtíðarskipulag við Kálfatjörn.

Fulltrúar Golfklúbbs Vatnsleysustrandar koma á fundinn kl. 18.50 og víkja af fundi kl. 19.40.

 

Fulltrúar GVS gera grein fyrir hugmyndum sínum varðandi framtíðarskipulag golfvallar við Kálfatjörn. Þeir kynna ennfremur hugmynd að samstarfssamningi milli GVS og Sveitarfélagsins Voga.

 

Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir GVS um framtíðarskipulag golfvallar á svæðinu.

 

 1. Fundargerð 11. fundar fræðslunefndar dags. 15. janúar 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Umræða um 7. lið fundargerðarinnar fer fram undir 8. lið á dagskrá bæjarráðs.

 

Varðandi 5. lið verður ábendingin tekin til umræðu við vinnslu starfsmannastefnu sveitarfélagsins.

 

 1. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 16. janúar 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 

 1. Fundargerð 14. fundar skipulags- og bygginganefndar dags. 17. janúar 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð stjórnar BS dags. 21. desember 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 565. fundar SSS dags. 5. janúar 2007.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Verkferlar við afgreiðslu mála í Stóru- Vogaskóla.

Snæbjörn Reynisson, skólastjóri kemur á fundinn kl. 19.40 og yfirgefur hann kl. 20.40.

Skólastjóri gerir grein fyrir verkferlum við afgreiðslu mála í Stóru- Vogaskóla.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna aðila til að framkvæma úttekt á verkferlum við afgreiðslu mála í Stóru-Vogaskóla.

 

Inga Sigrún tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

 1. Sala á eignarhluta sveitarfélagsins í Vogagerði 6.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda menntamálaráðuneytinu erindi þar sem óskað er eftir samstarfi við ráðuneytið um verðmat og sölu á fasteigninni Vogagerði 6.

 

Bæjarstjóra jafnframt falið að endurskoða viðbót við ráðningarsamning skólastjóra og leggja tillögu fyrir bæjarráð á næsta fundi.

 

 1. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík, dags. 27.desember 2006.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

Bæjarráð vill jafnframt vekja athygli sýslumanns á því að hinn 1. janúar 2006 var nafni sveitarfélagsins breytt úr Vatnsleysustrandarhreppi í Sveitarfélagið Vogar.

 

 1. Bréf frá menntamálaráðuneytinu 03. janúar 2007. Breytingar á grunnskólalögum og aðalnámsskrá.

Bréfið er lagt fram til kynningar og vísað til fræðslunefndar.

 

 1. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja dags. 2. janúar 2007.

Bæjarráð samþykkir að gerð verði áætlun um innra eftirlit og skoðanir með leiktækjum í sveitarfélaginu og að samið verði við þar til bæran aðila um framkvæmd aðalskoðana. Bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins.

 

 1. Samkomulag við KPMG um endurskoðun hjá bæjarsjóði Sveitarfélagsins Voga og fyrirtækjum þess.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samstarfs við KPMG um endurskoðun hjá bæjarsjóði Sveitarfélagsins Voga og fyrirtækjum þess.

 

 1. Heimasíða Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarstjóri kynnti samkomulag við Dacoda í Reykjanesbæ um gerð nýrrar vefsíðu fyrir sveitarfélagið og kynnir fyrir bæjarráði fyrstu tillögur að hönnun vefsins.

 

Bæjarráð fagnar samkomulaginu og bindur miklar vonir við samstarfið.

 

 

 1. Drög að samkomulagi um uppbyggingu miðbæjarkjarna.

Bæjarstjóri kynnir drög að samkomulagi við TSH ehf. um uppbyggingu miðbæjarkjarna og íbúðasvæðis á svokölluðu vatnstökusvæði.

 

 1. Stórheimili við Akurgerði-Vogagerði.

Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu Stórheimilis við Akurgerði og Vogagerði.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna þörf fyrir félagslegt húsnæði fyrir eldri borgara, í samráði við félagsþjónustuna.

 

 1. Erindi frá Gróðrarstöðinni Lambhaga varðandi lóð undir starfsemi gróðrarstöðvarinnar.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða frekar við umsækjendur um staðsetningu.

 

 1. Umsókn um lóðina Heiðarholt 4.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að RP Consulting ehf. (kt. 411102-3270) verði úthlutuð lóðin Heiðarholt 4. Úthlutunin er gerð með fyrirvara um staðfestingu aðal- og deiliskipulags á svæðinu.

 

 1. Þriggja ára áætlun 2008- 2010.

Bæjarráð vísar þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2008- 2010 til seinni umræðu í bæjarstjórn.

 

 1. Framtíðarnýting Glaðheima.

Ástandsskoðun byggingafulltrúa varðandi Glaðheima lögð fram.

 

Úttektin sýnir að húsnæðið er mjög illa farið. Miðað við ástand hússins má ljóst vera að það verði ekki gert upp, heldur verður að byggja það upp frá grunni eigi þar að vera einhver starfsemi. Niðurstöður úttektar byggingafulltrúa eru áþekkar niðurstöðum úttektar Verkfræðistofu Suðurnesja, sem framkvæmd var árið 1987.

 

Bæjarráð leggur til að húsið verði fjarlægt þegar starfsemi félagsmiðstöðvarinnar, frístundaskólans og annað tómstundastarf flyst í nýja og glæsilega viðbyggingu við íþróttamiðstöðina.

 

 1. Drög að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til kynningar.

 

 1. Áskorun frá kennurum Stóru- Vogaskóla um leiðréttingu launa, dags. 5. janúar 2007.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga getur ekki orðið við áskorun kennara við Stóru- Vogaskóla þar sem sveitarfélagið hefur afsalað sér samningsumboði sínu til launanefndar sveitarfélaga.

 

Inga Sigrún tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

 

 1. Aragerði 2-4. Deiliskipulagstillaga.

Byggingafulltrúi kynnir hugmynd að byggingu á lóðinni Aragerði 2-4.

 

Bæjarráð samþykkir að unnið verði deiliskipulag á lóðinni Aragerði 2-4, þar sem reist verði 12 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum með aðkeyrslu frá Hafnargötu í samræmi við fyrirliggjandi teikningar.

 

 1. Bréf frá Lionsklúbbnum Keili dags. 17. janúar 2007.

Bæjarráð ákveður að bjóða Lions á fund bæjarráðs.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.30.

Getum við bætt efni síðunnar?