Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

149. fundur 17. apríl 2013 kl. 08:15 - 09:40 haldinn á bæjarskrifstofu

149.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 17. apríl 2013 og hófst hann kl. 08:15

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson, Inga S. Atladóttir og Bergur Álfþórsson.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

Kristinn Björgvinsson formaður stýrir fundi.

Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt að taka á dagskrá sem 8. mál: 1304005 - Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis 2013. Önnur mál síðar á dagskránni færast aftur um einn lið.

Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.

1302026 - Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2012

 

Drög að ársreikningi 2012 lögð fram.
Ársreikningur áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra, tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn
Samþykkt samhljóða.

 

 

 

2.

1304007 - Beiðni um handrið á bryggjukantinn

 

Lagt fram bréf Gunnellu Vigfúsdóttur dags. 7. apríl 2013, beiðni um að komið verði upp handriði á bryggjukantinn í Vogahöfn. Bæjarráð vísar málinu til frekari úrvinnslu og skoðunar hjá bæjarstjóra.

 

 

 

3.

1303056 - Framboðskynning í Tjarnarsal

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 15.04.2013. Bæjarráð samþykkir endurgjaldslaus afnot af Tjarnarsal vegna þessa fundar.

 

 

 

4.

1207008 - Lagning hitaveitu á Vatnsleysuströnd

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 15.04.2013. Bæjarráð samþykkir að fenginn verði sérfróður aðili til að ráðast í hagkvæmniathugum um hugsanlega lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd. Fjármagni til rannsóknarinnar verði veitt úr Framfarasjóði, samkvæmt nánari tillögum þar að lútandi.

 

 

 

5.

1207015 - Staðarval fyrir nýjan urðunarstað

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 15.04.2013. Sveitarfélagið Vogar hefur ekki tök á að leggja fram landnæði undir urðunarstað sorps.

 

 

 

6.

1304014 - Eignarnám Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2

 

Lagt fram bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. apríl 2013, ásamt fylgigögnum. Ráðuneytið vekur með bréfinu athygli á fyrirhuguðu eignarnámi og gefur sveitarfélaginu sem landeiganda kost á að gæta réttar síns og hagsmuna, tjá sig um framkomna kröfu og gögn og koma að frekari upplýsingum fyrir 26. apríl n.k. áður en ákvörðun verður tekin í málinu. Í bréfi Landsnets hf. til ráðuneytisins þar sem beiðnin um eignarnámið er sett fram er tilgreint að eignarnámskrafan eigi ekki við um Sveitarfélagið Voga sem landeiganda, þar sem gerður hafi verið samningur við Landsnet hf. um hlut þess í jörðinni vegna málsins. Lagt fram.

Inga Sigrún Atladóttir bókar eftirfarandi vegna málsins: Ég leggst alfarið gegn eignarnám þeirra jarða sem liggja í sveitarfélaginu Vogum til að leggja Suðurnesjalínu 2. Sveitarfélagið hefur lagt mikla áherslu á að samið verði við landeigendur um málið og ef Landsnet telur að fullreynt sé í samningaviðræðum um loflínu bendi ég á að í aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir 220kv jarðstreng meðfram Reykjanesbraut. Ennfremur er mikilvægt að það komi fram að meginmarkmið aðalskipulags er að rafmagnslínur í landi sveitarfélagsins verði lagðar í jörð, þar sem því er viðkomið (bls. 60). Ég lít svo á að hagsmunir sveitarfélagsins, íbúa og landeigenda fari saman í þessu máli og breytir greinargerð Landsnets engu þar um. Ég geri því alvarlegar athugasemdir það sem kemur fram í bréfi ráðaneytisins að Landsnet telji að engar forsendur né málefnalegar ástæður liggja því til grundvallar að fjalla um slík mál í samningaviðræðum við einstaka landeignendur og lítur á öll boð þeirra um að veita einvörðungu leyfi til lagningar jarðstrengs sem höfnun á leyfi til nota á landsréttindum vegna framkvæmdarinnar.

Bergur Brynjar Álfþórsson bókar eftirfarandi: Ég leyfi mér að benda á að í svæðisskipulagi Suðurnesja sem unnið var meðal annars af Ingu Sigrúnu Atladóttur fyrir hönd sveitarfélagsins Voga, var án athugasemda af hennar hálfu gert ráð fyrir loftlínu um það land sem nú er til umræðu.

Inga Sigrún Atladóttir bókar eftirfarandi: Svæðisskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Voga, þar sem einnig er gert ráð fyrir jarðstreng.

Bergur Brynjar Álfþórsson bókar eftirfarandi. Svæðisskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Voga, þar sem einnig er gert ráð fyrir loftlínu.

 

 

 

7.

1304033 - Endurskoðun gjaldskrár sveitarfélagsins apríl 2013

 

Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá sveitarfélagsins. Eftirfarandi breytingar verða á gjaldskránni:

Matjurtagarðar
Leiga pr. reit yfir sumartímann Kr. 1.700,-
Útleiga íbúða í Álfagerði
Leiguupphæð pr. mán kr. 75.000,-
Fasteignaskattur, hesthúsnæði, A-stofn,% af fasteignamati 0,32%

Bæjarráð samþykkir framlagði gjaldskrá með áorðnum breytingum.

 

 

 

8.

1304005 - Kjörskrá vegna alþingiskosninga 2013

 

Lagt fram bréf Þjóðskrár Íslands dags. 27. mars 2013 ásamt kjörskrárstofnum. Bæjarráð samþykkir framlagða kjörskrá og felur bæjarstóra að árita kjörskrárstofnana og leggja kjörskrána fram. Samþykkt samhljóða.

 

 

 

9.

1304004 - 3. fundur stjórnar Reykjanes jarðvangs ses

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

10.

1304009 - 654. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðunesjum

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

11.

1304012 - 655. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðunesjum

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

12.

1304024 - Fundur í stjórn Reykjanesfólkvangs 13. feb. 2013

 

Fundargerðin lögð fram.
Inga Sigrún Atladóttir bókar v/ 2. máls: Ég leggst eindregið gegn hugmyndum Grindavíkur um að leggja niður Reykjanesfólkvang og gera þannig að engu þá miklu vinnu sem þar hefur verið unnin í þágu náttúru og útivistar innan fólkvangsins. Í drög að stjórnunaráætlun Reykjanesfólkvangs eru svæði innan fólkvangsins skilgreind á grundvelli náttúru og umhverfis og ákvörðuð mörk ásættanlega breytinga fyrir hvert deilisvæði. Ennfremur er lagt til að eftirliti sé markvisst á svæðinu og gætt að framkvæmdir innan fólkvangsins fari ekki yfir skilgreind þolmörk. Í stjórnaráætluninni er náttúra og öryggi ferðafólks í öndvegi við mótun þolmarka svæðisins. Í samþykkt fyrir Reykjanes jarðvang ses kemur ekkert fram um verndun náttúru og umhverfis og engar vísbendingar um að innan jarðvangsins sé ætlunin að skilgreina þolmörk viðkvæmra náttúruverndarsvæða. Samkvæmt samþykkt jarðvangsins er verndun á forsendum byggðar og atvinnulífs.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?