Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

148. fundur 03. apríl 2013 kl. 08:00 - 09:45 haldinn á bæjarskrifstofu

148.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 3. apríl 2013 og hófst hann kl. 08:00

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson, Inga S. Atladóttir og Bergur Álfþórsson.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

Kristinn Björgvinsson formaður stýrir fundi.

 

Dagskrá:

 

1.

1303031 - Frá Golfklúbbi Vatnsleysustrandr. Umsókn um niðurfellingu fasteignagjalda

 

Lagt fram bréf Golfklúbbs Vatnsleysustrandar dags. 14. mars 2013. Bæjarráð samþykkir að styrkja golfklúbbinn sem nemur álögðum fasteignagjöldum af verðmati jarðarinnar, jafnframt verði málið tekið til meðferðar við endurnýjun samstarfssamnings aðila.

 

 

 

2.

1303044 - Gerð lagnagrunns af núverandi fráveitu- og vatnslögnum.

 

Lagt fram bréf Tækniþjónustu SÁ ehf. dagsett 13.03.2013, um gerð lagnagrunns af núverandi fráveitu- og vatnslögnum. Verkefnið tengist endurmati á stofni til viðlagatryggingar, en hann hefur ekki verið endurmetinn frá árinu 1996. Bæjarráð samþykkir að ráðast í gerð lagnagrunnsins. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun á næsta fundi bæjarráðs, til að mæta útgjaldaaukanum.

 

 

 

3.

1011016 - Starfslok og uppgjör launa

 

Lagt fram bréf Starfsmannafélags Suðurnesja dagsett 21. febrúar 2013. Málið var áður á dagskrá 136. fundar bæjarráðs þann 15.08.2012. Eins og fram kemur í erindi Starfsmannafélagsins leitaði bæjarstjóri til KPMG um yfirferð á gögnum málsins. Niðurstaða úr þeirri skoðun lá fyrir í desember 2012, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að gert hefði verið upp við viðkomandi í samræmi við gildandi kjarasamninga á hverjum tíma og venjur sem tíðkast í þeim efnum. Málsaðilum var kynnt þessi niðurstaða af bæjarstjóra í tölvupósti dags. 21.12.2012. Bæjarráð tekur undir niðurstöður KPMG um að réttilega hafi verið staðið að uppgjöri við viðkomandi og fellst ekki á beiðni félagsins um að málið verði tekið upp að nýju.

 

 

 

4.

0802018 - Svæðisskipulag Suðurnesja

 

Lögð fram fundargerð 38. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Suðurnesja sem haldinn var 13. mars 2013. Svæðisskipulagið hefur nú hlotið staðfestingu. Einnig lögð fram drög að starfsreglum fyrir samvinnunefnd um svæðisskipulag Suðurnesja, sem nú skal taka til starfa í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Óskað er eftir athugasemdum við drögin fyrir 30. apríl 2013, ef einhverjar eru. Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

 

 

 

5.

1303028 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2013-2016

 

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2013 - 2016, sbr. 2.mgr.35 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samkvæmt viðaukanum er lagt til að sveitarfélagið kaupi fasteignir Stóru-Vogaskóla af Eignarhaldsfélaginu Fasteign ehf. á árinu 2013, og að kaupin verði fjármögnum með framlagi úr framfarasjóði sveitarfélagsins. Þá er jafnframt lagt til að í árslok 2014 verði fasteignir íþrótta- og félagsmiðstöðvar keyptar af EFF og að þau kaup verði fjármögnuð annars vegar með lántöku að fjárhæð 400 m.kr. en eftirstöðvar með handbæru fé. Einnig er lagt til ráðstöfun eingreiðslu vegna fasteignaviðhalds (18.500 þús.kr.) verði ráðstafað sem hér segir: Í endurnýjun á gólfi í Tjarnarsal (4.000 þús.kr.), viðgerðar á sundlaug (5.000 þús.kr) og endurnýjun vatnslagna í leikskólanum (2.000 þús.kr.), samtals 11.000 þús.kr. Eftirstöðvum endurgreiðslunnar verði ráðstafað til hækkunar á liðnum 21011-4990, önnur þjónustukaup. Samþykkt samhljóða. Bæjarráð samþykkir jafnframt að boða til almenns íbúafundar miðvikudaginn 24. apríl 2013, þar sem m.a. verður kynnt tillaga um að ráðstafa fé úr framfarasjóði sveitarfélagsins til kaupa á fasteignum Stóru-Vogaskóla.

 

 

 

6.

1303055 - Útleiga íbúða sveitarfélagsins í Álfagerði

 

Lögð fram drög að reglum um útleigu íbúða í Álfagerði fyrir eldri borgara í Sveitarfélaginu Vogum. Bæjarráð samþykkir reglurnar. Jafnframt er samþykkt að leigufjárhæð verði ákveðin í gjaldskrá sveitarfélagsins.

 

 

 

7.

1208023 - Málefni tengd Eyrarkotsbakka í Vogum

 

Á 137. fundi bæjarráðs þann 05.09.2013 var málið á dagsrká og því vísað til úrvinnslu hjá bæjarstjóra. Á fundinum eru lögð fram drög að svarbréfi Ívars Pálssonar hrl. Bæjarráð samþykkir tillöguna að svarbréfinu og felur bæjarstjóra og lögmanninum að ganga frá því.

 

 

 

8.

1303058 - Samkomulag um reiðstíga

 

Lögð fram drög að samkomulagi landeigenda Heiðarlands Vogajarða og Sveitarfélagsins Voga um heimild til að leggja reiðstíga um heiðarlandið eins og þeir eru tilgreindir í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Á 138. fundi bæjarráðs sem haldinn var 19.09.2012 var tekinn fyrir samningur um makaskipti vegna sama máls, bæjarráð var jákvætt í afstöðu sinni til málsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa landeigenda um lausnir varðandi land undir reiðstíga.

 

 

 

9.

1303033 - Til umsagnar, frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga og félagslegan stuðning (heildarlög), 636. mál.

 

Lagt fram.

 

 

 

10.

1303034 - Til umsagnar frumvarp til laga um slysatryggingar almannatrygginga (heildarlög), 635. mál.

 

Lagt fram.

 

 

 

11.

1303035 - Til umsagnar, tillaga um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024

 

Lagt fram. Bæjarráð vísar málinu til Umhverfis- og skipulagsnefndar og felur nefndinni að koma með athugasemdir ef einhverjar eru.

 

 

 

12.

1303036 - Til umsagnar, frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir á auðlindum í jörðu (samræming reglna um vatnsréttindi), 634. mál.

 

Lagt fram.

 

 

 

13.

1303030 - 235. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

14.

1303045 - 355. fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

15.

1303032 - 5.Fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

16.

1303054 - 6. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

17.

1303049 - Aðalfundur HS Veitna hf. 14. mars 2013

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

18.

1303050 - Fundargerð stjórnar DS frá 19. mars 2013.

 

Fundargerðin lögð fram.
Inga Sigrún Atladóttir bókar eftirfarandi: Fundur í stjórn DS var boðaður mánudaginn 18. mars kl 12:00. Þegar ég mæti á fundinn kom í ljós að fundurinn hafði verið færður án minnar vitundar. Ég hafði samband við fomann stjórnar DS sem taldi brýnt að halda fundinn daginn eftir og erfitt væri að færa fundinn þó fulltrúi Voga yrði fjarverandi.
Það var samkomulag mín og stjórnarformanns að ég gerði grein fyrir afstöðu minni í töluvpósti sem hann héldi til haga á fundinum. Sá tölvupóstur birtist fundargerð DS.

 

 

 

19.

1303052 - 434. fundur stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 

 

20.

1303057 - Heimsókn fulltrúa í Fjölskyldu- og velferðarnefnd

 

Á fundinn mættu fulltrúar sveitarfélagsins í Fjölskyldu- og velferðarnefnd, þær Jóhanna Lára Guðjónsdóttir og Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir. Farið var yfir málefni nefndarinnar með bæjarráðinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?