Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

141. fundur 07. nóvember 2012 kl. 06:30 - 08:31 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

 

 

 

 

 

 

 

141.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 7. nóvember 2012 og hófst hann kl. 06:30

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson Formaður, Inga S. Atladóttir Aðalmaður og Bergur Álfþórsson.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

0802018 - Svæðisskipulag Suðurnesja

 

Lögð fram afgreiðsla samvinnunefndar þann 29. október 2012 um svæðisskipulag suðurnesja 2008-2024.

 

 

 

2.

1211010 - Stofnfundur sjálfseignrarstofnunar um rekstur jarðvangs á Reykjanesi

 

Lagt fram bréf Eggerts Sólbergs Jónssonar verkefnisstjóra dagsett 5.nóvember 2012 um stofnun og þróun jarðvangs á Reykjanesi, þar sem boðað er til stofnfundar sjálfseignarstofnunar um rekstur jarðvangs á Reykjanesi. Jafnframt eru lögð fram á fundinum drög að samþykktum (stofnskrá) fyrir Jarðvanginn. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og undirrita stofnsamþykktir félagsins. Tilnefnt verður í stjórn af hálfu sveitarfélagsins að höfðu samráði við sveitarfélögin Garð og Sandgerði.

 

 

 

3.

1210042 - Samningur um rekstur Náttúrustofu Reykjaness.

 

Lagt fram bréf Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, dagsett 22. október 2012, um rekstur Náttúrustofu Reykjaness. Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar hjá stjórn SSS.

 

 

 

4.

1211003 - Samningur vegna Suðurnesjalínu 2. innan Brunnastaðahverfis.

 

Lagt fram bréf Gunnars Inga Jóhannssonar, Lögmönnum Höfðabakka, dags. 1. nóvember 2012 um ósk Landsnets hf um samning vegna Suðurnesjalínu 2. Í bréfinu eru sett fram tilboð um greiðslu fyrir réttindi vegna lagningu háspennulínu í landi Suðurkots neðra 3. Undir þessum lið er einnig lagt fram til kynningar afrit af bréfi sömu aðila dagsett 12. október 2012 til fulltrúa eigenda 63,65% hluta Heiðarlands Vogajarða um slit á viðræðum aðila um tilboð Landsnets hf vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Bæjarráð óskar eftir fundi með fulltrúum Landsnets hf. um samning vegna Suðurnesjalínu 2.

 

 

 

5.

1209022 - Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

 

Lagt fram bréf Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 19. október 2012 þar sem tilkynnt er niðurstaða í úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013. Sveitarfélagið fékk úthlutað 15 þorskígildistonnum.

 

 

 

6.

1210049 - Tlboð í hlutafé í Heilsufélagi Reykjaness

 

Lagt fram bréf Kadeco - Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, dagsett 29. október 2012, tilboð í hlutafél sveitarfélagsins í Heilsufélagi Reykjaness ehf. Þróunarfélagið býðst til að kaupa hlut sveitarfélagsins á kr. 100.000, eignarhluturinn er 10%. Bæjarráð samþykkir tilboðið fyrir sitt leyti.

 

 

 

7.

1210050 - Vogahöfn - breyting úr frístundahöfn

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 5.nóvember 2012 um málið. Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga, m.a. um kostnaðarhlið rekstar almennrar hafnar samanborið við rekstur frístundahafnar.

 

 

 

8.

1210051 - Tæknismiðjan

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 5.nóvember 2012 um málið. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu í samstarfi við Frístunda- og menningarfulltúa.

 

 

 

9.

0908018 - Vinabæjarsamstarf

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 5.nóvember 2012 um málið. Málinu vísað til bæjarstjórnar.

 

 

 

10.

1210039 - Átakið: Betra líf! ? mannúð og réttlæti.

 

Lagt fram bréf SÁÁ (ódagsett) þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarstjórnarinnar við átakið Betra líf - mannúð og réttlæti.

 

 

 

11.

1210047 - Til sveitarstjórna vegna áfengisauglýsinga í íþróttasvæðum

 

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar þar sem rétt gögn voru ekki lögð fram með fundarboði.

 

 

 

12.

1211001 - Fjarbeiðni Stígamóta fyrir árið 2013

 

Lagt fram bréf Stígamóta (ódagsett) með beiðni um styrk fyrir árið 2013. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 

 

13.

1211011 - Fundarsköp bæjarstjórnar og bæjarráðs

 

Bæjarráð samþykkir að fyrra fyrirkomulag verði viðhaft, þ.e. að fundargerðir nefnda verði alla jafna teknar til afgreiðslu í bæjarráði, a.m.k. þangað til nýjar samþykktir sveitarfélagsins hafa verið samþykktar.

 

 

 

14.

1209004 - Fjárhagsáætlun 2013

 

Á fundinn mætti Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri frá Brunavörnum Suðurnesja. Á fundinum voru lagðar fram tölulegar upplýsingar um starfsemi B.S. á árunum 2008-2012, sem slökkviliðsstjóri kynnti. Jafnframt var kynnt tillaga að fjárhagsáætlun B.S fyrir árið 2013.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:31

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?