Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

14. fundur 02. janúar 2007 kl. 18:00 - 19:10 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

14. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 2. janúar 2007

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritar fundargerð í tölvu. Anný Helena Bjarnadóttir boðaði forföll og stýrir Birgir Örn fundi í hennar fjarveru.

 

 1. Fundargerð 10. fundar fræðslunefndar dags. 18. desember 2006.

Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um verð bókasafnsskírteina. Bæjarráð hafnar tillögu um að stofnaður verði sérstakur starfshópur til að vinna reglur fyrir starfsemi Stóru-Vogaskóla, heldur verði nefndinni falið að vinna málið í samráði við stjórnendur skólans.

 

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

 1. Fundargerð 363. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 14. desember 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 7. desember 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu dags. 27. desember 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Bréf frá Ungmennafélagi Íslands dags. 5. desember 2006. Ósk um styrk.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Snorraverkefnið 2007. Ósk um styrk.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 14. desember 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Ný lög um fjármál stjórnmálaflokka. Minnisblað frá lögfræðisviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Minnisblaðið er lagt fram til kynningar.

 

 1. Breyting á lögum um gatnagerðargjald.

Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að vinna drög að samþykkt um gatnagerðargjald fyrir Sveitarfélagið Voga, sbr. 12. gr. laganna, og leggja fyrir bæjarráð 27. febrúar.

 

 1. Kynning á kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og KÍ vegna Félags leikskólakennara.

Kynningarefni frá launanefnd sveitarfélaga lagt fram.

 

 1. Erindi frá skólastjóra Heilsuleikskólans Suðurvöllum.

Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu skóladagatals Suðurvalla fyrir næsta skólaár og til umsagnar fræðslunefndar.

 

 1. Erindi frá Kjartani Ragnarssyni.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

 1. Erindi frá Selhöfða ehf.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

 1. Samgönguáætlun 2007-2010. Siglingamál.

Tillaga Siglingastofnunar lögð fram til kynningar.

 

Bæjarráð fagnar því að á árinu 2007 sé fyrirhugað að veita tæplega 27 milljónum kr. til sjóvarnagarða í Sveitarfélaginu Vogum. Bæjarráð bendir jafnframt á mikilvægi þess að haldið verði áfram að byggja upp sjóvarnir í sveitarfélaginu og vonast eftir áframhaldandi góðu samstarfi við Siglingastofnun í framtíðinni.

 

Bæjarráð leggur jafnframt til að framlag til sjóvarnagarða á fjárhagsáætlun ársins 2007 verði hækkuð úr 1 milljón króna í 3 milljónir króna til að standa straum af kostnaði sveitarfélagsins við verkin.

 

 1. Fjárhagsáætlun 2007. Breytingatillögur milli fyrri og seinni umræðu.

Bæjarráð leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á fjárhagsáætlun ársins 2007 milli fyrri og seinni umræðu.

 

 • Framlag til atvinnumála verði 330 þúsund kr.

 • Áætlaður söluhagnaður að fjárhæð 5 milljónir verði færður á eignasjóð.

 • Framlag til sjóvarnagarða verði hækkað í 3 milljónir kr.

 • Forgangsákvæði í gjaldskrá leikskóla varðandi 1.-2. ára börn verði breytt og hljóði þannig:

 

Leikskólarýmum er úthlutað eftir aldri umsókna. Börn í elsta árgangi njóta forgangs. Börn eldri en 18 mánaða sem eiga systkini á leikskólanum njóta forgangs umfram önnur börn í sama árgangi.

 

 1. Bréf frá Fasteignamati ríkisins. Samningur um álagningarhluta Landskrár fasteigna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.10.

Getum við bætt efni síðunnar?