Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

139. fundur 17. október 2012 kl. 06:30 - 08:00 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

39

 

 

 

 

 

 

139.fundur

Bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga

haldinn á bæjarskrifstofu,

miðvikudaginn 17. október 2012 og hófst hann kl. 06:30

 

 

Fundinn sátu:

Kristinn Björgvinsson Formaður, Inga S. Atladóttir Aðalmaður og Hörður Harðarson Aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 

 

 

Dagskrá:

 

1.

1207002 - Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga.

 

Lagt fram bréf EFS dagsett 25.09.2012. Einnig lagt fram álit 2/2012 frá Reikningsskila- og upplýsinganefnd, dagsett í ágúst 2012. Erindi EFS verður svarað í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2013 og fjögurra ára áætlunar 2013 - 2016.

 

 

 

2.

1209048 - Varðar málstefnu í sveitarfélögum

 

Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 21.september 2012. Bæjarráð samþykkir svohljóðandi bókun: Nýju sveitarstjórnarlögin fela í sér fjölmörg ný verkefni fyrir sveitarfélögin (fjármálareglur, siðareglur, nýjar samþykktir, endurskoðun samninga um samstarfsverkefni o.m.fl.). Bæjarráð telur eðlilegt að innleiðing laganna taki tíma og sveitarfélagið þarf, rétt eins og ráðuneytið, að forgangsraða verkefnum innan þess ferlis. Málstefna sveitarfélagins sé þar ekki endilega forgangsmál og sveitarfélagið mun m.a. líta til þeirrar fyrirmyndar sem muni felast í málstefnu sem sett verði fyrir Stjórnarráðið.

 

 

 

3.

1208027 - Varðar uppbyggingu blakvallar.

 

Lagður fram tölvupótur dags. 28.08.2012, beiðni um uppbyggingu blakvallar. Bæjarráð þakkar bréfriturum erindið og frumkvæðið. Vísað til Frístunda- og menningarnefndar.

 

 

 

4.

0611021 - Boð um tilraunaverkefni.

 

Lagt fram bréf Veraldarvina dags. 20.09.2012, þar sem boðnir eru fram sjálfboðaliðar til verkefna árið 2013.Bæjarráð þakkar gott boð og samþykkir að þiggja það.

 

 

 

5.

1209004 - Fjárhagsáætlun 2013

 

Lagður fram samanburður sviðsmynda vegna EFF unnið af KPMG dagsett í ágúst 2012. Einnig lagt fram vinnuskjal í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2013. Ákveðið að bæjarráð hittist á vinnufundi miðvikudaginn 24.október 2013, kl. 06:30

 

 

 

6.

0612004 - Kjarnorkulaust sveitarfélag

 

Lagt fram bréf Samtaka hernaðarandstæðinga dags. 1.10.2012. Vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn.

 

 

 

7.

1209054 - Aðalfundur Sambands sveitarfél. á Suðurn. 5. 0g 6. okt. 2012

 

Lagðar fram ályktanir aðalfundar SSS frá 5. og 6. október 2012.

 

 

 

8.

1210025 - Þróun og enduruppbygging raforkukerfa

 

Lagt fram bréf Línudans ehf. dags 9. október 2012.

 

 

 

9.

1210027 - Félagsþjónustan - Málaflokkur fatlaðs fólks 2012

 

Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga um skýringar á ofáætlun jöfnunarframlaga vegna málaflokks fatalaðs fólks fyrir árið 2012. Hlutur Sveitarfélagsins Voga er kr. 4.086.000

 

 

 

10.

1210028 - Fjöldi atvinnuleitenda á suðurnesjum

 

Lagt fram yfirlit dags. 05.10.2012 um fjölda atvinnuleitenda á Suðurnesjum sem munu geta fullnýtt bótarétt sinn á árinu 2013.

 

 

 

11.

1210031 - 80 ára afmæli Ungmennafélagsins Þróttar

 

Lögð fram drög að endurnýjuðum samstarfssamningi UMF Þróttar og Sveitarfélagsins Voga. Bæjarráð samþykkir að gefa UMFÞ peningagjöf að fjárhæð kr. 200.000 í tilefni afmælisins. Bæjarráð samþykkir jafnframt að bjóða UMFÞ að gera tímaritið Vitann, sem Ungmennafélagið gaf út frá árinu 1932, aðgengilegt bæjarbúum. Verkefnið verði unnið í samstarfi við ungmennafélagið.

 

 

 

12.

1210030 - 140 ára afmæli Stóru-Vogaskóla

 

Bæjarráð samþykkir að í tilefni af 140 ára afmælis Stóru-Vogaskóla verði skólanum færðir 8 skjávarpar að gjöf.

 

 

 

13.

1011026 - Varðar nýja skipulagsreglugerð

 

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 24. september 2012, beiðni um umsögn að tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08.00

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

 

___________________________ ___________________________

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?