Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

135. fundur 04. júlí 2012 kl. 06:30 - 08:15 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2012

135. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 4. júlí, 2012 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Inga Sigrún Atladóttir og Hörður Harðarson auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.

Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt samhljóða að taka eftirtalin mál á dagskrá:

23. Reykjaprent ehf – kvörtun vegna Suðversturlínu

24. UMFÞ, meistaraflokkur: Drög að samstarfssamningi og kostnaður vegna notkunar Reykjaneshallar

25. Þjóðskrá – umsögn um hækkun fasteignagjalda

Kristinn Björgvinsson stýrir fundi.

 1. Kjör nýs varamanns af H-lista í bæjarráð

Samþykkt samhljóða að Oddur Ragnar Þórðarson verði varamaður H-listans í bæjarráði.

 

 1. Fundargerð 314. fundar skólanefndar FS frá 16.05.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð hluthafafundar EFF frá 24.05.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð aðalfundar DS frá 29.05.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð stjórnar DS frá 25.06.2012

Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð leggur fram eftirfarandi bókun og tillögu:

Á fundi sínu þriðjudaginn 22.nóvember 2011 tók fjárhagsnefnd S.S.S. fyrir ósk framkvæmdarstjóra DS um viðbótarframlag til rekstrar DS. Í fundargerð fjárhagsnefndar sem staðfest hefur verið af stjórn SSS er afgreiðslan eftirfarandi:

1. Fjárhagsáætlun D.S. 2012 – Gestur Finnbogi Björnsson.

Finnbogi Björnsson kynnti fundarmönnum fjárhagsáætlun D.S. vegna ársins 2012. D.S hefur óskað eftir því að sveitarfélögin leggi til kr. 74.700.000,- auk greiðslu vegna uppsafnaðra lífeyrisréttinda framkvæmdastjóra.

Sökum árferðis hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum leggur fjárhagsnefnd til að framlög til D.S. verði þau sömu og í fyrra. Jafnframt er lagt til að aukagreiðslur sem koma úr fjáraukalögum verði nýttar í hallarekstur. Fjárhagsnefnd S.S.S. leggur til að það fjármagn sem upp á vantar til rekstursins verði fjármagnað með láni.

Fjárhagsnefndin telur nauðsynlegt að vinna úttektarvinnu á öldrunarmálum á Suðurnesjum, ekki síst í ljósi þess að sveitarfélögin eiga von á því að taka yfir málefni aldraðra á komandi árum.

 

Í samræmi við þessa afgreiðslu fjárhagsnefndar og stjórnar SSS hefur Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga á fundi sínum þann 23.03.2012 hafnað beiðni framkvæmdarstjóra um viðbótarframlag til rekstrarins og ályktað eftirfarandi.

a) Bæjarráð leggur til að frekara framlag verði ekki lagt í Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum fyrr en endurskipulagning starfseminnar hefur farið fram.

b) Bæjarráð leggur til að hugað verði vandlega að athugasemdum sem koma fram í úttekt landlæknisembættisins um Hlévang og Garðvang þegar framtíðar fyrirkomulag öldrunarmála á svæðinu verður skipulagt.

c) Bæjarráð sveitarfélagsins Voga leggur áherslu á að auglýst verði eftir nýjum framkvæmdastjóra Dvalarheimila á Suðurnesjum sem fyrst svo nýr framkvæmdastjóri geti komið að stefnumótuninni.

 

Þrátt fyrir að ekki sé lokið þeirri nauðsynlegu úttektarvinnu á öldrunarmálum á Suðurnesjum sem fjárhagsstjórn SSS óskaði eftir boðar framkvæmdarstjóri uppsagnir 6 einstaklinga hjá DS. Í ljósi skýrslu Landlæknis er ljóst að reksturinn þolir ekki slíkar uppsagnir og ef marka má skýrslu embættisins væri slíkur niðurskurður beinlínis hættulegur heimilunum. Bæjarráð telur því nauðsynlegt að leggja DS til 954.000 kr. sem lán til heimilanna sem er sama hlutfall og Reykjanesbær hefur lánað DS nú þegar. Þannig getur Sveitarfélagið Vogar lagt sitt af mörkum til þess að ekki verði hlaupið í uppsagnir á Dvalarheimilunum á Suðurnesjum áður en endurskipulagningu á rekstri heimilanna er lokið.

 

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð félagsfundar SS frá 14.06. 2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð 425. fundar stjórnar SS frá 14.06.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð 43. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 19.06.2012

Fyrir tekið 2. mál, umsókn Íslenskrar Matorku ehf um framkvæmdaleyfi fyrir tilraunaborunum eftir köldu og heitu vatni í landi Flekkuvíkur og Kálfatjarnar: Bæjarráð samþykktir veitingu framkvæmdaleyfisins í samræmi við bókun nefndarinnar.

 

Fyrir tekið 3. mál, umsókn Golfklúbbs Vatnsleysustrandar um framkvæmdaleyfi til uppbyggingar 18 holu golfvallar á landi ofan Vatnsleysustrandarvegar. Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins í samræmi við bókun nefndarinnar.

 

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð 56. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar frá 26.04.2012

Fundargerðin lögð fram

 

 1. Fundargerð 57. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar frá 10.05.2012

Fundargerðin lögð fram

 

 1. Fundargerð 58. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar frá 31.05.2012

Fundargerðin lögð fram

 

 1. RERC – frestun frá síðasta fundi

Bæjarráð samþykkir stofnaðild að RERC samkvæmt framlögðum gögnum.

 

 1. Grænuborgarsvæðið – málefni þb. Þóruskers ehf

Lagt fram.

 

 1. Svæðisskipulag Suðurnesja – endurskoðuð bókun

Bæjarráð samþykkir tillögu að Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008 – 2024, ásamt umhverfisskýrslu og að hún verði auglýst í samræmi við 24. gr. skipulagslaga.

 1. Lionsklúbburinn Keilir. Samkomulag um lóðaúthlutun.

Lögð fram drög að samningi Sveitarfélagsins Voga og Lionsklúbbsins Keilis um lóðina Iðndal 4. Samþykkt samhljóða.

 

 1. Beiðni um breytingu á aðalskipulagi í landi Auðna

Bæjarráð er jákvætt í afstöðu sinni til erindisins og vísar því til frekari úrvinnslu hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd.

 

 1. Álagning fasteignaskatta á hesthús

Bæjarráð samþykkir að álagning fasteignaskatts á hesthús verði breytt í samræmi við nýsamþykkt lög frá Alþingi.

 

 1. Fjárlaganefnd Alþingis – fjárlagafrumvarp 2012

Lagt fram. Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfinu og væntir áframhaldandi góðs samstarfs við nefndina.

 

 1. Umhverfisráðuneytið – meðhöndlun úrgangs

Lagt fram.

 

 1. Reykjaprent ehf v/ lóðar við Aragerði 4

Afgreiðslu málsins frestað.

 

 1. Starfsmannafélag Suðurnesja v/ launauppgjörs

Lagt fram. Bæjarstjóra falið að svara bréfinu.

 

 1. Tónlistarskóli Voga – viðbótarfjárveiting

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

 

 1. Reykjaprent ehf – kvörtun vegna Suðvesturlínu

Lagt fram.

 

 1. UMF Þróttur – kostnaður vegna Reykjaneshallar

Lögð fram drög að samstarfssamningi Sveitarfélagsins Voga og meistaraflokks UMF Þróttar. Reikningar vegna afnota af Reykjaneshöll eru hluti af samþykktum styrkjum sveitarfélagsins til meistaraflokks UMF Þróttar.

 

 1. Þjóðskrá – umsögn um hækkun fasteignagjalda

Lagt fram.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 08:15

Getum við bætt efni síðunnar?