Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

134. fundur 06. júní 2012 kl. 06:30 - 08:15 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2012

134. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 6. júní, 2012 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Inga Sigrún Atladóttir og Hörður Harðarson auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.

Kristinn Björgvinsson stýrir fundi.

  1. Fundargerð Menntasjóðs frá 15.11.2011 – samþykktir sjóðsins.

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá skólastjóra grunnskólans um þá þrjá nemendur í 10. bekk sem náðu bestum árangri á nýloknu skólaári. Bæjarstjóra er jafnframt er falið að auglýsa eftir umsóknum um styrk frá nemendum sem lokið hafa námi á öðru ári í framhaldsskóla á yfirstandandi skólaári. Umsóknarfrestur er til 20. júní, styrkirnir verða afhentir á bæjarstjórnarfundi í ágúst.

 

  1. Fundargerð 58. fundar Fræðslunefndar frá 21.05.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

  1. Fundargerð 642. fundar stjórnar SSS frá 24.05.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

  1. Fundargerð 26. fundar Menningarráðs Suðurnesja frá 08.05.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

  1. Fundargerð 27. fundar Menningarráðs Suðurnesja frá 14.05.2012

Fundargerðin lögð fram

 

  1. Fundargerð 18. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja frá 11.05.2012

Fundargerðin lögð fram

 

  1. Fundargerð 346. fundar Hafnarsambandsins frá 15.05.2012

Fundargerðin lögð fram

 

  1. Fundargerð 797. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.05.2012

Fundargerðin lögð fram

 

 

 

  1. Samningur við Lionsklúbbinn Keili v/ lóðaúthlutunar og gatnagerða-gjalda

Lögð fram drög að samningi aðila. Bæjarráð felur bæjarstjóra að endurorða samkomulagið með forsvarsmanni Lionsklúbbsins í samræmi við umræður á fundinum.

 

  1. Lausaganga katta

Lögð fram gildandi samþykkt um kattahald á Suðurnesjum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ítreka reglur um kattahald á heimasíðu sveitarfélagsins og hvetja kattareigendur til að sinna skyldum sínum samkvæmt ákvæðum samþykktar um kattahald.

 

  1. Málefni þrotabús Þóruskers ehf. v/ Grænuborgarsvæðis

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið dagsett 01.06.2012. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fram greinargerð fyrir næsta fund bæjarráðs.

 

  1. Erindi vegna fasteignagjalda (trúnaðarmál)

Afgreiðsla málsins er bókað í trúnaðarmálabók.

 

  1. Lionsklúbburinn Keilir – styrkbeiðni vegna ungmennaskipta

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Skipulagsstofnun: Framkvæmdaleyfi vegna tilraunaborana

Lagt fram.

  1. Stofnaðild að RERC

Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Keilis. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

 

  1. Umhverfisráðherra – Dagur íslenskrar náttúru

Lagt fram

 

  1. Skýrsla BDO endurskoðunar v/ endurskoðunar ársreiknings

Frestað.

 

  1. EFF: Samkomulag í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu

Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag og tillögu um greiðslu 18,5 m.kr. vegna viðhaldsmála fasteigna. Samþykkt með tveimur atkvæðum.

Inga Sigrún Atladóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun: „Samkvæmt samkomulaginu sem nú liggur fyrir á leigutaki að yfirtaka alla viðhalds og endurbótaskyldu og á sú yfirtaka að miða við núverandi ástand eigna. Ég tel að rétt hefði verið að halda áfram viðræðum við fasteign um viðhaldsmálin á þeim forsendum sem minnisblað lögfræðings sveitarfélasins frá 30. apríl 2012 gerði ráð fyrir. Ennfremur tel ég rétt að láta á það reyna hvort ekki sé hægt að skoða betur þann möguleika sem lögfræðingur EFF nefndi á hluthafafundi þann 8. maí 2012 að sveitarfélagið og EFF geti fengið óháðan matsmann til meta áfallið viðhald á eignum sveitarfélagsins“

 

  1. Fundargerð stjórnar DS frá 09.05.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 08:15

Getum við bætt efni síðunnar?