Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

164. fundur 05. febrúar 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Kristinn Björgvinsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson varaformaður
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

1401094

Samband íslenskra sveitarfélaga og Innanríkisráðuneytið kynna sameiginlegt tilraunaverkefni
Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins og Sambands Íslenskra sveitarfélaga, dagsett 27. janúar 2014. Í bréfinu er kynnt tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar. Erindinu er einkum beint til þeirra sveitarstjórna sem hyggjast efna til íbúakosninga.

2.Lögheimilisskráningar í Hvassahrauni

1401015

Hannes Eðvarð Ívarsson o.fl. óska eftir að fá skrá lögheimili sitt í frístundabyggðinni í Hvassahrauni
Lagt fram bréf Hannesar Eðvarðs Ívarssonar o.fl., dags. 26.11.2013. Í bréfinu er þess farið á leit við sveitarfélagið að það heimili skráningu lögheimils í frístundabyggðinni við Hvassahraun. Samkvæmt lögum um lögheimili nr. 21/1990 er óheimilt að skrá lögheimili í frístundabyggð. Ekki eru uppi áform um að breyta gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins hvað Hvassahraun varðar. Bæjarráð getur því ekki orðið við erindinu.

3.Skil á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga til innanríkisráðuneytisins.

1401037

Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 15. janúar 2014 um skil á viðaukum við fjárhagsáætlanir sveitarfélaga til innanríkisráðuneytisins. Bæjarstjóra er falið að svara erindinu og senda upplýsingar um samþykkta viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins árið 2013.

4.Umsókn um byggingarleyfi

1310012

Birgir Þórarinsson í Minna-Knarrarnesi óskar eftir stöðuleyfi fyrir 40m2 kirkju meðan unnið er að gerð deilsiskipulags.
Lagt fram bréf Birgis Þórarinssonar, Minna Knarrarnesi, dags. 27. janúar 2014. Í bréfinu er óskað eftir heimild til veitingar stöðuleyfis fyrir 40m2 kirkju að Minna-Knarrarnesi, meðan unnið er að gerð deiliskipulags. Bæjarráð vísar til ákvæða í skipulagslögum og byggingareglugerð, og þeirrar staðreyndar að ekki er heimilt að veita byggingaleyfi nema vinna áður deiliskipulag. Bæjarráð getur því ekki orðið við erindinu.

5.Bréf til bæjarráðs vegna kjara.

1401007

Málið var áður á dagskrá 163. fundar bæjarráðs. Minnisblað bæjarstjóra um málið fylgir fundarboðinu.
Málið var áður á dagskrá 163. fundar bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra var falið að taka saman upplýsingar um málið og munu liggja til grundvallar við afgreiðslu þess. Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið dags. 3.2.2014. Í minnisblaðinu færir bæjarstjóri rök fyrir því fyrirkomulagi sem lagt er til að verði viðhaft, þ.e. að greitt verði tvisvar á ári tiltekin fjárhæð í gegnum launakerfi sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og að í gildi verði það fyrirkomulag sem þegar hefur verið lagt til. Samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.

6.Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf Saman-hópsins á árinu 2014

1401041

Lagt fram bréf Saman-hópsins, dags. 24. janúar 2014. Samtökin óska eftir 20.000 króna fjárstuðningi vegna forvarnastarfs hópsins. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Erindi frá Alþýðusambandi íslands um gjaldskrárhækkanir

1401017

Lagt fram bréf forseta ASÍ, dags. 13. janúar 2014. í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að hækka ekki gjaldsrkrár sínar eða endurskoða ákvarðanir um hækkanir eftir því sem við á.

8.Tillögur og ályktanir Félags eldri borgara á Suðurnesjum

1401011

Lagðar fram tillögur og ályktanir stjórnar Félags eldri borgara á Suðurnesjum, sem kynntar voru á samráðfundi með bæjarstjórn miðvikudaginn 29. janúar s.l. Bæjarráð styður hugmyndir Félags eldri borgara á Suðurnesjum um stofnun Öldungaráðs Suðurnesja sem hafi þann tilgang að láta málefni eldri borgara til sín taka og gæta hagsmuna þeirra.

9.Samstarfssamningur við Sjálfstæðisfélag Voga

1402002

Sjálfstæðisfélag Voga (Muninn) óskar eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið. Drög að samstarfssamningnum fylgir fundarboðinu.
Oddur Ragnar Þórðarson f.h. Sjálfstæðisfélags Voga óskar eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið. Drög að samstarfssamningnum fylgir með fundarboði og eru lögð fram á fundinum.

Bergur Brynjar Álfþórsson leggur fram eftirfarandi spurningar:

" 2. grein segir "Með samningi þessum viðurkennir sveitarfélagið vogar þjónustuhlutverk og gildi Munins í samfélaginu". Hvert er þjónustuhlutverk og hver eru þau gildi sem óskað er eftir að sveitafélagið viðurkenni?

Í 4 grein segir " Muninn samþykkir að sinna pólitísku félagsstarfi almennt fyrir íbúa Sveitarfélagsins. Fulltrúi Munins sækir landsfund Sjálfstæðisflokksins á Íslandi sem og kjördæmis og fulltrúaráð flokksins í kjördæminu."
Mun Muninn sinna pólitísku starfi fyrir alla íbúa sveitarfélagsins, þar með talið félögum í VG, Framsóknarflokknum, Bjartri Framtíð, Pírötum, Samfylkingunni sem og óflokksbundnum?

Með hvaða hætti sér Muninn að það þjóni hagsmunum íbúa sveitarfélagsins að fulltrúi félagsins sæki landsfund Sjálfstæðisflokksins á Íslandi og fulltrúaráðsfundi flokksins í kjördæminu?

Telur stjórn Munins sér ófært að standa fyrir pólitísku félagsstarfi án aðkomu og stuðnings sveitarfélagsins?

Að óbreyttu leggst ég gegn afgreiðslu málsins og óska eftir svörum við framangreindum spurningum fyrir næsta fund bæjarráðs."

Kristinn Björgvinsson bókar þá afstöðu sína að hann telji það óviðeigandi að sveitarfélagið geri samstarfssamninga ið stjórnmálasamtök.

Oddur Ragnar Þórðarson vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

10.249. mál til umsagnar frá alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis

1401028

Lagður fram tölvupóstur frá Nefndarsviði Alþingis dags. 17. janúar 2014, þar sem sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um útlendinga, 249. mál.

11.8.fundur stjórnar Reykjanes Jarðvangs ses

1401016

Lögð fram fundargerð 8. fundar stjórnar Reykjanes Jarðvangs, fundurinn var haldinn þann 6. desember 2013.

12.Fundargerðir 2014

1401098

Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs, sem haldinn var 17. janúar 2014.

13.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2014

1401073

Lögð fram fundargerð stjórnar DS sem haldinn var 17. janúar 2014.

14.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2014

1401074

Lögð fram fundargerð 352. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, sem haldinn var 17. janúar 2014.

15.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2014

1401036

240. fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 9. janúar, lögð fram.
Lögð fram fundargerð 240. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, sem haldinn var 9. janúar 2014.

16.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

Lögð er fram 670. fundargerð frá 16. janúar
Lögð fram fundargerð 670. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fundurinn var haldinn 16. janúar 2014.

17.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, 2014

1401072

Lögð fram fundargerð 444. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, fundurinn var haldinn 23. janúar 2014.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?