Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

133. fundur 16. maí 2012 kl. 06:30 - 08:15 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2012

133. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 16. maí, 2012 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Inga Sigrún Atladóttir og Hörður Harðarson auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.

Kristinn Björgvinsson stýrir fundi.

Í upphafi fundar var leitað afbrigða frá dagskrá og gerðar eftirfarandi breytingar:

24. mál: Fundargerð Sorpeyðingarstöð Suðurnesja frá 23. apríl 2012, 423. fundur

25. mál: Fundargerð 35. fundar Frístunda- og menningarnefndar frá 03.05. 2012.

Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerðir Reykjanesfólkvangs frá 20.02.2012, 14.03.2012, 27.03.2012 og 03.04.2012

Fundargerðirnar lagðar fram

 

  1. Fundargerð Skólanefndar FS frá 18.04.2012, 313. fundur

Fundargerðin lögð fram.

 

  1. Fundargerð 35. aðalfundar SSS frá 13.04.2012

Fundargerðin lögð fram

 

  1. Fundargerð 230. fundar stjórnar HES frá 18.04.2012

Fundargerðin lögð fram

 

  1. Fundargerð 641. fundar stórnar SSS frá 26.04.2012

Fundargerðin lögð fram.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga styður að á næstu fjárhagsáætlun Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum verði því fé sem veitt er í sérstök verkefni sveitarfélaganna forgangsraðað þannig að Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum geti boðið upp á fjarnám í hjúkrunarfræði næsta haust. Ef fundur SSS og MS með ríkinu bera árangur og frekari framlög fást í fjarnám á Suðurnesjum á því tímabili sem hjúkrunarfræðinámið stendur yfir mun framlag sveitarfélaganna lækka sem því nemur. Svæðið þarf mjög á hjúkrunarfræðimenntuðu fólki að halda ekki síst í öldrunarþjónustu og er fjarnám í hjúkrunarfræði mikilvægt fyrir þá uppbyggingu í hjúkrunarmálum aldraðra sem nú er að fara af stað.

 

 

 

  1. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.04.2012, 796. fundur

Fundargerðin lögð fram

 

  1. Fundargerðir Hafnarsambandsins frá 16.03.12 og 23.04.12

Fundargerðirnar lagðar fram

 

  1. Fundargerð aðalfundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja frá 27.04.12

Fundargerðin lögð fram

 

  1. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja frá 10.05.12, 424. fundur

Fundargerðin lögð fram

 

  1. Brunavarnir Suðurnesja – staðfesting samstarfssamnings

Lagður fram samstarfssamningur dags. 11. maí 2012. Bæjarráð staðfestir samninginn fyrir sitt leyti.

 

  1. Lionsklúbburinn Keilir: Umsókn um lóðina Iðndalur 4

Lagt fram bréf Lionsklúbbsins Keilis ásamt uppdrætti. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar. Bæjarstjóra falið að útbúa samkomulag við Lionsklúbbinn um úthlutun lóðarinnar.

 

  1. Rekstraryfirlit janúar – mars 2012 ásamt samanburði við áætlun

Lagt fram

 

  1. Skipun starfshóps um menningarmál

Lagt fram minnisblað um skipun starfshópsins. Minnisblaðið áframsent Frístunda- og menningarnefndar til frekari úrvinnslu.

 

  1. Skipun starfshóps um útgáfu fréttabréfs

Lagt fram minnisblað um skipun starfshópsins. Minnisblaðið áframsent Atvinnumálanefndar til frekari úrvinnslu.

 

  1. Skipun starfshóps um öldrunarmál

Lagt fram minniblað um skipun starfshópsins. Bæjarráð samþykkir að setja á stofn starfshópinn sem skili tillögum sínum fyrir 1. september 2012. Bæjarráð tilnefnir Ingu Sigrúnu Atladóttur og Sveindísi Skúladóttur í vinnuhópinn, fulltrúi E-listans verður tilnefndur síðar.

  1. Stofnaðild að Þekkingarsetri Suðurnesja

Lagt fram bréf bæjarstjóra Sandgerðis. Bæjarráð samþykkir erindið.

 

  1. Vinnumálastofnun – afgreiðsla sumarátaks

Lagt fram

 

  1. Umsókn Ísaga um lóð – úthlutunarskilmálar.

Lagt fram minnisblað um uppbygginu á Keilisnesi. Bæjarráð leggur til við starfshóp um skipulag á Keilisnesi að málið verði tekið til umfjöllunar og frekari úrvinnslu.

 

 

  1. Lagning hitaveitu á Vatnsleysuströnd

Lagt fram afrit bréf HS Veitna til íbúa á Vatnsleysuströnd. Bæjarstjóra falið að óska eftir fundi bæjarráðs með HS veitum.

 

  1. Securitas – átaksverkefni v/ farandgæslu

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið til reynslu í eitt ár.

 

  1. EFF – endurskoðun leigusamninga

Lögð fram drög að endurskoðuðum leigusamningum. Einnig lagt fram minnisblað Ívars Pálssonar hrl. vegna viðhaldsmála fasteigna. Bæjarráð felur bæjarstjóra áframhaldandi úrvinnslu málsins. Jafnframt óskar bæjarráð eftir að lögmaður bæjarins mæti á fund bæjarstjórnar þegar málið verður afgreitt.

 

  1. Fyrirspurn til Landbsbankans vegna hraðbanka.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð harmar að ekki sé hraðbanki í Vogum.

 

  1. Eldey – kór eldri borgara, beiðni um styrk.

Lagt fram bréf kórsins. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja frá 23. apríl 2012, 423. fundur

Fundargerðin lögð fram. Fyrir tekið 1. mál, launamál framkvæmdastjóra: Bæjarráð mótmælir hækkun launa framkvæmdastjóra, þar sem hækkunin samræmist ekki almennum launahækkunum hjá sveitarfélögunum. Bæjarráð harmar jafnframt að hvorki aðal- né varafulltrúi sveitarfélagsins í stjórn SS hafi ekki mætt á fund stjórnarinnar.

 

  1. Fundargerð Frístunda- og menningarnefndar frá 03.05.2012, 36. fundur

Fundargerðin lögð fram. Einnig lagt fram minnisblað Frístunda- og menningarfulltrúa um forvarnarmál.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 08:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?