Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

132. fundur 18. apríl 2012 kl. 06:30 - 09:30 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2012

132. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 18. apríl, 2012 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Inga Sigrún Atladóttir og Bergur Álfþórsson auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.

Kristinn Björgvinsson stýrir fundi.

 1. Ársreikningur 2011 – kynning BDO Endurskoðunar

Á fundinn komu Sigrún Guðmundsdóttir og Helga Harðardóttir, löggiltir endurskoðendur frá BDO Endurskoðun, og kynntu drög að ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2011. Farið var yfir reikninginn á fundinum og helstu niðurstöður hans kynntar og ræddar. Fyrri umræða ársreiknings 2011 verður á dagskrá bæjarstjórnarfundar þann 25. apríl n.k. Bæjarráð þakkar endurskoðendum sveitarfélagsins fyrir kynningu á ársreikningnum og komuna á fundinn.

 

 1. Fundargerð BS frá 27.03.2012, 221. fundur

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, Heklunnar, frá 01.04.202

Fundargerðin lögð fram

 

 1. Fundargerð Frístunda- og menningarnefndar frá 12.04.2012, 35. fundur

Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð bókar ánægju með að Tæknismiðjan sé tekin til starfa og hvetur ungt fólk í sveitarfélaginu til að kynna sér og taka þátt í starfsemina.

 

5. Fundargerð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja frá 12.04.212, 422. fundur

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Álit IRR vegna kvörtunar Virgils Schevings um lokun á veg

Álitið lagt fram

 

 1. Ályktun Búnaðarþings um tvöfalda búsetu

Ályktunin lögð fram

 

 1. Ályktun sveitarfélaga á landsbyggðinni vegna frumvarps til laga um stjórn fiskveiða

Ályktunin lögð fram

 

 

 

 

 1. Meindýraeyðing – erindi Daníels Sigurðssonar

Erindið var áður á dagskrá 129. fundar bæjarráðs, þar sem ákveðið var að óska eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar. Umsögn Náttúruverndarstofnunar hefur nú borist er lögð fram. Með vísan til álits Náttúruverndarstofnunar fellst bæjarráð ekki á beiðni bréfritara.

 

 1. Félag skógareigenda – stefna til framtíðar í nytjaskógrækt á Suðurnesjum

Lagt fram bréf Félags skógareigenda á Suðurlandi, þar sem sveitarfélögun á Suðurnesjum eru hvött til að hafist verði handa við að marka stefnu í skógrækt til framtíðar í viðkomandi sveitarfélögum. Vísað til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.

 

 1. Samræmdar reglur sveitarfélaganna Garðs, Sandgerðis og Voga um niðurgreiðslu vegna daggæslu barna í heimahúsum.

Reglurnar ásamt fylgiskjölum lagt fram. Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

 

 1. Deiliskipulag Aragerðis 2 – 4, erindi Lionsklúbbsins Keilis

Bergur Álfþórsson vék af fundi undir þessum lið. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 128. fundi og 130. fundi bæjarráðs, þar sem því var vísað til umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar. Umhverfis- og skipulagsnefnd tók málið fyrir á fundi sínum þann 20. mars 2012 og bókaði eftirfarandi: „Umrætt hús fellur ekki undir ákvæði gr. 2.6.1 um stöðuleyfi, byggingarreglugerðar nr. 112/2012, og því samræmist það ekki reglugerðinni að veita því stöðuleyfi. Sækja ber um byggingarleyfi fyrir því í samræmi við kafla 2.4 reglugerðarinnar.“

Bæjarráð fellst ekki á þríhliða samkomulag sem lagt er fram með umsókninni, þar sem það felur í sér afsal á afnotarétti sveitarfélagsins á umræddri lóð. Að öðru leyti vísast til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsnefndar um málið.

 

 1. Lionsklúbburinn Keilir, beiðni um afnot af skólabifreið og beiðni um styrk

Bergur Álfþórsson vék af fundi undir þessum lið. Bæjarráð samþykkir beiðnina um afnot af skólabíl fyrir sitt leyti, að höfðu samráði við skólastjóra. Bæjarráð óskar eftir að beiðni um fjárstyrk vegna verkefnisins verði sett fram í samræmi við ákvæði samstarfssamnings aðila.

 1. Ísaga ehf. – umsókn um lóð

Umsóknin lögð fram. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins.

 1. Midgard ehf. – lóðaúthlutun

Lagt fram erindi Midgards ehf. dagsett 23. mars 2012 ásamt fylgiskjölum. Einnig lagt fram minnisblað Ívars Pálssonar hrl. um málið, sem tekið var saman að ósk bæjarstjóra. Bæjarráð fellst á að endurgreiða gatnagerðagjöldin í samræmi við ákvæði gjaldskrár sveitarfélagsins, jafnhliða því sem lóðinni er skilað.

 1. Starfsemi vinnuskólans 2012

Með útsendum gögnum fylgdi útreikningur á starfsemi Vinnuskólans þar sem settir eru fram tveir valkostir um starfsemina, þ.e. með og án þátttöku nemenda 7. bekkjar grunnskólans. Einnig er lagt fram skjal með vinnutímatillögum í Vinnuskólanum 2012.

Bæjarráð samþykkir að sama fyrirkomulag gildi og fyrra ár, þ.e. að starfsemi Vinnuskólans verði fyrir nemendur frá og með árgangi 7. bekkjar. Bæjarráð samþykkir jafnframt lagt tillögu að vinnutímafyrirkomulagi Vinnuskólans.

 

 

 

 1. Endurskipulagning umhverfisdeildar

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 16.04.2012. Samþykkt að sótt verði um framlag úr verkefninu „Vinnandi vegur“ í tengslum við endurskipulagningu umhverfisdeildar. Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

 

 1. Endurnýjun skólabíls

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 16.04.2012. Afgreiðslu málsins frestað og bæjar-stjóra falið að vinna áfram að skoðun málsins.

 

 1. Vogajarðir – heimild til bæjarstjóra að afgreiða kaup á eignarhlutum

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 16.04.2012. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra opna kaupheimild á eignarhlutum í Vogajörðum, bjóðist þeir til kaups. Á sama verði og sveitarfélagið keypti hlut í Vogajörðum sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarstjórnar.

 

 1. Innheimta sveitarfélagsins – tillaga til breytinga

Lögð fram tillaga fulltrúa H-listans um breytingu á fyrirkomulagi innheimtu hjá sveitarfélaginu. Einnig lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 16.04.2012 ásamt yfirliti frá Motus um þróun innheimtu og innheimtuárangur árin 2009, 2010 og 2011.

 

Fulltrúi H-listans leggur fram eftirfarandi bókun: Fyrir fundinum liggur minnisblað sem fyrst var lagt var fyrir bæjarráð 19. febrúar 2009 þegar endurskoðun á innheimtuferlum sveitarfélagsins var í gangi. Í minnisblaðinu er lagt til að milliinnheimta á gjöldum sem sveitarfélagið leggur á íbúana verði á gerð af sveitarfélaginu sjálfu en ekki af Mótus eins og gert er í dag. Breytingin er gerð til að auka sveigjanleika í innheimtuaðgerðum og auka getu sveitarfélagsins til að koma til móts við fólk í tímabundnum greiðsluvanda og minnka kostnað íbúa við lögfræðiinnheimtu.

 

Lagt er til að innheimtuferlar sveitarfélagsins verði aðgengilegir á skýran hátt á heimasíðu sveitarfélagsins þannig að skuldarar geti gert sér grein fyrir vaxta og lögfræðikostnaði við skuldir sínar og því svigrúmi sem sveitarfélagið gefur í greiðslu skulda.

 

Meirihluti bæjarráðs samþykkir að núverandi fyrirkomulag innheimtu standi óbreytt.

 

 1. Gísli Magnús Torfason – beiðni um styrk

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Þjóðskrá vegna forsetakosninga

Lagt fram

 

 1. Fasteignaskattur á hesthús: Formaður Vogahesta kemur á fundinn

Málið var áður á dagskrá 129. fundar bæjarráðs þar sem tekið var fyrir erindi Róberts Andersens. Þorbjörn Guðmundsson formaður Vogahesta mætti á fundinn og tilgreindi sjónarmið félagsins varðandi álagningu fasteignaskatta á hesthús í sveitarfélaginu. Félagið vísar til þess að í flestum sveitarfélögum hafi álagningu fasteignaskattsins verið frestað þar til fyrir liggur niðurstaða í meðferð Alþingis á frumvarpi til breytingu á laga er varða álagningu fasteignaskatts í hesthúsum. Bæjarráð samþykkir að veita hesthúsaeigendum afslátt á álagningu yfirstandandi árs, þannig að einungis verði innheimt samkvæmt álagningarreglu fyrra árs. Bæjarráð þakkar formanni Vogahesta komuna á fundinn.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 09:30

 

Getum við bætt efni síðunnar?