Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

128. fundur 15. febrúar 2012 kl. 06:30 - 08:15 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2012

128. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 15. febrúar, 2012 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.

Kristinn Björgvinsson stýrir fundi.

 1. Fundargerð 33.fundar Frístunda- og menningarnefndar frá 2.febrúar 2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð 34. aðalfundar SSS frá 7. og 8.október 2011

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð SAMFLOT frá 30. nóvember 2011

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð SAMFLOT frá 7. febrúar 2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð 228. fundar HES frá 30.janúar 2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð 79. fundar Þjónustuhóps aldraðra frá 27.janúar 2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum frá 2. febrúar 2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð 312.fundar skólanefndar FS frá 8. febrúar 2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Verðtilboð í dráttarvél fyrir sveitarfélagið

Lagt fram yfirlit tilboða í dráttarvélar ásamt fylgibúnaði. Hörður Harðarson leggur til að gerð verði greining á þörf á dráttarvél og þeirri vinnu vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2013 ef þörf krefur. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.

 

 

 

 

 

 1. Málefni leikskóla

Málið var áður á dagskrá 127. fundi bæjarráðs þann 1.febrúar 2012.

 

Á 127.fundi bæjarráðs voru eftirfarandi tillögur lagðar fram:

 

Hörður Harðarson fyrir hönd E – listans leggur fram eftirfarandi tillögu:

 1. Fallið verði frá ákvörðun um að leikskólinn Suðurvellir verði þriggja deilda leikskóli þannig að ákvörðun um lokun Staðarborgar verði afturkölluð þar til viðunandi þjónustu dagforeldra er að fá í sveitarfélaginu.

 2. Aldursviðmið verði „fljótandi“ þ.e. þrátt fyrir að viðmiðunaraldur sér 2 ár þá verði tekin inn börn sem ekki hafa náð tveggja ára aldri (fyrst 23 mánaða síðan 22 mánaða o.s.frv.) þegar pláss er til staðar til að fullnýta leikskólann.

 3. Hækkuð verði niðurgreiðsla til dagforeldra í 40.000 á mánuði í viðleitni til að gera starfsgrundvöll þeirra styrkari í Vogunum.

Fjármagna má þessa tillögu með því að draga til baka launahækkun bæjarfulltrúa og varabæjarfulltrúa eða með framlagi úr framfarasjóði sveitarfélagsins, þar til jafnvægi hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins ellegar með hækkun leikskólagjalda um 12%, og einnig má skoða blöndu af þessu þrennu.

 

Inga Sigrún Atladóttir bókar eftirfarandi: Um áramót var aldursviðmið í leikskóla hækkað í 2 ár en jafnframt var gefin heimild til að taka börn inn allt að 18 mánaða ef pláss eru laus á leikskólanum eða ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Ef ekki fást dagforeldrar í sveitarfélagið fyrir sumarið 2013 þegar lokunin er ákveðin legg ég til að ákvörðunin verði endurskoðuð.

 

Afgreiðslu beggja tillagnanna var frestað til næsta fundar.

 

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 14.2.2012.

 

Hörður Harðarson leggur fram eftirfarandi bókun: Þar sem minnisblaðið sem lagt er fyrir hér er að sýna svipaðar tölur ég lagði fyrir síðasta fund ítreka ég fyrri tillögu fyrir hönd E listans.

 

Oddviti L-lista Kristinn Björgvinsson leggur fram eftirfarandi bókun:

Að vel ígrunduðu máli og samkvæmt upplýsingum frá þeim fagaðilum sem málið varðar er ljóst að sú rekstrarniðurstaða sem fá átti með lokun einnar deildar og breyttum aldursviðmiðunum á leikskólanum Suðurvöllum skilar ekki þeirri hagræðingu sem reiknað var með fyrr en í fyrsta lagi árið 2014 og þá ekki nema einum þriðja af upprunalegri hagræðingu.

Er það nú ljóst að hálfu L-listans að þessi ákvörðun um lokun deildarinnar og breytingu á aldursviðmiði er ekki réttlætanleg og leggur hann til að bæjarstjórn dragi ákvörðun sína til baka og leikskólinn starfi óbreyttur þar til aðrar forsendur koma fram.

Það skal jafnframt tekið fram að þó leiðir L og H lista sem mynda núverandi meirihluta liggi ekki saman í þessu máli er það vilji L-listans að halda áfram góðu samstarfi við H-lista í meirihluta og vinna að heilindum fyrir bæjarbúa sveitarfélagsins Voga.

Afgreiðslu málsins er vísað til umfjöllunar bæjarstjórnar.

 

 

 

 1. Fastráðning Frístunda- og menningarfulltrúa

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, sem leggur til að Stefán Arinbjarnarson verði fastráðinn sem frístunda- og menningarfulltrúi Sveitarfélagsins Voga. Samþykkt samhljóða.

 1. Samkomulag vegna ljósmynda

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra vegna málsins, dagsett 12.2.2012. Bæjarráð samþykkir að ljúka málinu í samræmi við tillögu bæjarstjóra sem fram kemur í minnisblaðinu.

 

 1. Leiðrétting gjaldskrár sveitarfélagsins v/ sorphirðugjalds

Bæjarráð samþykkir svohljóðandi breytingu á gjaldskrá sveitarfélagsins: Sorphirðugjald, kr. 9.770.- á sorptunnu (í stað kr. 9.770 pr. fasteignanúmer).

 

 1. Snjómokstur: Vinnu- og verklagsreglur

Málið var á dagskrá 127. fundar bæjarráðs þann 1.2.2012, þar sem lögð voru fram drög að reglum um snjómokstur á vegum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir vinnureglurnar.

 1. Verkferlar innheimtu – frestun frá síðasta fundi

Lögð fram samstarfsyfirlýsing Sveitarfélagsins Voga og Motus hf., með yfirliti um verkferla innheimtu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna samantekt um innheimtuferla og kostnað sveitarfélagsins við innheimtu.

 

 1. Umsögn um kvótafrumvarp

Lagður fram tölvupóstur nefndarsviðs Alþingis ásamt frumvarpi til kvótalaga. Jafnframt lagt fram bréf Hreyfingarinnar um sama efni.

 1. Erindi Lionsklúbbsins Keilis v/ fasteigna- og lóðamála

Lagt fram erindi Lionsklúbbsins Keilis ásamt drögum að þríhliða samkomulagi vegna stöðuleyfis og lóðamála húsnæðis klúbbsins. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar bæjarráðs.

 

 1. Vegagerðin – tilkynning um niðurfellingu Auðnavegar af vegaskrá

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 23.janúar 2012.

 1. Skátastarf 100 ára – beiðni um styrk

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Samhjálp – beiðni um styrk

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 1. Glæður – auglýsingatilboð

Lagt fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 08:15

 

Getum við bætt efni síðunnar?