Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

127. fundur 01. febrúar 2012 kl. 06:30 - 08:45

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2012

127. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 1. febrúar, 2012 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, auk Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra sem ritar fundargerð í tölvu.

Kristinn Björgvinsson stýrir fundi.

 1. Fundargerð fræðslunefndar frá 16.1.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð Þjónustuhóps aldraðra frá 17.1.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð félagsfundar Kölku frá 12.1.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð stjórnar Kölku frá 12.1.2012

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Fundargerð stjórnar SSS frá 19.1.2012

Tekið fyrir 1. mál, Almenningssamgöngur á Suðurnesjum: Bæjarráð lýsir furðu sinni á að ekki skuli tilgreindur valkostur um samstarf við Strætó bs um almenningssamgöngur. Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að almenningssamgöngur á Suðurnesjum verði samþættar við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og hvetur eindregið til að skoðað verði samstarf við Strætó bs þar að lútandi.

Fundargerðin lögð fram.

 

 1. Sala á hlut sveitarfélagsins í HS Veitum – samningur við fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

 

 1. Endurnýjun snjóruðningstækja

Kynnt tilboð VB landbúnaðar. Samþykkt að leita eftir tilboðum frá fleiri aðilum.

 

 1. Verkferlar og verklag innheimtu sveitarfélagsins

Frestað.

 

 1. Snjómokstur – vinnu-og verklagsreglur

Lagt fram minnisblað með verklagsreglum um snjómokstur. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

 1. Svæðisskipulag í Flekkuvík

Almenn umræða um málið.

 

 1. Málefni leikskóla

Hörður Harðarson fyrir hönd E – listans leggur fram eftirfarandi tillögu:

 1. Fallið verði frá ákvörðun um að leikskólinn Suðurvellir verði þriggja deilda leikskóli þannig að ákvörðun um lokun Staðarborgar verði afturkölluð þar til viðunandi þjónustu dagforeldra er að fá í sveitarfélaginu.

 2. Aldursviðmið verði „fljótandi“ þ.e. þrátt fyrir að viðmiðunaraldur sér 2 ár þá verði tekin inn börn sem ekki hafa náð tveggja ára aldri (fyrst 23 mánaða síðan 22 mánaða o.s.frv.) þegar pláss er til staðar til að fullnýta leikskólann.

 3. Hækkuð verði niðurgreiðsla til dagforeldra í 40.000 á mánuði í viðleitni til að gera starfsgrundvöll þeirra styrkari í Vogunum.

Fjármagna má þessa tillögu með því að draga til baka launahækkun bæjarfulltrúa og varabæjarfulltrúa eða með framlagi úr framfarasjóði sveitarfélagsins, þar til jafnvægi hefur náðst í rekstri sveitarfélagsins ellegar með hækkun leikskólagjalda um 12%, og einnig má skoða blöndu af þessu þrennu.

 

Inga Sigrún Atladóttir bókar eftirfarandi: Um áramót var aldursviðmið í leikskóla hækkað í 2 ár en jafnframt var gefin heimild til að taka börn inn allt að 18 mánaða ef pláss eru laus á leikskólanum eða ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Ef ekki fást dagforeldrar í sveitarfélagið fyrir sumarið 2013 þegar lokunin er ákveðin legg ég til að ákvörðunin verði endurskoðuð.

 

Formaður bæjarráðs leggur til að afgreiðslu beggja tillagnanna verði frestað til næsta fundar.

 

 1. Málefni aldraðra – almenn umræða

Almenn umræða um málið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita leiða til að eldri borgurum sveitarfélagsins verði ekið í matvöruverslun þar til skýrist með opnun matvöruverslunar í bænum að nýju. Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að undirbúa og hefja úttekt á viðhorfum og aðstæðum eldri borgara í Sveitarfélaginu Vogum.

 

 1. Starfslýsingar bæjarfulltrúa – vísun frá 69. fundi bæjarstjórnar

Vísað til umfjöllunar um 14.lið.

 

 1. Gerð siða- og samskiptareglna kjörinna fulltrúa

Bæjarstjóra er falið að vinna að gerð siða- og samskiptareglna sem jafnframt innifeli starfslýsingu bæjarfulltrúa.

 

 1. Rekstur íþróttavalla – tilboð Golfklúbbs Vatnsleysustrandar

Lagt fram tilboð Golfklúbbs Vatnsleysustrandar um umhirðu íþróttavalla, samtals að fjárhæð kr. 3 m.kr. Samþykkt.

 

 1. Vogajarðir – söluyfirlit

Lagt fram söluyfirlit frá Fasteignamiðstöðinni vegna hluta Vogajarða (24,85%). Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

 

 1. Bláfáninn – erindi frá Landvernd

Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.

 

 1. Gréta Magnúsdóttir – umsókn um ferðastyrk

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða málið í samræmi við samþykkt fyrirkomulag ferðastyrkja námsmanna.

 

 1. Skátahreyfingin – beiðni um styrk

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Saman hópurinn – beiðni um styrk

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Skólahreysti – beiðni um styrk

Samþykktur styrkur að fjárhæð kr.50.000

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 08:45

Getum við bætt efni síðunnar?