Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

123. fundur 07. desember 2011 kl. 06:30 - 08:15 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2011

123. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 7. deseber, 2011 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir.

Kristinn Björgvinsson strýrir fundi, Inga Sigrún Atladóttir ritar fundargerð í tölvu.

 1. Fundagerðir 9. -12. fundar Heklunnar

Fundagerðirnar lagðar fram.

 1. 417. Fundur stjórnar S.S

Fundargerðin lögð fram.

Bæjarráð Sveitafélagsins Voga ítrekar bókun frá 121. fundi bæjarráðs þar sem hafnað var tillögu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um gjaldtöku á gámaplönum fyrir eðlilegt magn af sorpi frá almennum heimilum. Bæjarráð styður gjaldtöku af fyrirtækjum sem samkvæmt reglum eiga ekki að henda rusli á gámaplaninu í Sveitarfélaginu Vogum.

 1. Bréf frá Sturlu Böðvarssyni og kynningar efni

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 1. Félagsþjónusta Sandgerðis,Garðs og Voga

Lagt fram

Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2012 og sendir til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.

 1. Geopark

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir vilja sínum til að taka þátt í stofnun jarðvangs á Reykjanesi og að setja af stað umsóknarferli til European Geoparks Network í samstarfi við önnur sveitarfélög á Reykjanesi.

 

Bæjarráð samþykkir að leggja 381.100 kr til verkefnisins á ári næstu tvö ár til að ráða verkefnisstjóra sem leiði verkefnið áfram í samstarfi við verkefnisstjórn sem skipuð verður af sveitarfélögunum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu.

 1. 12. Fundur samstarfsnefndar sambands íslenskra sveitarfélaga og Vm

Fundagerðin lögð fram.

 1. 51. fundur fjölskyldu og velferðarnefnd Sangerðis Garðs og Voga

Fundargerðin lögð fram.

 1. 218. fundur stjórnar BS

Fundargerðin lögð fram.

 1. 227. fundur heilbrigðisnefndar Suðurnesja

Fundargerðin lögð fram.

 1. 311. fundur FS

Fundargerðin lögð fram.

 1. 340. fundur stjórnar Hafnarsambands Íslands

Fundargerðin lögð fram.

 1. 633. fundur SSS

Fundargerðin lögð fram.

 1. 634. fundur SSS

Fundargerðin lögð fram

 1. Bréf frá stígamótum

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 1. Bréf frá Fornleifanefnd ríkisins vegna Flekkuvíkur

Sent í umhverfis- og skipulagsnefnd til kynningar.

 1. Bréf frá Hafnarsambandi Íslands

Bréfið lagt fram.

 1. Bréf frá Krabbameinsfélaginu

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 1. Bréf frá KSGK

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Kristinn Björgvinsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

 1. Bréf frá LSS

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 1. Bréf frá UMFÍ

Bréfið lagt fram.

 1. Erindi frá Midgard

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga þakkar Midgard fyrir samstarfið og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 1. Félagsfundur SS

Fundargerðin lögð fram.

 1. 790. fundur stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga

Fundargerðin lögð fram.

 1. Fundagerð samráðsfundar stjórnar sambandsins og formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga.

Fundargerðin lögð fram.

 1. Úrskurður yfirfasteignarmatsnefndar
  Lagt fram til kynningar.

 2. Fjárhagsáætlun

Bæjarráð samþykkir að frestað lokun á Staðarborg þar til 2013 en viðmiðum leikskólans verði breytt þannig að börn verði tekinn inn 2 ára að jafnaði.

 

Bæjarráð óskar eftir tilboði hjá KPMG til að gæta hagsmuna sveitarfélagsins gagnvart EFF.

Forseta bæjarstjórnar falið að leita eftir tilboði og leggja fyrir bæjarráð.

 

Bæjarráð samþykkir að gera ráð fyrir fjármagni til vinnu sem fyrirhuguð er í sambandi við Keilisnes og breytingu á Aðalskipulagi sem ekki er í fyrstu drögum af fjárhagsáætlun.

Hörður Harðarson leggur fram eftirfarandi bókun.

Ég legg til að fyrri framkvæmdaáætlun verði framfylgt.

Ég legg til að atvinnumálanefnd verði lögð niður og bæjarráði verði aftur falin verkefni hennar.

 

Í ljósi rekstrarvanda sveitarfélagsins tel ég að fyrirhugaðar hækkanir á þóknunum bæjarfulltrúa séu ekki tímabærar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 8:15.

Getum við bætt efni síðunnar?