Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

121. fundur 02. nóvember 2011 kl. 06:30 - 08:20 bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

FUNDARGERÐ

Árið 2011

121. fundur

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 2. nóvember, 2011 kl. 6.30 á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga.

Mættir eru: Kristinn Björgvinsson, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir.

Kristinn Björgvinsson formaður bæjarráðs stýrir fundi, Inga Sigrún Atladóttir ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Bréf frá samtökunum landsbyggðin lifi.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 1. 23. Fundur menningarráðs Suðurnesja.

Fundagerðin lögð fram.

 1. Bréf frá Pétri Hlöðverssyni breyting á deiliskipulagi.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og það er sent til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.

 1. Fundur BS 217.

Fundagerðin lögð fram.

 1. Bréf frá Brunabótafélagi Íslands.

Bréfið er lagt fram til upplýsingar.

 1. Bréf frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga.

Bæjarráð felur skrifstofustjóra að senda eftirlitsnefnd sveitarfélaga umbeðin gögn.

 1. Samstarf um skólaskrifstofu.

Frestað til næsta fundar þar sem gögn hafa ekki borist.

 1. Bréf frá umhverfisráðuneytin: ósk um umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Bréfið er lagt fram.

Sent til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.

 1. Bréf frá Ingibjörgu Ágústsdóttir vegna SBK áætlanaferða og Vogastrætó.

Bæjarráð þakkar bréfritara gagnrýnina.
Nú þegar hefur verið rætt við bílstjóra Vogastrætó og forsvarsmenn SBK um lausn á þeim vanda sem bréfritari lýsir. Bæjarráð hvetur bæjarbúa til að hafa samband ef áætlunarferðir til og frá sveitarfélaginu eru ekki fram samkvæmt áætlun.

 1. Bréf frá Stóll ehf: fyrirlestur um orkunotkun og orkukaup.

Bréfið er lagt fram.

Sveindísi Skúladóttir falið að kanna verð á fyrirlestrinum og hvort fræðslan nái einnig til stofnanna.

 1. Bréf frá Kölku gjaldtaka á gámaplönum.

Bæjaráð hafnar tillögu Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um gjaldtöku á gámaplönum fyrir eðlilegt magn af sorpi frá almennum heimilum. Bæjarráð styður gjaldtöku af fyrirtækjum sem samkvæmt reglum eiga ekki að henda rusli á gámaplaninu í Sveitarfélaginu Vogum.

 1. Bréf frá Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.

Bréfið er lagt fram.

Bréfið sent umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 1. Fundur Kölku 416.

Fundagerðin lögð fram.

 1. Málþing um aðalnámskrá leikskóla.

Formanni fræðslunefndar falið að ræða málþingið við leikskólastjóra.

 1. Norðurál beiðni um afhendingu gagna.

Forseta bæjarstjórnar falið að senda Norðuráli umbeðin gögn.

 1. Fyrirspurn frá Ara Trausta Guðmundssyni vegna efnis í sjónvarp.

Bæjarráð óskar eftir fundi með Ara Trausta Guðmundsson um verkefnið.

 1. Bréf frá Smábátafélaginu.

Magma óskaði á sínum tíma eftir uppástungum frá sveitarfélaginu um félög í sveitarfélaginu sem Magma gæti veitt styrki. Nefnd sem var að störfum við væntanlegan mennta- og menningasjóð sveitarfélagsins tók verkefnið að sér og lagði fram tillögur. Nefndin hafði til hliðsjónar að styrkja þau félög sem standa að íþrótta- og líknarmálum. Nefndin bætti svo við þeim félögum sem höfðu óskað eftir styrkjum í sérstök verkefni. Smábátafélagið í Vogum féll ekki að þessari skilgreiningu nefndarinnar og því stakk nefndin ekki upp á því.

Í nefndinni sátu: Inga Sigrún Atladóttir, Bergur Álfþórsson og Jóngeir Hlinason.

Bæjarráð hafnar því að persónuleg óvild í garð Smábátafélagsins í Vogum hafi ráðið ákvörðun nefndarinnar.

 1. Ósk um tilnefningu fulltrúa í vatnasvæðis nefnd.

Bréfið sent til umhverfis- og skipulagsnefndar til umfjöllunar.

 1. Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Auðnavegar 4328-01 og Stóra-Knarranesvegar 4334-01 af vegaskrá.

Bréfið lagt fram.
Sent til Umhverfis- og skipulagsnefndar til umsagnar.

 1. Bréf frá Sjávarútvegsráðuneytinu umsókn um Byggðarkvóta.

Oddi Ragnari Þórðarsyni falið að ræða við sjávarútvegsráðuneytið og sækja um byggðarkvóta fyrir sveitarfélagið.

 1. Minnisblað verk og tíma áætlun fyrir íþróttasvæði.

Minnisblaðið lagt fram.

Sent til menningar- og tómstundanefndar og umhverfis- og skipulagsnefndar til upplýsingar.

 1. Tilboð í endurskoðun hjá Sveitarfélaginu Vogum, trúnaðarmál.

Fyrir fundinum liggja tilboð í endurskoðun sveitarfélagsins.

Forseti bæjarstjórnar fundar með ríkiskaup um málið til að fá frekari upplýsingar um málið.

Bæjaráð frestar ákvörðun um málið.

 1. Umræður um skýrslu Almenn verkfræðistofunar.

Fulltrúi Almennu verkfræðistofunnar koma á fundinn kl 7:30

 1. Fjárhagsáætlun.

Umræður um fjárhagsáætlun.

Bæjarráð felur skrifstofustjóra að ganga frá samningi við endurskoðanda sveitarfélagsins um aðstoð við gerð fjárhagsáætlunar.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 8:20.

Getum við bætt efni síðunnar?