Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

119. fundur 05. október 2011 kl. 06:30 - 07:00 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

119. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, miðvikudaginn 5. október, 2011 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mætt eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson og Kristinn Björgvinsson, auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Bréf frá Stóru-Vogaskóla, dags. 29. september, 2011. Sérkennslumál í Stóru-Vogaskóla.

Greinargerð varðandi sérkennslu mál í Stóru-Vogaskóla lögð fram og vísað til fræðslunefndar.

 

 1. Endurgerð gatna 2011. Fundargerð 4. verkfundar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 49. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv. Garða og Sv. Voga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 630. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 7. fundar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð DS frá 15. september, 2011.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð vekur athygli á að á fundi DS var fjallað um lífeyrismál framkvæmdastjóra. Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við að framkvæmdastjóri hafi setið fundinn á meðan umfjöllun um málið fór fram. Samkvæmt fundargerð sat fundarritari ekki fundinn en tók þó þátt í umræðum um eigin mál.

 

 1. Fundargerð 23. fundar Menningarráðs Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 789. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð stýrihóps og verkefnahóps frá 14. september um eflingu menntunar á Suðurnesjum.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð gerir athugasemd við ritun fundargerðar. Ekki er með skýrum hætti tilgreint hverjir sátu fundinn.

 

 1. Bréf frá HES, dags. 23. september, 2011. Tilkynning um breytingu á kostnaði vegna eftirlits með neysluvatni á Suðurnesjum.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð óskar eftir að fá yfirlit um hvað breyting á gjaldskrá HES kostar Sveitarfélagið Voga. Óeðlilegt er að breyting gjaldskrár ársins sé kynnt í lok september og ekki annað gefið til kynna en að breytingin sé afturvirk allt árið.

 

 1. Haustpistill forstjóra HSS.

Pistillinn er lagður fram.

Bæjarráð þakkar forstjóra HSS fyrir góða greinargerð og harmar síendurtekinn niðurskurð er veikir stofnunina til framtíðar.

 

 1. Auglýsing innanríkisráðuneytisins um umhverfismat tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022.

Auglýsingin er lögð fram.

 

 1. Bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 26. september, 2011. Undirbúningur útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 21. september, 2011. Varðar umsókn um undanþágu frá ákvæðum í reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Rétti, dags. 22. september, 2011. Ógildur lóðarleigusamningur.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélags, dags. 21. september, 2011. Fjármál sveitarfélaga.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Ný sveitarstjórnarlög.

Bæjarstjórnarmenn eru hvattir til að kynna sér ný lög um sveitarstjórnir.

 

 1. Bréf Landsnets, dags. 20. september, 2011. Samningur um suðvesturlínur.

Bréfið er lagt fram.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.00

Getum við bætt efni síðunnar?