Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

116. fundur 10. ágúst 2011 kl. 06:30 - 07:30 Iðndal 2

6. fundur bæjarráðsBæjarráð Sveitarfélagsins Voga

116. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, miðvikudaginn 10. ágúst, 2011 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mætt eru: Bergur Brynjar Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir og Oddur Ragnar Þórðarson, auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Almenningssamgöngur.

Drög að áætlun lögð fram.

Bergur Brynjar og Inga Sigrún funda með SSS og SBK um almenningssamgöngur við sveitarfélagið.

 

  1. Fundargerð 411. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Vegslóði í Brunnastaðahverfi.

Bréf til innanríkisráðuneytisins vegna kvörtunar landeiganda í Brunnastaðahverfi lagt fram.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun, dags. 12. júlí, 2011. Sjóvarnaskýrsla.

Bréfið er lagt fram.

Yfirlitsskýrsla Siglingastofnunar um sjóvarnir 2011 þar sem farið er sérstaklega yfir sjóvarnir í Sveitarfélaginu Vogum og þeim forgangsraðað.

 

  1. Bréf frá Landvernd, dags. 11. júlí, 2011. Vistvernd í verki.

Bréfið er lagt fram.

Beiðni Landverndar um að sveitarfélagið greiði götu íbúa sem hafa áhuga á að sækja leiðbeinendanámskeið Vistverndar í verki.

Ekki er hægt að verða við erindinu.

 

  1. Eignarhaldsfélagið Fasteign. Frásögn frá aðalfundi.

Inga Sigrún og Eirný sögðu frá aðalfundi EFF er haldinn var 9. ágúst.

Bréf varðandi viðhald á fasteignum EFF lagt fram.

Ársreikningur ársins 2010 lagður fram.

 

  1. Suðurnesjalína 2 – fundargerð frá fundi með landeigendum Brunnastaðahverfis.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá EBÍ, dags. 4. júlí, 2011. Styrktarsjóður EBÍ og fulltrúaráðsfundur EBÍ.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 4. júlí, 2011. Óskað eftir umsögn um drög að skipulagsreglugerð.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Fundargerð 3. fundar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram

 

  1. Fundargerð 5. fundar atvinnumálanefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá Þjóðskrá Íslands, dags. júní, 2011. Upplýsingar um fasteignamat 2012.

Bréfið er lagt fram.

Fasteignamat 2012 verður 1,1% hærra en árið 2011.

 

  1. Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 3. júní, 2011. Óskað eftir umsögn um drög að reglugerð um framkvæmdaleyfi.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Tilnefning í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, aðalmaður og einn til vara.

Sveitarfélagið tilnefnir Berg Brynjar Álfþórsson sem aðalmann í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og Odd Ragnar Þórðarson til vara.

 

  1. Undirbúningur fjárhagsáætlunar.

Drög að tíma- og verkáætlun lögð fram.

 

  1. Fundargerð 33. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Sent til staðfestingar í bæjarstjórn 24. ágúst, 2011.

 

  1. Fundargerð 29. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Málefni HSS.

Gögn frá fundum forstjóra HSS með bæjarstjórum á Suðurnesjum í sumar lögð fram.

 

  1. Bréf frá Ungmennafélagi Íslands, dags. 27. júlí, 2011. Landsmót UMFÍ 50+.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Ársfundur Samvinnu.

Eirnýju Vals falið að sækja fundinn.

 

  1. Jónsvör 1.

Hjalti Guðjónsson óskar eftir leyfi til að hefja framkvæmdir á lóðinni Jónsvör 1.

 

Bæjarráð ítrekar bókun frá 97. fundi þann 19. ágúst, 2010.

Með ákvörðun þann 27. júlí 2009, sem staðfest var með úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þann 18. maí 2010., var úthlutun lóðarinnar afturkölluð. Lóðarhafi er því sveitarfélagið sjálft en ekki umsækjandi. Ekki er því hægt að taka til afgreiðslu fyrirliggjandi umsókn um byggingarleyfi. Umsækjandi hefur áður hafnað aflýsingu lóðarleigusamningsins. Fáist lóðarleigusamningnum ekki aflýst er lögmanni sveitarfélagsins falið að höfða mál til viðurkenningar á rétti sveitarfélagsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.30

Getum við bætt efni síðunnar?