Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

114. fundur 19. maí 2011 kl. 06:55 - 09:20 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

114. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 19. maí, 2011 kl. 06.55 að Iðndal 2.

 

Mætt eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson og Jóngeir Hjörvar Hlinason, auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Rekstur deilda og fjármál bæjarins.

Yfirlit yfir greidda staðgreiðslu ársins lagt fram. Fyrstu fjóra mánuði ársins er staðgreiðsla 8 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir.

Yfirlit yfir stöðu deilda í lok apríl lagt fram.

 

Bæjarráð samþykkir að taka fjárhagsáætlun til endurskoðunar á fundi bæjarstjórnar í ágúst. Bæjarstjóra falið að leita eftir hugmyndum deildarstjóra um breytingar á rekstri.

 

Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingafulltrúa að útbúa verklýsingu og útboðsgögn fyrir göturnar Vogagerði suður, Suðurgötu, Kirkjugerði suður og Kirkjugerði norður ásamt auglýsingu.

 

  1. Fundartímar og skipulag starfs bæjarráðs sumarið 2011.

Bæjaráð leggur til að fundir bæjarráðs og bæjarstjórnar verði á miðvikudögum í stað fimmtudaga.

Næstu fundir bæjarráðs verða 23. júní, 7. júlí og 11. ágúst.

Forseti bæjarstjórnar verður í fríi 30. maí til og með 8. júní.

Bæjarstjóri verður í fríi 30. maí til og með 16. júní.

Anna Hulda Friðriksdóttir skrifstofustjóri er staðgengill bæjarstjóra í forföllum hans.

 

  1. Mannlíf og menning í Sveitarfélaginu Vogum.

Bæjarráð samþykkir að andvirði hlutar sveitarfélagsins í HS-Orku er innleystur verður í sumar verði sett í sjóð til eflingar mannlífs í Vogum og á Vatnsleysuströnd.

Ingu Sigrúnu, Bergi Brynjari og Jóngeir falið að gera drög að skipulagsskrá fyrir sjóðinn.

 

  1. Fundargerð 22. verkfundar endurbóta fráveitu.

Fundargerðin er lögð fram.

Verkinu er að ljúka. Ákveðið hefur verið að sveitarfélagið sjái sjálft um tyrfingu þeirra svæða sem ekki verður sáð í.

 

  1. Fundargerð 14. verkfundar uppbyggingar knattspyrnuvalla.

Fundargerðin er lögð fram.

Þökulögn er langt komin.

Áætlað er að fullnaðarfrágangi ljúki í 1.-2. viku í júní.

 

  1. Fundargerð 27. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að mótorsmiðja fái aðstöðu í gamla Skyggnishúsinu frá og með 1. september í því ástandi sem húsið er nú í.

 

  1. Fundargerð 31. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 786. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð samþykkir að falast eftir aðild að samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum til að eiga aðkomu að viðræðum um lækkun húshitunar á Vatnsleysuströnd og Hvassahrauni.

 

  1. Fundargerðir 73. og 74. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Bæjarráð ítrekar boð sitt frá 17. febrúar og býður þjónustuhópi aldraðra í heimsókn í Álfagerði.

 

  1. Aðalfundarboð Suðurlinda ohf.

Aðalfundur Suðurlinda ohf verður haldinn föstudaginn 20. maí í Hafnarfirði.

Bæjarráð tilnefnir Ingu Sigrúnu Atladóttur og Erlu Lúðvíksdóttur í stjórn Suðurlinda. Til vara Odd Ragnar Þórðarson og Hörð Harðarson.

 

  1. Bréf óbyggðanefndar dags. 5. maí, 2011. Tiltekin mörk bæjarfélagsins eru til meðferðar hjá óbyggðanefnd.

Bréfið er lagt fram.

Ólafur Björnsson hrl. fer með málið fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

  1. Fundargerð 45. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Byggðakvóti.

Byggðakvóta 2010/2011 var úthlutað til Þorbjarnar hf og Steingríms Svavarssonar.

 

  1. Bréf Skógfells dags. 3. maí, 2011. Stígur að Háabjalla.

Bréf Skógfells lagt fram.

Skógfell óskar eftir að gerð verði fær aðkoma að Háabjalla um undirgöng eins og gert er ráð fyrir á aðalskipulagi Voga.

Bæjarráð tekur undir með bréfriturum um að bæta verði aðgengi að Háabjalla en bendir jafnframt á að árið 2009 höfnuðu landeigendur lagningu stígar um óskipt heiðaland Vogajarða. Þegar leyfi landeigenda liggur fyrir verður tekin ákvörðun um gerð stígs.

 

  1. Bréf Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum, dags. 5. maí, 2011. Hugsanleg þátttaka sveitarfélagsins í fjölsmiðjunni.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð býður forstöðumanni fjölsmiðjunnar á næsta fund sinn sem verður þann 23. júní, 2011.

 

  1. Forðagæsla.

Árni Magnússon er ráðinn var forðagæslumaður í desember, 2010 hefur sagt starfinu lausu. Bæjarráð þakkar Árna fyrir vel unnin störf.

Bæjarráð leggur til að auglýst verði starf forðagæslumanns.

 

 

  1. Bréf frá stjórnendum málþings um verndun, smíði og nýtingu smábáta, dags. 8. maí, 2011. Verndun og endurnýjun smábáta.

Bréfið er lagt fram.

Vísað til frístunda- og menningarnefndar.

 

  1. Bréf frá innanríkisráðuneytinu dags. 10. maí, 2011. Samgönguáætlanir og sóknaráætlanir landshluta.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarstjóri mun sitja samgönguþing.

 

  1. Reglugerð fyrir tónlistarskóla Sveitarfélagsins Voga.

Reglugerðin er lögð fram.

Reglugerðinni er vísað með áorðnum breytingum til samþykktar bæjarstjórnar.

 

  1. Ársreikningur Landskerfa bókasafna hf.

Ársreikningurinn er lagður fram ásamt aðalfundarboði.

 

  1. Skólastefna Sveitarfélagsins Voga.

Bæjarráð óskar eftir því að fræðslunefnd geri formlegt mat á skólastefnunni og þörf á endurskoðun.

 

  1. Nýr kjarasamningur við grunnskólakennara, undirritaður 14. maí, 2011.

Fréttatilkynning um nýja kjarasamning lögð fram.

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga undirritaði samninginn með fyrirvara um samþykki stjórnar.

 

  1. Samkomulag um eflingu tónlistarnáms.

Samkomulag mennta- og menningarráðuneytis og Sambands íslenskra samvinnufélaga um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms lagt fram.

 

  1. Fundargerð 21. fundar Menningarráðs Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Almenningssamgöngur.

Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning að bættum almenningssamgöngum við Voga.

 

  1. Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja.

Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja var stofnað 27. apríl síðastliðinn. Í frétt á heimasíðu SSS segir meðal annars:

,,Stjórn S.S.S. fagnar þessum samningi og telur að með stofnun atvinnuþróunarfélags sveitarfélaga á Suðurnesjum sé stigið mikið framfaraskref í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Mikið verkefni bíður félagsins á næstu vikum og mánuðum og vonandi mun atvinnuþróunarfélagið styðja við og flýta fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Atvinnuþróunarfélagið mun vinna áfram í góðu samstarfi við iðnaðarráðuneytið er hvatti til stofnun félagsins.“

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga undrast yfirlýsingar formanns stjórnar SSS sem jafnframt er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, í fjölmiðlum um að meginverkefni atvinnuþróunarfélags Suðurnesja sé að gera álver í Helguvík að veruleika þar sem álverið er einungis eitt af mörgum verkefnum atvinnuþróunarfélagsins.

 

 

  1. Vogahöfn.

Flotbryggjur í Vogahöfn eru burðarlitlar. Hreyfing er mikil í höfninni og er álag á festingar mikið.

Verið er að skoða hvort mögulegt er að einungis verði leyft að liggja við flotbryggjur milli 1. apríl og 15. október, ár hvert. Því er óskað eftir umsögn smábátafélagsins og eigenda smábáta í sveitarfélaginu.

 

  1. Fundargerðir 406.og 407. funda Kölku.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.20

Getum við bætt efni síðunnar?