Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

112. fundur 19. apríl 2011 kl. 06:30 - 10:10 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

112. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 19. apríl, 2011 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mætt eru: Bergur Brynjar Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson Jóngeir Hjörvar Hlinason, auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Rekstur deilda og fjármál bæjarins.

Staða deilda í lok mars lögð fram.

Yfirlit yfir mögulega ávöxtun Framfarasjóðs lögð fram.

Yfirlit yfir stöðu sveitarfélagsins við SSS lagt fram. Undanfarin ár hefur Sveitarfélagið Vogar greitt SSS mánaðarlega framlag samkvæmt áætlun.

 

  1. Ársreikningur 2010.

Oddur Gunnar Jónsson starfsmaður KPMG mætti á fundinn kl. 07.00 og skýrði drög að ársreikningi er lá fyrir fundinum.

Oddur Gunnar Jónsson vék af fundi kl. 08.00

 

Ársreikningurinn verður tekinn til fyrri umræðu þann 28. apríl næstkomandi og seinni umræðu 27. maí.

 

Bergur Brynjar vék af fundi kl. 07.55

 

  1. Fundargerð 20. verkfundar endurbóta fráveitu.

Fundargerðin er lögð fram.

Stígar verða malbikaðir næstu tvær vikur. Eftir er að fínjafna svæði og sá/tyrfa þar sem það á við.

 

  1. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign dags. 11. apríl, 2011.

Bréf EFF lagt fram.

Félagið hefur átt í viðræðum við kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu.

Bæjarstjóra falið að fylgja hagsmunum sveitarfélagsins eftir í samráði við Ívar Pálsson hdl.

 

  1. Aðalskipulag Grindavíkur, ósk um umsögn.

Bæjarráð vekur athygli á því að mörk Sveitarfélagsins Voga og Grindavíkur eru ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga sem staðfest var af umhverfisráðherra 23. febrúar, 2010. Bæjarráð krefst þess að mörkin verði leiðrétt þannig að samræmi verði á milli uppdrátta. Bæjarráð setur fyrirvara á eignarhaldi héraðsnefndar er sýnt er á sérkorti er fylgir aðalskipulaginu, eignarhald á landinu verður að skýra.

 

Stjórn Minjafélagsins mætir á fund kl. 08.30

Stjórn Minjafélagsins víkur af fundi kl. 09.35

 

  1. Almenningssamgöngur.

Bæjarráð samþykkir að vinna að eflingu almenningssamgangna.

Óskað er eftir fundi með framkvæmdastjóra SSS og verkefnisstjóra um almenningssamgöngur á Suðurnesjum.

 

  1. Innlausn hluta í HS-Orku.

Bæjarstjóri sagði frá gangi mála.

Drög að samningi um innlausn hluta lagður fram.

 

  1. Bréf Icecode á Íslandi ehf dags. 12. apríl, 2011. Iðndalur 4.

Bréf Icecode á Íslandi ehf lagt fram.

Sveitarstjórn hefur þegar afturkallað úthlutun lóðarinnar og hefur sú afturköllun verið staðfest af ráðherra. Engin skylda hvílir á sveitarfélaginu að kaupa lóðarréttinn til baka. Sveitarfélagið er hins vegar tilbúið að endurgreiða álögð og innheimt gatnagerðargjöld í samræmi við ákvæði laga gegn aflýsingu lóðarleigusamningsins. Um er að ræða 1,7 milljónir með verðbótum frá árinu 2002.

 

  1. Ráðstefna um orku og auðlindamál sveitarfélaga.

Þingeyjarsveit boðar til ráðstefnu um orku- og auðlindamál sveitarfélaga 13. og 14. maí.

Fundarboðið er lagt fram.

 

  1. Fundargerðir 308. fundar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 20. fundar menningarráðs Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með að fá fundargerðir menningarráðs.

 

  1. Fundargerð 215. fundar BS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundagerðir 336. og 337. funda Hafnasambands Íslands.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Stjórn Hafnasambandsins mun heimsækja Vogahöfn föstudaginn 13. maí.

 

  1. Fundagerð aðalfundar HS-Orku.

Fundargerðin er lögð fram.

 

Bergur Brynjar mætir á fund kl. 09.50

 

  1. Tjaldstæði.

Bæjarráð samþykkir að unnið verði deiliskipulag fyrir ,,gamla íþróttavöll“ með það að markmiði að framtíðar tjaldsvæði sveitarfélagsins verði þar.

 

  1. Áskorun til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga, undirskriftalisti íbúa á Vatnsleysuströnd.

Lögð fram áskorun íbúa á Vatnsleysuströnd til bæjarstjórnar um að hún beiti sér fyrir því að allir íbúar sveitarfélagsins njóti jafnræðis hvað varðar húshitunarkostnað.

Það er stefna bæjarstjórnar að allir íbúar sveitarfélagsins sitji við sama borð hvað varðar kostnað við húshitun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við HS-Veitur um möguleika á að leggja hitaveitu á Vatnsleysuströnd.

 

 

  1. Umsókn um styrk frá Specialisterne á Íslandi.

Bergur Brynjar lýsir yfir vanhæfi sínu við afgreiðslu á málinu og víkur af fundi kl. 09.58

Umsókn Specialisterne á Íslandi um stofnframlag lögð fram.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

Bergur Brynjar mætir á fund kl. 10.00

 

  1. Ársskýrsla Landmælinga Íslands.

Ársskýrsla Landmælinga Íslands lögð fram.

 

  1. Ársskýrsla HS-orku.

Ársskýrsla HS-orku lögð fram.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.10

Getum við bætt efni síðunnar?