Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

111. fundur 07. apríl 2011 kl. 06:30 - 08:30 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

111. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 7. apríl, 2011 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mætt eru: Bergur Brynjar Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir og Jóngeir Hjörvar Hlinason, auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

  1. Rekstur deilda og fjármál bæjarins.

Vaxtakjör Framfarasjóðs breyttust allmikið er SpKef rann inn í Landsbankann. Áætlað var að vaxtatekjur yrðu um 70 milljónir króna á árinu 2011, nú stefnir í að þær verði allmikið lægri þó leitað verði nýrra ávöxtunarleiða.

Bæjarstjóra falið að leita nýrra ávöxtunarleiða og koma með tillögur til frekari hagræðingar en orðið er.

 

Frístunda- og menningarfulltrúa falið að auglýsa eftir umsóknum um störf í vinnuskólanum. Auglýst verður eftir umsóknum frá ungmennum fæddum 1994, 1995, 1996 og 1997. Umsækjendur skulu skila inn umsóknum fyrir 1. maí, 2011. Umsóknir er berast eftir þann dag verða ekki teknar til greina. Vinnutími verður ákveðinn þegar fjöldi umsækjenda liggur fyrir. Að því loknu verður auglýst eftir umsóknum frá ungmennum fæddum 1998.

 

Vignir Friðbjörnsson forstöðumaður umhverfis og eigna mætti á fundinn kl. 06.45

 

  1. Vogahöfn.

Málefni hafnarinnar rædd.

Vignir Friðbjörnsson vék af fundi kl. 07.25

 

  1. Frístundakort.

Bæjarráð samþykkir að veita 500.000.- krónur í frístundakort á árinu 2011. Ekki verður greidd hærri upphæð í frístundakort á árinu.

Reglur og skilyrði frístundakorts samþykkt.

Reglurnar verða birtar á vef sveitarfélagsins.

 

  1. Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga leggur til við stjórn SSS að í stjórn Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja er verður stofnað nú á næstu dögum verði hið fæsta fimm fulltrúar, einn frá hverju sveitarfélagi. Mikilvægt er að í stjórn Atvinnuþróunarfélagsins séu fulltrúar af öllum Suðurnesjum svo sjónarmið sem flestra komi fram. Við tilnefningu í stjórn skal sveitarfélag gæta að því að fulltrúi þess sé í góðum tengslum við atvinnulífið.

 

  1. Fundargerð 19. verkfundar endurbóta fráveitu.

Fundargerð 19. verkfundar endurbóta fráveitu er lögð fram.

Lokafrágangur yfirborðs er eftir og er það háð veðri hvenær er hægt að ljúka malbikun og sáningu/tyrfingu. Einnig er eftir að endurhlaða sjóvarnargarð á hafnarsvæði.

Bæjarráð ítrekar að vanda skuli til frágangs.

 

  1. Fundargerð 4. fundar atvinnumálanefndar.

Fundargerð 4. fundar atvinnumálanefndar er lögð fram.

  1. Fundargerð 30. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerð 30. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram.

Deiliskipulagstillögur fyrir Kálfatjörn og Vogatjörn, Hábæjartún og skólalóð verða afgreiddar af bæjarstjórn.

Bæjarráð beinir þeim tilmælum til eigenda lóða í frístundabyggðinni við Breiðagerðisvík að gert verði deiliskipulag hið fyrsta svo hægt verði að veita leyfi til frekari uppbyggingar á svæðinu. Í gildandi aðalskipulagi fyrir svæðið er skilyrði um að deiliskipulag verði unnið fyrir það og að það öðlist gildi áður en heimild er veitt til frekari uppbyggingar.

 

  1. Minnisblað frá fundi um íþróttasvæði.

Minnisblað frá fundi er haldinn var fimmtudaginn 24. mars með forsvarsmönnum Nesprýðis ehf varðandi framkvæmdir við íþróttasvæði.

Nesprýði ehf mun ljúka framkvæmdum í vor. Líkur eru á að mögulegt verið að skera torf í lok apríl eða fyrstu viku í maí. Búast má við að verki verði lokið þriðju viku í maí og að íþróttasvæði verði tilbúið til notkunar í byrjun júlí.

 

  1. Innlausn hluta í HS-Orku.

Bæjarstjóri sagði frá viðræðum um innlausn hluta í HS-Orku. Gengið verður frá innlausn í apríl.

 

  1. Fundargerð stýrihóps um eflingu menntunar á Suðurnesjum.

Fundargerð stýrihóps um eflingu menntunar á Suðurnesjum lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 402. og 403. funda Kölku.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerð 307. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 622. og 623. funda stjórnar SSS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerðir 37. til og með 44. funda fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Svf. Garðs og Svf. Voga.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

Bæjarráð óskar eftir að fundargerðir berist að loknum hverjum fundi fyrir sig.

 

  1. Drög að reglum um fjárhagsaðstoð hjá Sandgerðisbæ, Garði og Vogum.

Drög að reglum um fjárhagsaðstoð hjá Sandgerðisbæ, Garði og Vogum lögð fram.

Helstu breytingar á reglum um fjárhagstoð eru í þá veru að virkniáætlun verði ein af forsendum þess að fjárhagsaðstoð verði veitt.

 

  1. Hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga, samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samantekt yfir hagræðingaraðgerðir sveitarfélaga lögð fram.

 

  1. Frumvarp til upplýsingalaga, beiðni um umsögn, http://www.althingi.is/altext/139/s/0502.html

Frumvarpið er lagt fram.

 

  1. Minnisblað VMST, dags. 28. mars, 2011. Sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur 2011.

Minnisblaðið er lagt fram.

Bæjarstjóri, frístunda- og menningarfulltrúi ásamt forstöðumanni umhverfis og eigna vinna að málinu samkvæmt fyrri samþykkt bæjarráðs.

 

  1. Bréf umboðsmanns barna, dags. 21. mars, 2011. Niðurskurður í skólum.

Bréf umboðsmanns barna varðandi niðurskurð í skólum lagt fram.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga bendir umboðsmanni barna á að sveitarstjórnarmenn eiga fjölskyldur og afkomendur eða frændfólk í skólum landsins. Það er ekki af mannvonsku einni saman sem ákvarðanir eru teknar um lækkun fjárframlaga til skólanna. Ákvarðanir um lækkun framlaga eru teknar af illri nauðsyn og eru mörgum sveitarstjórnarmanninum afar erfið. Því er mótmælt að fjárhagslegir hagsmunir ráði för þegar takmörkuðum fjármunum er útdeilt. Rausnarleg fjárveiting umfram getu er ekki ávísun á góða þjónustu við börn og ungmenni landsins þegar til lengri tíma er litið.

 

  1. Tölvupóstur frá Birni Baldurssyni, dags. 18. mars, 2011. Almenn borgarahlutdeild í stjórnskipan og stjórnsýslu.

Tölvupóstur Björns Baldurssonar lagður fram. Í tölvupóstinum beinir hann borgaralegu ákalli um atbeina sveitarstjórnarmanna og alþingismanna í þágu almannaþátttöku í opinberri stjórnsýslu til sveitarstjórnar.

 

  1. Umsókn um styrk frá Specialisterne á Íslandi.

Bergur Brynjar Álfþórsson lýsir yfir vanhæfi sínu.

Frestað til næsta fundar.

 

  1. Bréf frá umhverfisráðherra. Dagur umhverfisins 2011.

Bréf umhverfisráðherra lagt fram.

Dagur umhverfisins er 25. apríl.

Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar, leikskóla, grunnskóla og frístunda- og menningarnefndar.

 

  1. Lánasjóður sveitarfélaga ohf, ársreikningur 2010.

Ársreikningur Lánasjóðs sveitarfélaga lagður fram.

 

  1. Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2010.

Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga er lögð fram.

 

  1. Rannsókn á ofbeldi gegn konum, lögreglan. Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd.

Skýrslan rannsókn á ofbeldi gegn konum, lögreglan er lögð fram.

 

  1. Kerfisáætlun, fimm ára áætlun 2011-2015. Landsnet.

Kerfisáætlun, fimm ára áætlun Landsnets fyrir árin 2011-2015 er lögð fram

 

  1. Fundargerð 785. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerð 785. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga er lögð fram.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.30

Getum við bætt efni síðunnar?