Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 14. nóvember 2006 kl. 18:00 - 22:25 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

 

11. fundur

 

Fundur haldin í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 14. nóvember 2006

kl. 18:00 að Iðndal 2.

 

Mættir eru Anný Helena Bjarnadóttir, Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir og Róbert Ragnarsson, sem ritaði fundargerð í tölvu.

 

  1. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 8. nóvember 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar

 

Varðandi 1. lið um reglur um umgengni vegna framkvæmda í Sveitarfélaginu Vogum, þá þakkar bæjarráð fyrir framkomnar tillögur og vísar þeim til skipulags- og byggingarnefndar til umsagnar.

 

Varðandi 2. lið um umhverfismat samgönguáætlunar telur bæjarráð mikilvægt að gefa vatnsverndarsvæðum sérstakan gaum því mikilvægi grunnvantnsauðlinda okkar hlýtur að aukast. Bent er á hættu þá sem skapast vegna eldsneytis- og eiturefnaflutninga nálægt vantsverndarsvæðum, svo sem í Sveitarfélaginu Vogum.

 

Varðandi 4. lið, önnur mál, leggur bæjarráð til að athugasemdum nefndarinnar verði vísað til heilbrigðisnefndar.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerð félags- og jafnréttismálanefndar dags. 3. nóvember 2006.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Varðandi tillögu nefndarinnar um afturköllun leyfa nemenda til að yfirgefa skólalóð á skólatíma sér bæjarráð ekki ástæðu til að afturkalla leyfið, en hvetur skólastjórnendur til að endurskoða og skýra reglurnar.

 

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

 

  1. Fundargerðir 361. og 362. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 564. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 86. fundar stjórnar Hitaveitu Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Samtökum herstöðvaandstæðinga dags. 23. ágúst 2006.

Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

 

  1. Bréf frá Stígamótum dags. 19. október 2006.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

  1. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 24. október 2006.

Erindinu vísað til skipulags- og byggingarnefndar til kynningar.

 

  1. Bréf frá Maritech dags. 25. október 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabót dags. 26. október 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja dags. 31. október 2006.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann

 

  1. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 3. nóvember 2006.

Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið greiði þátttökugjald fyrir alla aðalmenn í bæjarstjórn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og hvetur þá til sækja ráðstefnuna.

 

  1. Bréf frá Hjálmari Árnasyni og Hjartaheillum á Suðurnesjum dags. 5. nóvember 2006.

Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu ,,Forvörn gegn hjartasjúkdómum” og greiða allt að þriðjungi kostnaðar við mælingu, úrvinnslu og ráðgjöf í heilsuviku Sveitarfélagsins Voga.

 

  1. Bréf frá Ungmennafélaginu Þrótti dags. 6. nóvember 2006.

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar fyrir árið 2007.

 

  1. Bréf frá Siglingastofnun dags. 6. nóvember 2006.

Bréfið er lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að ræða við Siglingastofnun um hönnun og útfærslu breytinga á sjóvarnagarðinum. Bæjarstjóra jafnframt falið að sækja um til samgönguráðherra að sjóvarnagarður norðan núverandi byggðar komist á sjóvarnaáætlun.

 

  1. Samkomulag um samstarf í félagsþjónustu og barnavernd milli Sveitarfélagsins Voga, Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs.

Bæjarráð samþykkir að samkomulagið og felur bæjarsstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

  1. Endurfjármögnun lána og skuldbreytingar. Minnisblað dags. 8. nóvember 2006.

Minnisblaðið er lagt fram og bæjarstjóra falið að leita mögulegra leiða til að lækka afborgunarbyrði lána.

 

  1. Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2006. Forstöðumenn stofnana koma á fund bæjarráðs.

Forstöðumenn stofnana komu á fund bæjarráðs og fóru yfir endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2006.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2006 í endanlegt horf og leggja fyrir næsta fund.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 22.25

Getum við bætt efni síðunnar?