Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

109. fundur 03. mars 2011 kl. 06:30 - 07:35 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

109. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 3. mars, 2011 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mætt eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Oddur Ragnar Þórðarson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

 

  1. Rekstur deilda og fjármál bæjarins.

Yfirlit yfir rekstur bæjarins í lok janúar lagt fram.

Könnun á framlögum til stjórnmálasamtaka lögð fram.

 

  1. Fundargerð 16. verkfundar endurbóta fráveitu.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð ítrekar að verktaki vandi lokafrágang.

 

  1. Innlausn hluta í HS-Orku.

Bæjarstjóri skýrði gang mála.

 

  1. Fundargerð 3. fundar atvinnumálanefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 401. fundar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 306. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð fagnar árangri nemenda FS í Gettu betur og MORFÍS.

 

  1. Fundargerð stjórnar DS frá 15. febrúar, 2011.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerðir 213. og 214. fundar BS.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

  1. Fundargerð 621. fundar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Skólavogin.

Kynningarefni um skólavogina lagt fram.

Vísað til fræðslunefndar.

 

  1. Ályktun mótmælafundar – samstaða um framhald tónlistarskólanna.

Ályktunin er lögð fram.

 

  1. Ályktun stjórnar félags leikskólakennara vegna niðurskurðar til leikskóla hjá sveitarfélögum landsins.

Ályktunin er lögð fram.

 

  1. Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 24. febrúar, 2011. XXV. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 23. febrúar, 2011. Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Bréf Reykjavíkurborgar dags. 21. febrúar, 2011. Breytingar á leikskólagjöldum fyrir börn með lögheimili utan Reykjavíkur.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga til að leiðrétta viðmiðunargjaldskrá vegna barna sem eru í leikskólum utan lögheimilissveitarfélags.

 

  1. Tilkynning um ársfund Umhverfisstofnunar.

Tilkynningin er lögð fram.

 

  1. Grænn apríl, ódags. Ósk um þátttöku í grænum apríl.

Erindið er lagt fram.

 

  1. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn vorið 2011.

Tilkynningin er lögð fram.

Bæjarfulltrúar eru hvattir til að mæta á námskeiðið.

 

  1. Tölvupóstur frá VMST dags. 1. mars, 2011. Átak til tímabundinnar fjölgunar starfa námsmanna og atvinnuleitenda.

Tölvupósturinn er lagður fram.

Bæjarstjóra falið að skoða möguleika í samstarfi við frístunda- og menningarfulltrúa og forstöðumann umhverfis og eigna.

 

  1. Bréf frá Stefáni Árnasyni, ódags. Vegslóði í Brunnastaðahverfi.

Bréfið er lagt fram.

Vísað er til bókunar bæjarráðs frá 108. fundi um sama efni.

 

  1. Stýrihópur um eflingu menntunar á Suðurnesjum, verkefniságrip og fundargerð.

Verkefniságrip og fundargerð lögð fram.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.35

Getum við bætt efni síðunnar?