Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

108. fundur 17. febrúar 2011 kl. 06:30 - 07:40 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

108. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 17. febrúar, 2011 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mætt eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Oddur Ragnar Þórðarson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

 

 1. Frístundakort.

Frestað.

 1. Framkvæmdir við íþróttasvæði.

Bréf frá VÍS dags. 2. febrúar lagt fram.

Bréf Ívars Pálssonar hdl. dags 14. febrúar, lagt fram.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu ásamt lögfræðingi og byggingarfulltrúa.

 

 1. Búmenn, erindi dags. 8. febrúar, 2011.

Erindi Búmanna dags. 8. febrúar, 2011 lagt fram.

 

 1. Rekstur deilda og fjármál bæjarins.

Staða deilda 31. janúar lögð fram.

Skýrsla KPMG til bæjarstjóra lögð fram.

Skýrsla Haraldar Líndal Haraldssonar lögð fram.

Bæjarstjóra falið að vinna minnisblað um almenningssamgöngur, tónlistarskóla og framkvæmdir ársins.

 

 1. Fundargerð 15. verkfundar endurbóta fráveitu.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð leggur ríka áherslu á að verkinu ljúki í febrúar. Áríðandi er að ljúka frágangi við brunna sem eru tilbúnir til lokafrágangs svo og umhverfi þeirra. Þá brunna sem ekki eru tilbúnir þarf að girða af.

 

 1. Innlausn hluta í HS-Orku.

Minnisblað Lögfræðistofu Suðurnesja ódagsett lagt fram.

Bæjarstjóri skýrir frá gangi mála.

 

 1. Málefni Helguvíkur.

Bæjarstjóri sagði frá fundi iðnaðarráðherra um málefni Helguvíkur.

 

 1. Atvinnustefna.

Atvinnustefnan er lögð fram.

Atvinnustefnunni er vísað til bæjarstjórnar.

 

 1. Ársskýrsla Skyggnis.

Skýrslan er lögð fram.

 

 1. Ársskýrsla GVS.

Skýrslan er lögð fram.

 

 1. Umsögn um sveitarstjórnarlög.

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til sveitarstjórnarlaga lögð fram.

 

 1. Fundargerð 24. fundar frístunda- og menningarnefndar, ásamt reglum um kjör íþróttamanns ársins.

Fundargerðin er lögð fram ásamt reglum um kjör íþróttamanns ársins.

 

 1. Fundargerð 28. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar um lokun vegslóða milli Naustakots og Neðri-Brunnastaða. Vegur þessi er sýndur á aðalskipulagi.

Umsögn til bæjarráðs:

Lokun vegarins er óheimil þar sem eigi má loka slíkum vegi nema með samþykki sveitarstjórnar.

Nefndin bendir á að í 55. grein vegalaga nr. 80/2007 með síðari breytingum segir:

,,Nú liggur vegur, stígur eða götutroðningur yfir land manns og telst eigi til neins vegflokks samkvæmt lögum þessum og er landeiganda þá heimilt að gera girðingu yfir þann veg með hliði á veginum en eigi má hann læsa hliðinu né með öðru móti hindra umferð um þann veg nema sveitarstjórn leyfi.“

Aldrei var sótt um heimild til sveitarfélagsins til að loka veginum.

Samþykki allra landeigenda þarf til að mögulegt sé að heimila að veginum verði lokað.

Nefndin bendir jafnframt á að landeiganda er heimilt er að setja ólæst hlið á veginn.

 

Bæjarráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagsnefndar.

 

 1. Fundargerð 222. fundar HES.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 70. fundar þjónustuhóps aldraðra.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð býður þjónustuhópi aldraðra í heimsókn í Álfagerði.

 

 1. Fundargerð 783. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Mannvirkjastofnun, bréf dags. 31. janúar, 2011. Gildistaka mannvirkjalaga.

Bréfið er lagt fram.

 

Upphaf þriðja kafla erindisbréfs umhverfis- og skipulagsnefndar hljóði svo:

Umhverfis- og skipulagsnefnd fer með mál sem heyra undir skipulagslög nr. 123/2010, mannvirkjalög nr. 160/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2010, lög um umferðarmál, staðardagskrá og önnur þau mál sem bæjarstjórn kann að fela nefndinni. Byggingarfulltrúi veitir byggingarleyfi í samræmi við 9. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010. Telji byggingarfulltrúi að erindi sé bersýnilega í ósamræmi við skipulagsáætlanir, skipulagsskilmála og/eða byggingarreglugerð eða óvissu ríkja um hvort uppfyllt séu ákvæði laga, reglugerða og samþykkta, skal hann vísa málinu til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar, sem fjallar þá um byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Fundargerðir afgreiðslufunda byggingafulltrúa eru lagðar fyrir bæjarráð.

 

 1. Hafnasamband, fundargerð 335. fundar ásamt ársreikningi 2010.

Fundargerðin er lögð fram.

Ársreikningurinn er lagður fram. Bæjarráð samþykkir ársreikninginn.

 

 1. Bláa lónið, bréf dags. 31. janúar, 2011. Aukið hlutafé.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf UMFÍ, dags. 2011, unglingalandsmót 2013 og 2014.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Umboð til kjarasamningsgerðar, verkfallslisti.

Bæjarráð felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar. Verkfallslisti 2011 lagður fram.

 

 1. Frásögn af fundi með Vegagerðinni um veghald.

Bæjarstjóri sagði frá fundi með Vegagerðinni.

 

 1. Bréf frá sýslumanninum í Keflavík dags. 14. febrúar, 2011. Umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð leggst ekki gegn því að rekstrarleyfið verði veitt.

 

 1. Bréf frá stofnun Vilhjálms Stefánssonar, dags. 9. febrúar, 2011. Verkefnið Trossan.

Bréfið er lagt fram.

Vatnsleysuströnd var þekkt verstöð, þar eru miklar minjar og saga um útgerð og því fagnar bæjarráð framtaki stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Það er mikilvægt að þessi saga sé skráð og gerð aðgengileg fyrir komandi kynslóðir.

Bæjarstjóra falið að vinna með stofnuninni.

 

 1. Bréf frá BÍS, dags. 11. febrúar, 2011. Beiðni um styrk til að halda Góðverkadagana 2011.

Bréfið er lagt fram.

Ekki er hægt að verða við beiðninni.

 

 1. Tölvupóstur frá Ingu Rut Hlöðversdóttur, dags.14. febrúar, 2011. Varðandi Iðndal 7.

Tölvupósturinn er lagður fram.

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.40

Getum við bætt efni síðunnar?