Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

107. fundur 03. febrúar 2011 kl. 06:30 - 08:10 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

107. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 3. febrúar, 2011 kl. 06.30 að Iðndal 2.

 

Mætt eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson og Kristinn Björgvinsson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 

 1. Frístundakort.

Vísað til frístunda- og menningarnefndar.

 

 1. Framkvæmdir við íþróttasvæði.

Minnisblað frá fundi með verktaka lagt fram.

Minnisblað frá lögfræðingi bæjarins lagt fram.

Verktaki dró að ljúka verkinu fram til þess tíma að ómögulegt var að útvega þökur til að tyrfa völlinn og hefta þannig fok að stærstum hluta. Verktaka ber því að tryggja að ekki hljótist tjón eða skapist hætta af svæðinu.

 

Bæjarstjóra, í samstarfi við lögmann sveitarfélagsins, falið að útbúa eyðublað um tilkynningu á tjóni til notkunar fyrir þá bæjarbúa sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna framkvæmda á vellinum.

Eyðublaðið verður sett á vef bæjarins ásamt fréttatilkynningu.

 

 1. Flekkuvík I og II.

Tvö minnisblöð lögfræðings bæjarins lögð fram.

Bæjarstjóri skýrði frá fundi með fjármálaráðuneytinu.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

 1. Snjómokstur, vinnuferli.

Drög að ferli eru lögð fram.

Bæjarráð samþykkir ferli við snjómokstur með breytingum.

 

 1. Bréf Vegagerðarinnar dags. 26. janúar, 2011. Breytingar á viðhalds- og þjónustusamningum (þéttbýlissamningar) 2011.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarstjóra falið að funda með Vegagerðinni.

 

 1. Bréf velferðarráðherra dags. 3. janúar, 2011. Tryggt fjárhagslegt og félagslegt öryggi og velferð íbúa á grundvelli samhjálpar.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð frestar að taka afstöðu til erindis ráðherra þar til nýtt neysluviðmið liggur fyrir.

 

 1. Beiðni um aukið framlag til Lestrarfélagsins Baldurs.

Beiðnin er lögð fram.

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

 

 1. Rekstur deilda og fjármál bæjarins.

Bæjarstjóri lagði fram yfirlit yfir stöðu deilda 31. desember, 2010.

Skatttekjur stefna í að verða 11% hærri en áætlað var. Rekstur nokkurra liða fer fram úr áætlun.

Bæjarstjóri skýrði frá framgangi endurskoðunar.

 

 1. Bréf Virgils Schevings Einarssonar dags. 17. janúar, 2011 ásamt undirskriftalista. Vegslóði milli Naustakots og Neðri-Brunnastaða.

Bréfið er lagt fram ásamt undirskriftalista.

Vísað er til bréfs dags. 17. janúar 2011, þar sem óskað er eftir rökstuðningi bæjarráðs fyrir því hvaða rök það telji fyrir því að umræddur vegur sé hafður opinn. Í bókun bæjarráðs frá 104. fundi var vísað til 55. gr. vegalaga þar sem fram kemur að óheimilt sé að loka götu eða stíg nema með leyfi sveitarstjórnar. Var bæjarstjóra jafnframt falið að tryggja að hindranir á veginum yrðu fjarlægðar. Ástæða þess var sú að bæjarráði hafði borist einhliða tilkynning frá landeiganda um að hann ætlaði sér að loka veginum án þess að hafa til þess nokkurt leyfi. Ljóst er að umræddur vegur hefur legið um landið um alllangt skeið og verið notaður af íbúum á svæðinu og öðrum. Það kallar því á sérstaka skoðun af hálfu sveitarfélagsins komi fram beiðni eða krafa um að veginum verði lokað. Í ljósi fyrirliggjandi erindis frá landeiganda er málinu, þ.e. beiðni um lokun vegarins, vísað til skoðunar umhverfis- og skipulagsnefndar. Leitað skal eftir sjónarmiðum annarra landeiganda á svæðinu til málsins áður en unnin verður tillaga til bæjarráðs um afgreiðslu þess.

 

 1. Bréf frá Keili, dags. 24. janúar, 2011. Hugmynd að samstarfi.

Bréfið er lagt fram.

Ekki er hægt að verða við erindinu.

 

 1. Bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 20. janúar, 2011. Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Boð á jafnréttisþing.

Boðið er lagt fram.

 

 1. Fundargerð 620. fundar stjórnar SSS.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hvetur stjórn SSS til að vinna í anda þeirrar samstöðu sem sveitarstjórnarmenn ræddu á aðalfundi SSS haustið 2010.

 

 1. Fundargerð 400. fundar stjórnar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

Reglulegar mælingar sýna að losun díoxins frá Kölku hefur verið innan þeirra marka sem Umhverfisstofnun hefur sett sem viðmið.

Bæjarráð telur að Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sé vannýtt og hvetur þau sveitarfélög sem eru í vandræðum með förgun sorps að leita til Kölku þar sem stöðin getur afkastað mun meir en hún gerir í dag.

 

 1. Fundargerð 32. aðalfundar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð furðar sig á að fundargerð berist fimm mánuðum eftir að fundur er haldinn.

 

 1. Fundur Suðurlinda 14. desember, 2010.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 28. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 221. fundar HES.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 23. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 2. fundar atvinnumálanefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerðir 13. og 14. verkfunda endurbóta fráveitu.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 1. Málefni HSS.

Janúarpistill forstjóra HSS lagður fram ásamt fréttatilkynningu um niðurstöðu ársins 2010.

 

 1. Bréf Grindavíkurbæjar dags. 18. janúar, 2011. Varðar nýtt deiliskipulag vegna Vatnsskarðsnáma í Grindavík.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Fundargerð samráðsvettvangs á Suðurnesjum.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Tölvupóstur frá SEEDS dags. 13. janúar, 2011. Beiðni um samstarf.

Tölvupósturinn er lagður fram.

Ekki getur orðið af samstarfi.

 

 1. Fyrirhugaður flutningur Landhelgisgæslunnar á Suðurnes.

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga skorar á ríkisstjórnina að flytja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja. Bæjarráð hvetur til þess að lokið verði hið fyrsta við skoðun á kostum þess að flytja starfsemi Gæslunnar til Suðurnesja. Miklu skiptir að fyrir liggi ákvörðun og óvissu um framgang málsins verði eytt. Á Suðurnesjum er húsnæði, flugbrautir, góð hafnaraðstaða og fullnægjandi stoðkerfi. Þaðan er að auki stutt á aðalathafnasvæði Landhelgisgæslunnar; hafsvæðið umhverfis Ísland.


 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.10

Getum við bætt efni síðunnar?