Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

106. fundur 06. janúar 2011 kl. 06:30 - 09:00 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

106. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 6. janúar, 2011 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mættir eru: Hörður Harðarson, Oddur Ragnar Þórðarson og Inga Sigrún Atladóttir auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

  1. skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá

  2. Fundargerðin er lögð

  1. Byggðakvóti.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa byggðakvóta lausan til úthlutunar samkvæmt reglugerð að öðru leyti en því að heimilt verði að landa utan byggðarlags.

 

  1. Flutningur málefna fatlaðra.

Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði Suðurnesja um þjónustu við fatlaða lagður fram ásamt umboði sveitarfélaganna fimm til stjórnar SSS og stofnskjali þjónustusvæðis um málefni fatlaðra á Suðurnesjum.

 

  1. Innlausn hluta sveitarfélagsins í HS-Orku.

Bæjarráð samþykkir að Vogar taki þátt í kröfugerð ásamt Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélaginu Garði um að Magma Energy Sweden leysi til sín eignarhluta sveitarfélaganna í HS orku hf. á grundvelli laga um hlutafélög. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

 

  1. Staðfest aðalskipulag Reykjanesbæjar 2008-2024.

Svör við umsögnum og athugasemdum við auglýst aðalskipulag Reykjanesbæjar 2008-2024 lögð fram.

 

  1. Endurbætur fráveitu, fundargerð 12. verkfunda.

Fundargerðin er lögð fram.

Bæjarráð telur að brýnt sé að ganga frá vinnusvæði neðan Akurgerðis hið fyrsta. Æskilegt er að þökur verði lagðar í stað þess að sá. Einnig að allur umframjarðvegur verði burtu.

 

  1. Íþróttasvæði, fundargerð 13. verkfunda.

Fundargerðin er lögð fram.

Framhald verksins er háð veðri og tíðarfari og ræðst af því hvenær hægt verður að halda áfram með yfirborðsfrágang og ljúka honum.

Á meðan svæðið er ófrágengið má búast við að sandur og mold fjúki í einhverjum mæli úr svæðinu, sérstaklega í þurrviðri og hvössum norðlægum áttum.

Þær kröfur hafa verið gerðar til verktaka að gera allar þær ráðstafanir sem þarf til að hefta sandfok af svæðinu eins og mögulegt er.

 

Bæjarráð biður bæjarbúa afsökunar á þeim óþægindum sem hafa orðið vegna seinkunar á framkvæmdum.

 

 

  1. Tilkynningarskylda jarðborana, bréf til Orkustofnunar.

Á 100. fundi bæjarráðs var lagt fram bréf Orkustofnunar þar sem

óskað var eftir upplýsingum um framkvæmdir þar sem borað hefur verið í jörðu vegna grunnvatns og/eða jarðhita og sótt hefur verið um leyfi fyrir hjá sveitarfélaginu. Byggingafulltrúi hefur gert athugun á leyfisveitingum sveitarfélagsins.

Bréf til Orkustofnunar lagt fram.

 

  1. Almannavarnir sveitarfélaga og Evrópuverkefni.

Tölvupósturinn er lagður fram.

 

  1. Fundargerð 27. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf, árskýrsla 2009.

Ársskýrslan er lögð fram.

 

  1. VMST, ársskýrsla 2009.

Ársskýrslan er lögð fram.

 

  1. Skýrsla norrænu samkeppniseftirlitanna um samspil samkeppnisstefnu og umhverfisstefnu.

Skýrslan er lögð fram.

 

  1. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 17. desember, 2010.

Bréf eftirlitsnefndarinnar er lagt fram.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga mun ekki aðhafast frekar í málinu að svo stöddu en ítrekar varnaðarorð sín um skuldastöðu sveitarfélagsins og stefnumörkun í skuldamálum til nánustu framtíðar. Nefndin mun áfram fylgjast með framvindu fjármála sveitarfélagsins á næstu misserum.

 

  1. Rekstur sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri greindi frá breytingum í starfsmannamálum.

Aðgerðir deilda til að ná markmiðum fjárhagsáætlana ræddar.

 

  1. Bréf frá BSRB dags. 15. desember, 2010.

Bréfið er lagt fram.

 

  1. Ályktun frá félagi leikskólakennara, dags. 9. desember, 2010.

Ályktunin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 24. nóvember, 2010. Ospar samningurinn.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarstjóra falið að svara ráðuneytinu.

 

  1. Bréf frá Varasjóði húsnæðismála, dags. 21. desember, 2010. Samkomulag um framlög til sjóðsins.

Bréfið er lagt fram.

  1. Fundargerð 305. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 334. fundar stjórnar HÍ.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 782. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðin er lögð fram.

Landþing Sambandsins verður haldið 25. mars í Reykjavík.

 

  1. Ársskýrsla Skyggnis fyrir árið 2009.

Frestað til næsta fundar.

 

  1. Tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. desember, 2010. Greining á kostnaði við rekstur grunnskóla.

Greiningin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá starfsmönnum BS, dags. 4. janúar, 2011. Beiðni um styrk vegna námsferðar.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.00

Getum við bætt efni síðunnar?