Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

103. fundur 18. nóvember 2010 kl. 06:30 - 08:30 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

103. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 18. nóvember, 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mætti eru: Bergur Brynjar Álfþórsson, Oddur Ragnar Þórðarson, Inga Sigrún Atladóttir og Kristinn Björgvinsson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

 1. skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá

 2. Fundargerðin er lögð

 1. Fundargerðir verkfunda nr. 9 -endurbætur fráveitu.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundagerð verkfundar nr. 10 - íþróttasvæði.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð 21. fundar frístunda- og menningarnefndar.

Fundargerðin er lögð fram.

Á 95. fundi bæjarráðs þann 25. júní, 2010 var ósk bæjarmálafélags H-listans um samstarfssamning vísað til frístunda- og menningarnefndar.

Bæjarráð ítrekar bókunina og felur frístunda- og menningarfulltrúa að sjá um gerð samningsins.

 

Bæjarráð þakkar kvenfélaginu Fjólu fyrir leikjatölvu er gefin var félagsmiðstöð.

 

 1. Fundargerð 25. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag Suðurnesja.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Bréf frá Sjónarhól, dags. 8. nóvember, 2010. Ósk um rekstrarstyrk.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Bréf frá Snorraverkefninu, dags. 8. nóvember, 2010. Stuðningur við Snorraverkefnið 2011.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

 

 1. Bréf frá Virkjun, dags. 10. nóvember, 2010. Ósk um fjárhagsstuðning til reksturs Virkjunar.

Bréfið er lagt fram.

Vísað til SSS.

 

 1. Bréf frá Menningarverkefninu Hlöðunni, dags. 15. nóvember, 2010. Gestavinnustofa.

Bréfið er lagt fram.

Frístunda- og menningarfulltrúa falið að vinna að gestavinnustofu með Menningarverkefninu Hlöðunni.

 

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með frumkvæði Menningarverkefnisins Hlöðunnar og framlagi þess til menningarstarfs í Vogum.

 

 1. Bréf frá Þórönnu Þórarinsdóttur, dags, 13. nóvember, 2010. Gamli vigtarskúrinn.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarráð fagnar frumkvæði bréfritara að atvinnuuppbyggingu í Vogum.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

 

 1. Breyting á reglum Jöfnunarsjóðs um áramótin 2010-2011.

Um áramótin 2010-2011 er stefnt að því að tillögur að breyttum reglum um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga er falla undir valkost 1 taki gildi. Þær breytingar hafa lítil áhrif á framlag sjóðsins til Sveitarfélagsins Voga.

 

 

 1. Bréf frá Virgli Scheving Einarssyni dags. 9. nóvember, 2010. Lokun vegslóða milli Naustakots og Neðri Brunnastaða á Vatnsleysuströnd.

Bréfin eru lögð fram.

Samkvæmt íbúaskrá er búið á Neðri-Brunnastöðum, staðhæfingar bréfritara um annað eru rangar.

Bæjarstjóra falið að kanna lögmæti aðgerða og hver aðkoma sveitarfélagsins eigi að vera.

 

 1. Atvinnustefna.

Atvinnustefna Sveitarfélagsins Voga er lögð fram.

Verkefnisstjórn er falið að yfirfara atvinnustefnuna með hliðsjón af fundargerð 26. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag.

 

 1. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun.

 

Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun.

Útsvarsprósenta verður 13,28% eins og árið 2010.

Haraldur Líndal Haraldsson mætir á fund bæjarráðs klukkan 07.30

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.30

Getum við bætt efni síðunnar?