Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

102. fundur 04. nóvember 2010 kl. 06:30 - 09:45 Iðndal 2

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

102. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, fimmtudaginn 4. nóvember, 2010 kl. 6.30 að Iðndal 2.

 

Mætti eru: Hörður Harðarson, Oddur Ragnar Þórðarson, Sveindís Skúladóttir og Kristinn Björgvinsson auk Eirnýjar Vals bæjarstjóra er ritar fundargerð í tölvu.

  1. skurður Sveitarstjórnar- og samgönguráðuneytisins í stjórnsýslumá

  2. Fundargerðin er lögð

  1. Fundargerð verkfundar nr. 8 -endurbætur fráveitu.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundagerð verkfundar nr. 9 - íþróttasvæði.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 220. fundar stjórnar HES.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 397. fundar stjórnar Kölku.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Fundargerð 304. fundar skólanefndar FS.

Fundargerðin er lögð fram.

 

  1. Bréf frá Gróðri fyrir fólk, dags. 27. október, 2011. Ósk um samstarf og stuðning við GFF á árinu 2011.

Bréfið er lagt fram.

Bæjarstjóra falið að taka erindið upp á sameiginlegum vettvangi bæjarstjóra á Suðurnesjum.

 

  1. Rannsóknasetur forvarna við Háskólann Akureyri, skýrsla www.hbsc.is

Skýrslan er lögð fram.

Beint til frístunda- og menningarnefndar og fræðslunefndar.

 

  1. Erindisbréf atvinnumálanefndar.

Drög að erindisbréfi lögð fram.

Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

 

  1. Samningur við Ungmennafélagið Þrótt.

Í gildi er samningur milli sveitarfélagsins og Ungmennafélagsins Þróttar, gildistími hans er til loka árs 2011.

Í samningnum er svohljóðandi ákvæði „Verði verulegar breytingar á umfangi og/eða forsendum rekstrar hjá U.M.F.Þ. og þar af leiðandi forsendum þessa samnings geta samningsaðilar sagt honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Gert er ráð fyrir að fylgiskjöl verði tekin til endurskoðunar svo oft sem þurfa þykir.“

Bæjarstjóra og formanni bæjarráðs falið að vinna að endurskoðun samningsins og fylgiskjala í samvinnu við Ungmennafélagið Þrótt.

 

  1. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 11. október, 2010. Vegna refaveiða á uppgjörstímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011.

Bæjarráð samþykkir að fylgja fordæmi ríkisins og ákveður að gera ekki ráð fyrir greiðslum vegna refaveiða á árinu 2011.

 

  1. Fréttatilkynning frá norrænu ráðherranefndinni. Norrænt orkusveitarfélag 2011.

Tilkynningin er lögð fram.

 

  1. Yfirlit yfir ávöxtun Framfarasjóðs.

Yfirlitið er lagt fram.

 

  1. Reglur um útleigu sala sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir endurskoðaðar reglur um Tjarnarsal og Álfagerði.

 

  1. Áætlað tekjujöfnunarframlag 2010.

Áætlun Jöfnunarsjóðs um tekjujöfnunarframlag lögð fram.

 

  1. Atvinnustefna.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir vinnu við atvinnustefnuna.

Bæjarráð boðar verkefnisstjórn um atvinnustefnu á fund sinn 18. nóvember.

 

  1. Fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun.

Auðunn Guðjónsson og Oddur G. Jónsson mættu frá KPMG á fundinn kl. 07.30.

 

Bæjarráð samþykkir að endurnýja umboð KPMG sem endurskoðendur Sveitarfélagsins Voga.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09.45

Getum við bætt efni síðunnar?