Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

1. fundur 25. janúar 2006 kl. 16:30 - 18:30 Iðndal 2

FUNDARGERÐ

 

Árið 2006

1. fundur

 

Fundur haldinn í bæjarráði miðvikudaginn 25. janúar 2006,

kl. 1630 að Iðndal 2, Vogum.

 

Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Birgir Örn Ólafsson og Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.

 

 

DAGSKRÁ

 

 1. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs og ritara.

Tillaga eru um eftirfarandi aðila:

Formaður Bæjarráðs, Jón Gunnarsson.

Varaformaður bæjarráðs, Sigurður Kristinsson.

Ritari, Birgir Örn Ólafsson.

Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða.

 

 1. Fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar dags. 28/12 2005 og 23/1 2006.

Varðandi fyrri fundargerðinar þá er vísað til fyrirliggjandi umsagnar Skipulagsstofnunar, umsagnar Vinnueftirlits Ríkisins, dags. 6. janúar 2006, og umsagnar Brunavarna Suðurnesja, dags. 27. desember 2005, staðfestir sveitarstjórn ekki afgreiðslu 6. liðar fundargerðar skipulags- og byggingarnefndar frá 28. desember sl. varðandi bráðbirgðaskýli að Hraunholti 1.

 

Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar Vinnueftirlits Ríkisins, dags. 6. janúar 2006, er óskað eftir að eigandi/umsækjandi, að höfðu samráði við Vinnueftirlitið, láti Vinnueftirlitinu í té sundurliðaða greinargerð, ásamt uppdráttum fyrir húsakynni, hönnun og fyrirkomulagi véla, tækja, innréttinga og annars búnaðar eftir því sem við á og óski jafnframt eftir umsögn vinnueftirlitsins í samræmi við reglur um húsnæði vinnustaða nr. 581/1995.

 

Með vísan til fyrirliggjandi umsagnar Brunavarna Suðurnesja, dags. 27. desember 2005, er þess einnig óskað að umsækjandi hafi samráð við Brunavarnir Suðurnesja og eftir atvikum byggingarfulltrúa um að láta vinna brunahönnun og burðarþolsútreikninga af húsnæðinu og ráðist í þær úrbætur sem gera þarf á húsnæðinu í samræmi við bruna- og burðarþolsútreikninga þannig að öryggi starfsmanna sé tryggt.

 

Þegar umsagnir Vinnueftirlits Ríkisins og Brunavarna Suðurnesja skv. framangreindu hafa verið sendar skipulags- og byggingarnefnd verður umsókn um hvort veitt verður stöðuleyfi fyrir mannvirkinu tekin til endanlegar afgreiðslu enda liggi fyrir samkvæmt umsögnum að brunaöryggi og öryggi starfsmanna sé tryggt.

 

Er félaginu veittur frestur til að afla umsagna framangreindra aðila og ljúka úrbótum í samræmi við þær til 14. mars 2006. Berist ekki umsagnir fyrir þann tíma og verði ekki búið að tryggja brunaöryggi og öryggi starfsmanna fyrir þann tíma kann þess að verða krafist, í samræmi við ákvæði 56. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 frá 1997, að skýlið verði fjarlægt.

 

Að öðru leyti er fundagerð dags. 28/12 2005 samþykkt.

 

Fundargerð dags. 23/1 2006 er samþykkt. Þar með samþykkir bæjarráð framkvæmdaleyfi til handa Hitaveitu Suðurnesja fyrir borun tilraunaholu við Trölladyngju. Bæjarráð bendir þó á að sveitarfélagamörk samkvæmt afstöðuuppdrætti sem fylgdi umsókninni eru merkt sem óvissumörk. Bæjarráð telur að framkvæmdin í heild sinni falli innan lögsögumarka Sveitarfélagsins Voga.

 

 1. Fundargerð Íþrótta- og tómstundarnefndar dags. 12/12 2005.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerð Fræðslunefndar dags. 28/12 2005.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerð aðalfundar S.S.S. dags. 19/11 2005.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerðir stjórnar S.S.S. dags. 19/11, 20/12 2005 og 13/01 2006.

Fundargerðirnar eru samþykktar.

 

 1. Fundargerð Skólanefndar FS. dags. 13/12 2005.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð stjórnar B.S. dags. 01/12 2005.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerðir Framtíðarhúsnæði B.S. dags. 08/12 og 19/12 2005.

Fundargerðirnar eru lagðar fram. Bæjarráð fagnar því að nefnd eignaraðila um framtíðarhúsnæði B.S. hefur tekið til starfa og vonast til að niðurstaða í þessu brýna hagsmunamáli náist fljótlega.

 

 1. Fundargerð H.E.S. dags. 03/11 og 15/12 2005.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 1. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja dags. 18/10 2005.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð D.S. dags. 28/12 2005.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja dags. 15/12 2005 og 13/1 2006.

Fundargerðirnar eru samþykktar.

 

 1. Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra dags 06/12 2005 og 03/01 2006.

Fundargerðirnar eru lagðar fram.

 

 1. Fundargerð Almannavarna Suðurnesja dags. 14/12 2005.

Fundargerðin er lögð fram.

 

 1. Fundargerð samstarfsnefndar um sameiningu Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnarfjarðar dags. 30/12 2005.

Fundargerðin er samþykkt.

 

 1. Bréf frá Reykjanesbæ dags. 23/12 2005 varðandi húsnæðismál B.S.

Bæjarráð lýsir undrun sinni á þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að draga sig einhliða út úr nefnd um framtíðarhúsnæði B.S. sem eigendur höfðu orðið ásáttir um að skipa. Bæjarráð Voga telur nauðsynlegt að nefndin haldi störfum sínum áfram og skili niðurstöðu sinni til eignaraðila.

 

 1. Bréf frá Starfsmannafélagi Suðurnesja dags. 09/12 2005 varðandi kjaramál.

Bæjarráð bendir á að samningsumboð við Starfsmannafélag Suðurnesja liggur hjá Launanefnd sveitarfélaga og ekki stendur til að breyta því.

 

 1. Bréf frá Sýslumanninum í Keflavík dags. 21/12 2005 og 12/01 2006 varðandi tillögur að afskriftum opinberra gjalda.

Bæjarráð samþykkir tillögur að afskriftum samkvæmt ofangreindum bréfum.

 

 1. Bréf frá Sveitarfélaginu Garði dags 23/12 2005 og 12/01 2006.

Bréfin eru lagt fram.

 

 1. Bréf frá Sandgerðisbæ dags. 28/12 2005.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá Kemis ehf dags. 12/12 2005.

Á umræddri svæði hefur verið veitt bráðabirgðastöðuleyfi fyrir hljólhýsi. Í aðalskipulagsvinnu sem nú er í gangi eru ekki uppi hugmyndir um breytta landnoktun á þessu svæði. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í Skipulags-og bygginganefnd.

 

 1. Bréf frá Fasteign hf. dags. 19/01 2006 þar sem fram kemur að húsaleiga á eldra byggingum lækkar úr 0,73% af stofnverði í 0,693% af stofnverði.

Bréfið er lagt fram.

 

 1. Bréf frá T.S.H. dags. 24/01 2006.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að T.S.H. hf. verði úthlutað lóðunum Aragerði 2-4, enda liggi fyrir undirritaður samningur milli Lionsklúbbsins Keilis og T.S.H. hf. um húsnæði lions sem fyrir er á lóðinni.

Samþykkt með tveimur atkvæðum, einn situr hjá.

 

 1. Reglur um Tjarnarsal.

Bæjarstjóri lagði fram drög að reglum. Eftir nokkrar umræður var ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 1830

 

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?