Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

279. fundur 08. júlí 2019 kl. 06:30 - 07:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson 2. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Ársskýrsla Landmælinga Íslands 2018

1907002

Ársskýrsla Landmælinga Íslands árið 2018 er lögð fram til kynningar.
Ársskýrsla Landmælinga Íslands lögð fram.

2.Ársreikningar Eignarhaldsfélags Suðurnesja.

1606035

Ársreikningur Eignarhaldsfélags Suðurnesja lagður fram til kynningar.
Ársreikningur Eignarhaldsfélags Suðurnesja lagður fram.

3.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda 1.7.2019
Minnisblað og fundargerðir lagðar fram.

4.Heilsueflandi samfélag.

1807002

Minnisblað bæjarstjóra 5.7.2019, tillaga um að bæjarráð samþykki fyrir sitt leyti þátttöku í verkefninu.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í verkefninu.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með verkefnið og samþykkt þess.

5.Refa og minkaveiðar.

1509018

Minnisblað bæjarstjóra ásamt fylgigögnum vegna refa- og minkaveiða í sveitarfélaginu
Minnisblað og reglur frá öðrum sveitarfélögum lagðar fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að reglum til samþykktar fyrir árið 2020.

6.Binding kolefnis og uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi.

1906017

Erindi Skógræktarinnar dagsett í júní 2019 varðandi bindingu kolefnis og uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi.
Málinu er vísað til umfjöllunar hjá umhverfisnefnd og skipulagsnefnd. Erindið verði einnig sent til kynningar til Skógræktarfélagsins Skógfells.

Lagt fram.

7.Starfsmannamál, Stóru-Vogaskóli

1906012

Beiðni um launalaust leyfi í 12 mánuði, frávik frá samþykktri starfsmannastefnu sveitarfélagsins
Bæjarráð samþykkir umbeðið launalaust leyfi.

8.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2019

1903007

Fráviksgreining vegna útsvarstekna og framlaga Jöfnunarsjóðs 2019.
Lagt fram.

9.Opnunartími íþróttamiðstöðvar.

1905011

Tillaga um framlengingu á tilraunaverkefni um sumaropnunartíma í íþróttamiðstöð.
Bæjarráð samþykkir áframhaldandi sumaropnun miðað við óbreytt fyrirkomulag.

10.Skólastefna Sveitarfélagsins Voga

1903039

Tilboð RR Ráðgjafar um ráðgjöf við vinnslu skólastefnu sveitarfélagsins
Afgreiðslu málsins frestað til næsta bæjarráðsfundar.

11.Reglur um stuðning við kennara í réttindanámi eða endurmenntun

1905038

Uppfærð tillaga að reglum um stuðning við kennara í réttindanámi
Bæjarráð samþykkir reglurnar.

12.Félagsþjónusta o.fl. - endurskoðun samstarfssamnings

1810010

Drög að samningi milli Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga um félagsþjónustu, barnavernd og þjónustu við fatlað fólk.
Bæjarráð samþykkir samningin.

13.Tillaga um breytingu á reglum um félagslegar íbúðir.

1907008

Félagsþjonusta Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga hefur sent tillögu um breytingu á reglum um félagslegar íbúðir.
Meðfylgjandi er "Breytingin á reglunum", "Greinargerð vegna tillögunnar" og "Álit félags og barnamálaráðherra um lögmæti þessarar tillögu".
Lagt fram til kynningar.

14.Breiðuholt 2. Umsókn um lóð.

1907005

Innsent er erindi þar sem óskar er þess að gerð verði lóðaskiptasamningur á Suðurgötu 2 og Breiðuholti 2 eða sambærilegri lóð.
Bæjarráð fellst ekki á erindið.

15.Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli

1907009

Lagt er fram til samþykktar tillaga að breyttu vinnulagi við fjárhagsáætlunargerð.
Lagt fram til kynningar.

16.Hönnunarstaðall 2019

1905007

Unnið hefur verið að samræmdum hönnunarstaðli á merki og litum fyrir Sveitarfélagið Voga.
Tillagan að slíkum staðli er lögð fram til samþykktar.
Hönnunarstaðallinn er samþykktur.

17.Kirkjuhvoll - styrkumsókn

1907011

Sögu- og minjafélagið sækir um fjárstyrk vegna kaupa félagsins á Kirkjuhvoli
Bæjarráðið samþykkir styrk uppá 500 þús. kr.

Bókist á lið 0589-9991

18.Innkaupamál - endurskoðun verkferla

1903049

Uppfærðar reglur um notkun innkaupakorta eru lagðar fram til samþykkis.
Uppfærðar reglur samþykktar.

19.Uppfærðar reglur sérstaks húsnæðisstuðnings og félagslegra leiguíbúða.

1906018

Tillaga að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning ásamt fylgigögnum er lögð fram til samþykktar.
Breytingarnar eru samþykktar.

20.Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025

1311026

Skipulagslýsing frá Hafnarfjarðarbæ er lögð fram til umsagnar.
Lagt fram.

Vísað til skipulagsnefndar.

21.Samstarf safna - ábyrgðasöfn.

1906013

Óskað er eftir afstöðu Sveitarfélagsins vegna samstarfs safna - ábyrgðarsafna á Svæði SSS.
Lagt fram.

22.Uppfærðar reglur vegna fjárhagsaðstoðar.

1906014

Uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð 2019 er lögð fram til samþykktar.
Reglurnar eru samþykktar.

23.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019.

1902001

Fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og boðun aukalandsþings 2019.
Fundargerð lögð fram.

24.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2019.

1901031

Fundargerðir 744. og 745 funda stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundargerðir lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 07:30.

Getum við bætt efni síðunnar?