Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

277. fundur 05. júní 2019 kl. 06:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

1905030

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á 868. fundi sínum að sambandið kannaði áhuga sveitarfélaga á stofnun samstarfsvettvangs fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í stofnfundi.

2.Viðræður Starfsgreinasambandsins og Eflingar stéttarfélags við Samband íslenskra sveitarfélaga um nýjan kjarasamning.

1905037

Starfsgreinasamband Íslands og Efling - Stéttarfélag vísuðu kjaradeilu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga til embættis ríkissáttasemjara.
Lagt fram til kynningar.

3.Trúnaðarmál

1810008

Málið er trúnaðarmál.
Niðurstaða málsins er skráð í trúnaðarmálabók.

4.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda á vegum sveitarfélagsins 3. júní 2019, ásamt útboðsgögnum vegna fráveituframkvæmda
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir að framkvæmdir við fráveitu verði boðnar út í samræmi við framlögð gögn á fundinum.

5.Umsókn um lóð

1905026

Járnbygg ehf. óskar eftir að byggja iðnaðarhús
Afgreiðslu málsins er frestað.

6.Heilsueflandi samfélag.

1807002

Drög að viljayfirlýsingu Landlæknisembættisins, HSS og sveitarfélaganna á Suðurnesjum um samstarf vegna Heilsueflandi samfélags
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti.

7.Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga

1905003

Hvatning framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga um að taka grænbókina til umræðu og senda inn umsögn.
Lagt fram til kynningar.

8.Til umsagnar 772. mál frá nefndasviði Alþingis

1905025

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris.
Lagt fram til kynningar.

9.Til umsagnar 256. mál frá nefndasviði Alþingis

1905024

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun.
Lagt fram til kynningar.

10.Til umsagnar 753. mál frá nefndasviði Alþingis

1905027

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun).
Lagt fram til kynningar.

11.Til umsagnar 825. mál frá nefndasviði Alþingis

1905023

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2019

1901027

Fundargerð 413. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2019.

1902063

72. fundur Heklunnar.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. 2019.

1901014

41. aðalfundur Kölku.
503. fundur stjórnar Kölku
Lagt fram til kynningar.

15.Samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.

1905028

UNICEF á Íslandi hvetur öll sveitarfélög til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð vísar málinu til Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?