Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

275. fundur 17. apríl 2019 kl. 06:30 - 08:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins kl. 07:30 og kynnir verkefnið "Barnvænt sveitarfélag"

1.Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs

1709029

Mánaðarskýrsla Íbúðalánasjóðs um húsnæðismarkaðinn - apríl 2019
Afgreiðsla bæjarráðs:
Skýrslan lögð fram.

2.Vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins

1904026

Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8.4.2019, um vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins
Afgreiðsla bæjarráðs:
Minnisblaðið lagt fram.

3.Fullveldi 1918-2018

1710025

Fréttatilkynning 9. apríl 2019
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fréttatilkynningin ásamt fylgigögnum lögð fram.

4.Félagsþjónusta o.fl. - endurskoðun samstarfssamnings

1810010

Tímasett áætlun um innleiðingu fræðsluþjónustu
Afgreiðsla bæjarráðs:
Áætlunin lögð fram.

5.Framkvæmdir 2019

1902059

Ákvörðun um útboð hjóla- og göngustígs milli Voga og Brunnastaðahverfis
Ákvörðun um útfærslu endurbóta á fráveitu sveitarfélagsins
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 15.4.2019. Einnig lögð fram útboðs- og hönnunargögn ásamt kostnaðaráætlun vegna gerðar göngu- og hjólreiðastígs milli Voga og Brunnastaðahverfis.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Göngu- hjólreiðastígur: Sótt verði um mótframlag til Vegagerðarinnar, enda uppfyllir hönnun stígsins skilyrði sem sett eru fyrir styrkveitingunni. Fáist mótframlagið samþykkt samþykkir bæjarráð að framkvæmdin verði boðin út.
Endurbætur fráveitu: Bæjarráð samþykkir að bjóða út endurbætur á fráveitunni í samræmi við framlagt minnisblað bæjarstjóra um málið.

6.Ósk um fjárframlag.

1904011

Erindi Lionshreyfingarinnar á Íslandi, beiðni um fjárframlag til landssöfnunar Rauðu fjaðrarinnar 2019
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

7.Breiðuholt 2. Lóð skilað.

1904021

Umsækjandi óskar að skila lóðinni Breiðuholt 2
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð staðfestir skil á lóðinni.

8.Trúnaðarmál

1812008

Afgreiðsla bæjarráðs:
Niðurstaða málsins er færð í trúnaðarmálabók

9.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2019

1903007

Rekstraruppgjör 1. ársfjórðung 2019
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019

1904032

Viðauki nr. 1/2019 lagður fram til samþykktar.
Viðauki 1/2019 er lagður fram til samþykktar.
Viðaukinn er í þremur liðum:
1. Endurskoðað uppgjör félagsþjónustu sveitarfélaganna Voga og Suðurnesjabæjar fyrir árið 2018. Endurgreiðsla til Sveitarfélagsins Voga er 10,6 m.kr.
2. Kaup á nýrri hraðamyndavél, kr. 600.000
3. Viðbótarfrágangur við byggingu þjónustumiðstövar sveitarfélagsins, frágangur jarðvegsyfirborðs. Viðbótarkostnaður 3,8 m.kr.

Nettó áhrif framangreindra atriða er að handbært fé sveitarfélagsins á fjárhagsárinu hækkar um 6,2 m.kr.

Afgreiðsla bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

11.Barnvænt Sveitarfélag

1903026

Kynning íþrótta- og tómstundafulltrúa á verkefninu "Barnvænt sveitarfélag"
Matthías Freyr Matthíasson íþrótta- og tómstundafulltrúi var gestur fundarins undir þessum lið. Á fundinum kynnti hann verkefnið "Barnvænt sveitarfélag", en í því felst m.a. vottunarferli á vegum UNICEF á Íslandi.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Málið kynnt.

12.Til umsagnar 778. mál frá nefndasviði Alþingis.

1904030

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.Til umsagnar frá nefndasviði Alþingis - 792, 791 og 782. mál.

1904031

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbygginguflutningskerfis raforku), 792. mál.
Tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulög8um og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

14.Til umsagnar 775. mál frá nefndasviði Alþingis.

1904029

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum(EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

15.Til umsagnar 784. mál frá nefndasviði Alþingis.

1904028

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald(stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

16.Til umsagnar 766. mál frá nefndasviði Alþingis.

1904014

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

17.Til umsagnar 801. mál frá nefndasviði Alþingis.

1904024

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla,801. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

18.Til umsagnar 798. mál frá nefndasviði Alþingis.

1904027

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

19.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerðir stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja dags. 4.3.19 og 1.4.19.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

20.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

1901027

Fundargerð 411. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

21.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarráðs 2019

1901033

Fundargerð 8. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs ásamt reglum um réttingi barna og beitingu þvingunar í búsetuúrræðum / meðferðarheimilum á vegum barnaverndarnefndar Suðurnesjabæjar, verklagsreglum o.fl.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin og reglugerðin lögð fram.

22.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2019

1902024

Fundargerð 51. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Getum við bætt efni síðunnar?