Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

269. fundur 23. janúar 2019 kl. 06:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Bergur Álfþórsson formaður
 • Ingþór Guðmundsson varaformaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Breiðuholt 12-14. Umsókn um lóð.

1811033

Tító ehf. sækir um parhúsalóðina Breiðuholt 12 - 14
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

2.Breiðuholt 16-18. Umsókn um lóð.

1811032

Tító ehf. sækir um parhúsalóðina Breiðuholt 16 - 18
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

3.Breiðuholt 20-22. Umsókn um lóð.

1811034

Tító ehf. sækir um parhúsalóðina Breiðuholt 20 - 22
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

4.Gjaldskrá 2019

1901008

Viðbótarákvæði vegna móttöku og förgunar úrgangs í Vogahöfn, í samræmi við ábendingu frá Umhverfisstofnun
Lagt fram erindi forstöðumanns umhverfis og eigna, þar sem vísað er til ábendinga Umhverfisstofnunar varðandi ákvæði í gjaldskrá um losun og úrgangs í Vogahöfn.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrárbreytingu:
18. grein.

Fiskiskip, skemmtibátar sem ekki mega flytja fleiri en 12 farþega, herskip, hjálparskip í flota, skip sem þjónusta fiskeldi og skip í ríkiseign eða ríkisrekstri sem nýtt eru í þágu hins opinbera, sem koma til hafnar skulu greiða eftirfarandi gjald fyrirmóttöku og meðhöndlun á úrgangi frá skipum:

Skip minni en 10 BT kr./mán. 2.400.-
Skip 10 - 100 BT kr./mán. 4.800.-
Skip stærri en 100 BT kr./mán. 8.400.-

Sorpeyðingargjald er innifalið í ofangreindum verðum.

Samþykkt samhljóða.

5.Hámarkshraði og umferðamerkingar

1901011

Tillaga um umferðamerkingar á Miðbæjarsvæði ásamt tillögu um breytingu hámarkshraða á Vogaafleggjara
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með tillögu um umferðamerkingar og hámarkshraða á miðbæjarsvæði og Vogabraut.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillöguna og felur bæjarstjóra að sækja um breytingarnar til viðkomandi yfirvalda. Samþykkt samhljóða.

6.Hitaveita á Vatnsleysuströnd.

1901012

Erindi Birgis Þórarinssonar í Minna-Knarrarnesi um að kannað verði hvort unnt sé að samnýta skurði fyrir ljósleiðara til lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Fyrir liggur að nú þegar liggur stofnstrengur ljóðsleiðara um Vatnsleysuströnd, svo einungis yrði unnt að nýta skurði fyrir heimtaugar. Bæjarstjóra falið að svara bréfritara.

7.Stjórnsýsla sveitarfélagsins

1705022

Tillaga um uppskiptingu Umhverfis- og skipulagsnefnda í Umhverfisnefnd og Skipulagsnefnd
Lagt fram minnisblað ásamt fylgigögnum varðandi áformaða uppskiptingu Umhverfis- og skipulagsnefndar í Umhverfisnefnd og Skipulagsnefnd.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram. Bæjarstjóra falið að leggja fram erindisbréf nýrra nefnda með fundarboði næsta fundar bæjarstjórnar. Breyting á samþykktum sveitarfélagsins verði tekin til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

8.Umsjón með knattspyrnuvöllum

1701030

Tillaga um endurnýjun samnings við Knattspyrnufélagið Voga um umsjón með knattspyrnuvöllum sveitarfélagsins
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 21.1.2019. Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að leggja fram drög að samkomulagi aðila til samþykktar á næsta fundi bæjarstjórnar.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46

1809009F

Fundargerð 46. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 268. fundi bæjarráðs

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
 • 9.1 1803044 Skyggnisholt 2. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 • 9.2 1803045 Skyggnisholt 4. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
 • 9.3 1809037 Skyggnisholt 6. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
 • 9.4 1809038 Skyggnisholt 8. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
 • 9.5 1809039 Skyggnisholt 10. Umsókn um byggingarleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 46 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

10.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesja 7.1.2019
Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2019.

1901014

Fundargerð 499. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?