Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

268. fundur 16. janúar 2019 kl. 06:30 - 07:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ársskýrsla Persónuverndar 2017

1812030

Persónuvernd sendir ársskýrslu stofnunarinnar fyrir 2017 til fróðleiks.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Strandahlaup Þróttar.

1901003

Stjórn UMFÞ tilkynnir að félagið muni ekki sjá um Strandahlaup Þróttar, og býður sveitarfélaginu að annast umsjón með viðburðinum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð harmar að UMFÞ hyggist ekki standa að hlaupinu. Sveitarfélagið hyggst hins vegar ekki standa að framkvæmd þess.

3.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Svar HS Veitna við bréfi sveitarfélagsins varðandi vatnstöku innan Heiðarlands Vogajarða
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að áframhaldandi úrvinnslu málsins og óska eftir viðræðum við meðeigendur sveitarfélagsins að Heiðarlandi Vogajarða um vatnstökuréttindin.

4.Tilnefning í vatnasvæðanefnd.

1812028

Erindi Umhverfisstofnunar, beiðni um tilnefningu fulltrúa sveitarfelagsins í vatnasvæðanefnd.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Áshildi Linnet, formann Umhverfis- og skipulagsnefndar sem fulltrúa Sveitarfélagsins Voga. Til vara verður Friðrik V. Árnason, varaformaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.

5.Ráðning bæjarritara

1811037

Minnisblað ásamt tillögu bæjarstjóra um ráðningu bæjarritara
Afgreiðsla bæjarráðs:
Alls bárust 5 umsóknir um starf bæjarritara. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að ráða Einar Kristjánsson, viðskiptafræðing MBA í starf bæjarritara. Samþykkt samhljóða.

6.Reglur um Frístundastyrk

1810007

Tillaga um endurskoðaðar reglur vegna frístundastyrks, sem gildi bæði fyrir börn og eldri borgara.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Tillagan lögð fram, bæjarráð leggur til að tillagan í endanlegri mynd verði staðfest á næsta fundi bæjarstjórnar.

7.Deiliskipulag við Krýsuvíkurberg í Hafnarfirði.

1812024

Hafnarfjarðarbær sendir til umsagnar tillögu að deiliskipulagi við Krísuvíkurberg í Hafnarfirði
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.Beiðni um umsögn vegna endurskoðun kosningalaga.

1812032

Starfshópur um endurskoðun kosningalaga óskar eftir athugasemdum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram. Vísað til umsagnar hjá formanni Kjörnefndar.

9.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2018.

1803022

Fundargerð 28. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

10.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2018.

1802019

Fundargerð 69. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:30.

Getum við bætt efni síðunnar?