Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

265. fundur 21. nóvember 2018 kl. 06:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2019

1811007

Erindi Stígamóta dags. 31.10.2018, beiðni um fjárstuðning um samstarf um reksturinn starfsárið 2019.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu kr. 60.000 til verkefnisins.

2.Iðndalur 4. Þjónustumiðstöð í Vogum. Útboð.

1811025

Opnun tilboða í byggingu þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins, ásamt niðurstöðu.
Tilboð í byggingu þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins voru opnuð föstudaginn 16.11.2018. Alls bárust 11 tilboð í verkið, þar af 3 frávikstilboð. Kostnaðaráætlun hönnuða er kr. 137.500.334. Lægsta tilboð í verkið var frá Sparra ehf., kr. 134.918.352, sem er 98,12% af kostnaðaráætlun. Öll önnur tilboð voru hærri en kostnaðaráætlun. Með fundarboði fylgir einnig yfirlit um niðurstöðu tilboða og yfirferð þeirra af hálfu hönnuða.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Sparra ehf., á grundvelli tilboðs þeirra. Samþykkt samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

1802078

Tillaga að fjárhagsáætlun 2019 - 2021.
Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn.

4.Félagsþjónusta o.fl. - endurskoðun samstarfssamnings

1810010

Niðurstaða valkostagreininga vegna samstarfs um félags- og fræðsluþjónustu. Munnlegt svar barst frá Grindavíkurbæ um að sveitarfélagið sæi sér ekki fært að sinna samstarfsverkefninu að svo stöddu, einkum vegna aðstöðu- og mannaflaskorts.
Málið var áður á dagskrá 262. fundi bæjarráðs, þar sem bæjarstjóra var m.a. falið að vinna að skoðun valkosta og leggja fram að því loknu greinargerð til frekari umfjöllunar. Leitað var til sameinaðs sveitarfélags Garðs og Sandgerðis, Reykjanesbæjar og Grindavíkurbæjar. Fyrir liggur munnlegt svar frá bæjarstjóra Grindavíkur þess efnis að sökum aðstöðu- og mannaflaskorts sjái sveitarfélagið sér ekki fært að svo stöddu að ganga til samstarfs um félags- og fræðsluþjónustu. Í svari Reykjanesbæjar kemur fram að áhugi á samstarfi sé til staðar, og eru lagðar fram greinargerðir fræðslustjóra og félagsmálastjóra sveitarfélagsins, þar sem þjónusta sviðanna er tíunduð. Loks er lögð fram greinargerð mannauðsráðgjafa Sveitarfélagsins Voga, þar sem lagt er mat á þann valkost að ganga til samstarfs við sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis, þar sem byggt yrði m.a. á sameiginlegri félagsþjónustu sveitarfélaganna tveggja, sem verið hefur til staðar í mörg undanfarin ár.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir frekari viðræðum við sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis um samstarf á vettvangi félags- og fræðsluþjónustu. Bæjarráð samþykkir jafnframt að málið verði sent Fræðslunefnd til umsagnar.
Samþykkt samhljóða.

5.Til umsagnar. Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

1811008

Erindi Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins dags. 1. nóvember 2018, ný reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga í samráðsgátt til umsagnar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

6.Frá nefndasviði Alþingis - 45. mál til umsagnar

1811021

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 45. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

7.Frá nefndasviði Alþingis - 5. mál til umsagnar

1811015

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, 5. mál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.Til umsagnar 40. mál frá nefndasviði Alþingis

1811017

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisíbúðir), 40. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018.

1801016

Fundargerð 737. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

10.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2018.

1801019

Fundargerð 497. fundar Kölku, ásamt fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2019
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

11.Fundir Reykjanes fólkvangs 2018.

1811013

Fundargerð Reykjanes fólkvangs dags. 24. október 2018
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2018

1801032

Fundargerð 407. fundar Hafnasambands Íslands
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerð stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja dags. 5.11.2018
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?