Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

264. fundur 07. nóvember 2018 kl. 06:30 - 12:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um lóð fyrir sorpbrennslustöð í Helguvík

1810069

Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sendir til kynningar upplýsingar um lóðaumsókn félagsins fyrir nýja sorpbrennslustöð í Helguvík
Tölvupóstur framkvæmdastjóra Kölku sorpeyðingarstöðvar sv. dags. 11.10.2018, afrit af umsókn félagsins um lóð fyrir nýja sorpbrennslustöð í Helguvík.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram til kynningar.

2.SEEDS sjálfboðaliðastarf 2019

1811001

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS leita eftir samstarfsverkefnum við sveitarfélagið sumarið 2019
Tölvupóstur SEEDS sjálfboðaliðasamtakanna dags. 31.10.2018, um mögulegt samstarf sveitarfélagsins og samtakanna.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar málinu til frekari skoðunar hjá Umhverfisdeild og til Umhverfis- og skipulagsnefndar.

3.Ytra mat á leikskólum 2109

1810057

Menntamálastofnun auglýsir eftir umsóknum um ytra mat leikskóla 2019
Erindi Menntamálastofnunar dags. 17.10.2018, þar sem vakin er athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um ytra mat á leikskólum 2019. Jafnframt lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið dags. 20.10.2018.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um matið fyrir Heilsuleikskólann Suðurvelli.

4.WiFi4EU

1810067

Opið fyrir styrkumsókn til Evrópusambandsins vegna uppsetningar þráðlausra neta á svæðum sem opin eru almenningi.
Erindi Opinna Kerfa hf. dags. 17.10.2018, upplýsingar um verkefnið WiFi4EU. Um er að ræða verkefni á vegum Evrópusambandsins þar sem m.a. sveitarfélög geta sótt um styrk til uppsetningar þráðlauss aðgangs að neti t.d. á opinberum stöðum innan sveitarfélaganna.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að sótt verði um verkefnið.

5.Viðhald beitarhólfs í Krísuvíkurlandi.

1510042

Erindi Fjáreigendafélags Grindavíkur, sem óskar eftir fjárstyrk að fjárhæð kr. 500.000 sem nýtt verði til áburðarkaupa og / eða kaupa á fræjum vegna uppgræðslu í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi.
Erindi Fjáreigendafélags Grindavíkur dags. 10.10.2018, beiðni um fjárstyrk kr. 500.000 sem nýtt verði til áburðakaupa og / eða kaupa á fræjum vegna uppgræðslu í beitarhólfi í Krísuvíkurlandi.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Stjórnsýsla sveitarfélagsins

1705022

Minnisblað bæjarstjóra - yfirlit um ráðstafanir og næstu skref í kjölfar nýsamþykktra breytinga á stjórnskipulagi sveitarfélagsins. Starfslokasamningur fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa verður lagður fram á fundinum til staðfestingar.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með tillögum um næstu skref í kjölfar nýsamþykktra breytinga á stjórnsýslu sveitarfélagsins. Jafnframt lagður fram starfslokasamningur við fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa til staðfestingar.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir tillögurnar sem fram koma í minnisblaði bæjarstjóra. Jafnframt staðfestir bæjarráð framlagðan starfslokasamning við fráfarandi Frístunda- og menningarfulltrúa, dags. 2.11.2018

7.Bókun stjórnarfundar félags eldri borgara í Vogum dags. 30.10.2018.

1810087

Bókun Félags eldri borgara dags. 30.10.2018, ásamt undirskriftalistum eldri borgara.

Fulltrúar úr stjórn félagsins verða gestir fundarins, kl. 07:30.
Lögð fram bókun stjórnar Félags eldri borgara í Vogum dags. 30.10.2018, ásamt undirskriftarlistum hóps eldri borgara þar sem uppsögn Frístunda- og menningarfulltrúa sveitarfélagsins er mótmælt.

Fulltrúar úr stjórn Félags eldri borgara mættu á fundinn kl. 07:30.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Lagt fram.

8.Fjárhagsáætlun 2019 - 2022

1802078

Vinnufundur bæjarráðs.
Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun. Gestir fundarins voru Hálfdán Þorsteinsson, skólastjóri Stóru-Vogaskóla, María Hermannsdóttir, leikskólastjóri, Vignir Friðbjörnsson, forstöðumaður Umhverfis og eigna, og Anna Hulda Friðriksdóttir, skrifstofustjóri.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun. Vinnu verður framhaldið á næsta fundi bæjarráðs.

9.Til umsagnar 222. mál frá nefndasviði Alþingis

1810081

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Til umsagnar 212. mál frá nefndasviði Alþingis

1810082

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um skránnigu og mat fasteigna (ákvörððun matsverðs), 212. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.Frá nefndasviði Alþingis - 20. mál til umsagnar

1810083

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2018.

1801009

Fundargerðir 3. og 4. funda Fjölskyldu- og velferðarráðs
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

13.Fundir Brunavarna Suðurnesja 2018.

1801022

Fundargerð 35. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

14.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2018

1801032

Fundargerð 406. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

15.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018.

1801016

Fundargerðir 734., 735. og 736. funda stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

16.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja

1602060

Fundargerðir 14. og 15. funda Svæðisskipulags Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

17.Fundir Reykjanes jarðvangs 2018

1803037

Fundargerð 47. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 12:25.

Getum við bætt efni síðunnar?