Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

258. fundur 18. júlí 2018 kl. 06:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.

1806026

Erindi Jafnréttisstofu dags. 1.6.2018
Erindið lagt fram.

2.Til sveitarstjórarmanna - Sumarefni frá Saman- hópnum

1807007

Erindi Saman hópsins dags. 13.7.2018, sumarefni frá Saman hópnum.

Erindið lagt fram.

3.Lyngholt 8, umsókn um lóð.

1806023

Tómas Behrend sækir um einbýlishúsalóðina Lyngholt 8. Fyrir liggur staðfesting frá bankastofnum, sbr. úthlutunarskilmála.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

4.Innleiðing persónuverndarlöggjafar

1712026

Erindi Reykjanesbæjar dags. 9. júní 2018, boð um kaup á þjónustu persónuverndarfulltrúa Reykjanesbæjar.
Gerð vinnsluskrár og áhættumats er lokið, og fylgir með í fundargögnum.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Reykjanesbæ um kaup á þjónustu persónuverndarfulltrúa og að Hrefna Gunnarsdóttir verði persónuverndarfulltrúi Sveitarfélagsins Voga.
Bæjarráð staðfestir jafnframt framlagða vinnsluskrá sveitarfélagsins, ásamt áhættumati, í samræmi við ákvæði nýsamþykktra laga um persónuvernd.

5.Fulltrúar í heilbrigðisnefnd Suðurnesja.

1806028

Erindi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dags. 26. júní 2018, þar sem athygli aðildarsveitarfélaganna er vakin á því að þau þurfi að koma sér saman um skipan 5. manns nefndarinnar.
Bæjarráð samþykkir að erindið verði afgreitt á vettvangi SSS. Afstaða Sveitarfélagsins Voga er að fimmta sæti nefndarinnar verði skipað fulltrúa Reykjanesbæjar.

6.Hafnargata 101 - fasteignin boðin til kaups

1806024

Frestun frá síðasta fundi. Fyrir liggja upplýsingar um hugsanlegt kaupverð eignarinnar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við seljanda fasteignarinnar. Gert er ráð fyrir að kaupverðið rúmist innan framkvæmdaáætlunar ársins, en verði nánar útfært með viðauka þegar niðurstaða liggur fyrir.

7.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2018.

1801009

Málefni dagdvalar fyrir eldri borgara, sbr. umfjöllun bæjarráðs á 254. fundi (1. mál)

Einnig drög að verklagsreglum um afgreiðslu húsnæðisumsókna fyrir fatlað fólk
Minnisblað bæjarstjóra um málefni dagdvalar aldraðra lagt fram.
Bæjarráð samþykkir jafnframt fyrir sitt leyti drög að verklagsreglum um afgreiðslu húsnæðisumsókna fyrir fatlað fólk, sem lagt var fram á 139. fundi Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

8.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74

1807002F

Fundargerð 74. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 258. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Fundargerðin er lögð fram í bæjarráði til fullnaðarafgreiðslu þar sem bæjarstjórn er í sumarleyfi.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar á einstökum málum, nema annað komi fram í bókun undir viðkomandi máli.

Björn Sæbjörnsson bókar:
Haft var samband við fullrúa D lista í þann mund sem fundur var að hefjast og spurt hvort hvort hann ætlaði ekki að sitja fundinn. Í ljós kom að fundarboð hafði verið sent á rangt netfang og farið var fram á að fundi yrði frestað um sólahring. Við því var ekki orðið og samkomulag var um að ástæða fjarverunar kæmi fram í fundargerð, í það minsta yrði skráð boðuð forföll.



  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir vikuna 13. - 19. ágúst. Undirbúningur gengur vel og verða félögin boðuð til fundar á næstu dögum til að ræða það sem að þeim snýr í undirbúningi og framkvæmd. FMN hefur undanfarin ár séð um val á skreytingum húsa og hverfa og er ætlunin að svo verði áfram. Dagskrá verður með svipuðu sniði og áður en þó eru alltaf einhverjar breytingar og hátíðin þróast áfram.

    Afgreiðsla FMN.
    Ákveðið að fulltrúar í FMN verði boðaðir á samráðsfundinn með félögunum.
  • 8.2 1609026 Frisbee Golf.
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Ákveðið hefur verið að setja upp frisbeegolfvöll á svæðinu í kringum Aragerði samkvæmt teikningu sem lögð hefur verið fram. Kvenfélagið Fjóla hefur tekið málið fyrir og samþykkt það fyrir sitt leyti. Von er á körfunum um næstu mánaðamót og stefnt að uppsetningu vallarins í framhaldinu.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt. Nefndin fagnar tilkomu vallarins og veit að hann er kærkomin viðbót við útivistarmöguleika í sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Bæjarráð fagnar tilkomu vallarins, og leggur jafnframt áherslu á að framkvæmdin verði unnin undir umsjón og eftirliti Umhverfisdeildar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Farið yfir kynningu á heilsueflandi samfélagi frá Landlæknisembættinu. FMN hefur áhuga á að gera Voga að heilsueflandi samfélagi enda ávinningur þess ótvíræður og fjölþættur.

    Afgreiðsla FMN.
    Ákveðið að fara í undirbúningsvinnu með haustinu og setja málið af stað.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Drög að samningi um heilsueflingu eldri borgara í Vogum lögð fram og rædd. Nefndin telur mikilvægt að huga að þætti þessa aldurshóps þegar rætt er um heilsueflingu.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt. FMN vill kynna sér verkefnið frekar til að geta tekið afstöðu til málsins.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74 Vinna við viðhald sundlaugar hefur staðið yfir undanfarnar vikur og er á lokastigi. Búið er að hleypa vatni í allar laugar og gangsetja kerfið. Kominn er nýr kaldur pottur, auk þess sem skipt hefur verið um lagnir og síur fyrir sundlaug og vaðlaug en eldri búnaður var kominn til ára sinna.

    Afgreiðsla FMN.
    FMN fagnar því að endurbætur sundlaugar séu komnar vel á veg.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018.

1802010

Fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram.

10.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2018

1801032

Fundargerð 404. fundar Hafnasambands Íslands
Fundargerð 404. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands lögð fram.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?