Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

159. fundur 06. nóvember 2013 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Kristinn Björgvinsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson
  • Bergur Álfþórsson
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014 - 2018

1308030

Vinnufundur bæjarráðs um tillögu að fjárhagsáætlun 2014 - 2018 til fyrri umræðu.
Unnið að gerð fjárhagsáætlunar 2014.

2.Fiskeldi í Flekkuvík

1110008

Orkustofnun óskar umsagnar sveitarfélagsins um beiðni Íslenskrar Matorku um framlengingu rannsóknarleyfis á Keilisnesi.
Lagt fram bréf Orkustofnunar dags. 30.október 2013, umsögn um beiðni Íslenskrar Matorku um framlengingu rannsóknarleyfis á Keilisnesi. Bæjarráð telur eðlilegt að rannsóknarleyfið sé endurnýjað þegar rannsóknir fara af stað, og sér af þeim sökum ekki ástæðu til að framlengja leyfið að óbreyttu.

3.Kerfisáætlun Landsnets

1311002

Landsnet kynnir matslýsingu Umhverfismats kerfisáætlunar fyrirtækisins og gefur sveitarfélaginu kost á að koma með athugasemdir og/eða ábendingar.
Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti, dags. 31.október 2013 um Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023. Í tölvupóstinum kemur fram að unnið er í fyrsta sinn að umhverfismati á kerfisáætlun og aðilum gefinn kostur á að koma með athugasemdir eða ábendingar um áætlunina. Vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagsnefndar.

4.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2013

1309028

Fundargerð 666. fundar dags. 24.október 2013 lögð fram.
Fundargerð 666. fundar dags. 24.október 2013 lögð fram.

5.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands

1310023

Lögð fram 360. fundargerð Hafnarsambands Íslands
Fundargerð 360. fundar dags. 18. október 2013 lögð fram. Jafnframt lagt fram til kynningar svar Innanríkisráðuneytisins við erindi Hafnarsambands Íslands um löggildingu hafnarvoga.

6.Fundargerðir Heklunnar. Atvinnþróunarfélag Suðurnesja

1310028

Fundargerð 29. fundar, dags. 13.09.2013 lögð fram.
Fundargerð 29. fundar dags. 13. september 2013 lögð fram.

7.Fundargerðir Náttúrustofu Suðvesturlands, 2013

1309041

Fundargeð 79. fundar haldinn 25.09.2014. Ársreikningur var samþykktur á fundinum, fylgir einnig með málinu.
Fundargerð 79. fundar haldinn 25.september 2013. Með fundargerðinni er einnig lagður fram ársreikningur stofnunarinnar fyrir árið 2012.

8.Fundargerðir S.Í.S. 2013

1309031

Lögð er fram 809 fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð 809. fundar haldinn 25. október 2013 lögð fram.

9.Fundargerðir stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku 2013.

1309023

Fundargerð 440. fundar dags. 7.10.2013 lögð fram.
Fundargerð 441. fundar dags. 24.10.2013 lögð fram.
Fundargerð 440. fundar dags. 7. október 2013 lögð fram.
Fundargerð 441. fundar dags. 24. október 2013 lögð fram.

10.Framlög til Hafnarframkvæmda 2014

1310022

Minnisblað um framlög til hafna í tillögu að Fjárlögum 2014
Lagt fram til kynningar minnisblað Hafnarsambands Íslands dags. 22. október 2013 um framlög til hafna samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2014.

11.Hafnir við sunnanverðan Faxaflóa

1308031

Samantekt um valkosti hafna við sunnanverðan Faxaflóa er sent sveitarfélaginu til kynningar.
Lögð fram til kynningar samantekt um valkosti hafna við sunnanverðan Faxaflóa.

12.Fjárbeiðni fyrir árið 2014

1310027

Stígamót óskar eftir fjárstuðningi við starfsemina árið 2014.
Lagt fram dreifibréf Stígamóta til sveitarstjórna dags. 20.10.2013, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við starfsemina.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

13.Fjárhagsleg viðmið sveitarstjórnarlaga.

1207002

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 23.10.2013.
Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 23.10.2013. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Að lokinni umfjöllun bæjarráðs verður nefndinni sendar upplýsingarnar.

14.Umsókn um leiguíbúð Ingibjörg Þorvaldsdóttir

1306028

Umsókn um leiguíbúð í Álfagerði, umsækjandi býr utan sveitarfélagsins. Reglur sveitarfélagsins heimila útleigu til annarra ef ekki er eftirspurn frá heimafólki.
Lögð fram umsókn um leiguíbúð fyrir eldri borgara í Álfagerði. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu með vísan til gildandi reglna um útleigu íbúða aldraðra í sveitarfélaginu.

15.Húsnæðismál Brunavarna Suðurnesja

1309025

Brunavarnir Suðurnesja óska eftir heimild til að ráðast í kaup á nýrri fasteign, málið var kynnt á 156. fundi bæjarráðs
Lagt fram bréf stjórnar Brunavarna Suðurnesja dags. 31.10.2013. Í bréfinu er óskað heimildar bæjarráðs um kaup á fasteign fyrir BS sbr. fyrri kynningu um málið. Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?