Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

255. fundur 16. maí 2018 kl. 06:30 - 07:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Íbúakönnun sveitarfélaga á Íslandi.

1805008

Íbúakönnun 2016, unnin af Vífli Karlssyni fyrir landshlutasamtök sveitarfélaga.
Könnunin lögð fram, til allrar hamingju.

2.Ályktun stjórnar Kennarafélags Reykjaness

1805023

Ályktun stjórnar Kennarafélags Reykjaness vegna stöðunnar í grunnskólamálum.
Ályktunin lögð fram.

3.Uppbygging hjúkrunarheimila á Suðurnesjum

1302037

Umsókn Reykjanesbæjar um nýtt hjúkrunarheimili
Bæjarráð fagnar framlagðri umsókn Reykjanesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma, sem mun án efa nýtast íbúum á öllum Suðurnesjum.
Lagt fram.

4.Úttektir slökkviliða 2017 Brunavarnir Suðurnesja.

1805011

Erindi Mannvirkjastofnunar vegna úttektar á slökkviliði Brunavarna Suðurnesja
Lagt fram.

5.Sveitarstjórnarkosningar 2018

1801068

Þjóðskrá Íslands sendir upplýsingar varðandi sveitarstjórnarkosningar 2018
Erindið lagt fram.

6.Ósk um samstarf við sveitarfélög við nýtingu skógarafurða.

1805005

Erindi Skógarafurða ehf., beiðni um samstarf.
Erindið lagt fram. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, en telur að málið eigi vart við um Sveitarfélagið Voga að sinni.

7.Styrkbeiðni - kvikmyndagerð

1805009

Steinbogi kvikmyndagerð sækir um styrk til að fjármagna gerð heimildarmyndarinnar "Monument".
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um umbeðna fjárhæð, kr. 35.000. Fjárveiting bókast á lið 0589-9991

8.Tillaga um framlag til framboða í Sveitarstjórnarkosningum í Vogum.

1805010

Erindi Jóngeirs H. Hlinasonar bæjarfulltrúa L-listans, tillaga um fjárveitingu úr sveitarsjóði til framboða við sveitarstjórnarkosningarnar 2018.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu til framboða innan sveitarfélagsins vegna sveitarstjórnarkosninganna 2018, sbr. lög nr. 162/2006. Fjárveitingin er kr. 200.000, bókist á lykil 0589-9991.

Björn Sæbjörnsson bæjarfulltrúi D-listans og óháðra bendir á, að hann telji æskilegt að erindið hefði borist við vinnslu fjárhagsáætlunar yfirstandandi árs. Bæjarfulltrúar E-listans taka undir bókunina.

9.Styrkbeiðni 2018.

1804033

Skákfélagið Hrókurinn óskar eftir styrk
Bæjarráð samþykkir að veita kr. 25.000 til verkefnisins, bókist á lið 0589-9991.

10.Umsókn um lóð Lyngholt 8

1804045

Kristinn Björgvinsson, kt. 260174-3639, Hofgerði 8, 190 Vogum sækir um að fá einbýlishúsalóðinni Lyngholt 8 úthlutað. Samkvæmt fylgigögnum umsóknar uppfyllir umsækjandi skilyrði sveitarfélgsins sem sett eru. Ekki eru aðrar umsóknir um lóðina. Málið er án fylgigagna.
Bæjarráð samþykkir umsóknina og úthlutar einbýlishúsalóðinni Lyngdal 8 til umsækjanda.

11.Umsögn um frumvarp frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak 278 mál.

1805012

Bindindissamtökin IOGT á Íslandi senda sveitarfélaginu upplýsingar í tengslum við frumvarp Alþingis til breytinga á áfengislögum 389. mál
Erindið lagt fram.

12.Til umsagnar. Drög að samstarfsyfirlýsingu um framkvæmd vigtarmála.

1805006

Stjórn Hafnasambands Íslands sendir aðildarfélögum sínum til umsagnar drög að samstarfsyfirlýsingu milli Hafnasambands Íslands og Fiskistofu um framkvæmt vigtarmála.
Erindið lagt fram.

13.Áfgangastaðaáætlun Reykjaness

1801027

Áfangastaðaáætlun Reykjaness er send sveitarfélaginu til umsagnar. Málið var til umfjöllunar hjá Frístunda- og menningarnefnd sveitarfélgasins, og ábendingum formanns nefndarinnar var komið áleiðis til Markaðsstofunnar.
Erindið lagt fram.

14.Frá nefndasviði Alþingis - 480. mál til umsagnar

1804040

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun, 480. mál
Erindið lagt fram.

15.Frá nefndasviði Alþingis - 454. mál til umsagnar

1804041

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál
Erindið lagt fram.

16.Frá nefndasviði Alþingis - 425. mál til umsagnar

1804043

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp tiil laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál. Einnig fylgir með umsögn Hafnasambans Íslands um málið.
Erindið lagt fram.

17.Frá nefndasviði Alþingis - 467. mál til umsagnar

1804044

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 457. mál
Erindið lagt fram.

18.Matsáætlun - Suðurnesjalína 2

1803025

Skipulagsstofnun sendir til umsagnar tillögu að matsáætlun um Suðurnesjalínu 2.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framkomna matsskýrslu.

19.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2018

1801032

Fundargerðir 402. og 403. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerðin lögð fram.

20.Fundir Skólanefndar Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

1802017

Fundargerð 345. fundar skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

21.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018.

1802010

Fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.

22.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2018.

1801067

Fundargerð 268. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

23.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2018.

1802019

Fundargerðir 63. og 64. funda stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Fundargerðirnar lagðar fram.

24.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018.

1801016

Fundargerð 731. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:25.

Getum við bætt efni síðunnar?