Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

248. fundur 06. desember 2017 kl. 17:00 - 17:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Bergur Álfþórsson formaður
 • Ingþór Guðmundsson varaformaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skýrsla bæjarstjóra

1603003

Fundardagbækur bæjarstjóra, vikur 46,47, 48
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Aðgengi okkar allra.

1711035

Úttekt Sjálfsbjargar á aðgengi í íþróttamiðstöð
Erindi Sjálfsbjargar dags. 29.11.2017, ásamt greinargerð um aðgengi að sundlaug sveitarfélagsins.
Málið er til umfjöllunar og úrvinnslu hjá forstöðumanni íþróttamannvirkja.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Vernd og endurheimt votlendis

1712003

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og auðlindaráðherra, um vernd og endurheimt votlendis
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

4.Úthlutun lóða á miðbæjarsvæði

1601046

Umsókn um lóðina Lyngholt 4
Lögð fram umsókn Eignarhaldsfélagsins Norma, kt. 670774-0119, um lóðina Lyngholt 4 (einbýlishúsalóð).

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar, að uppfylltum skilyrðum um fjármögnun.

5.Svæðisskipulag - Höfðurborgarsvæðið 2040

1412029

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn um tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017

1707005

Viðaukar til samþykktar
Lagðir fram viðaukar nr. 1 og 2 við fjárhagsáætlun 2017. Í viðaukunum er tillaga um með hvaða hætti útgjöldunum skuli mætt, og að einungis sé um tilfærslur milli liða að ræða.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir viðaukana.

7.Sameining Kölku og Sorpu

1706027

Erindi framvæmdastjóra Kölku um formlega afstöðu sveitarfélgsins til hugmyndar um sameiningu Kölku og Sorpu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er fylgjandi því fyrir sitt leyti að áfram verði unnið að hugmyndum um sameiningu Kölku og Sorpu, á grundvelli þeirra forsendna sem fram hafa komið í viðræðum aðila. Sveitarfélagið Vogar telur mikilvægt að ef að sameiningu Kölku og Sorpu verður, verði Kalka fyrst leyst upp þannig að hvert og eitt aðildarsveitarfélaga Kölku eigi sinn eignarhlut í Sorpu, rétt eins og er raunin er með núverandi aðildarsveitarfélög Sorpu.

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37

1710005F

Fundargerð 37. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 248. fundi bæjarráðs
 • 8.1 1710023 Heiðarholt 3. Umsókn um stöðuleyfi
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37 Afgreiðsla: Stöðuleyfi er samþykkt til 01.03.2018.
 • 8.2 1710032 Ytri Ásláksstaðir, umsókn um niðurrif brunarústa.
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37 Afgreiðsla: Niðurrif er samþykkt. Áskilið er að byggingarefni verði fjarlægt og komið á viðurkenndan móttökustað til förgunar eftir því sem við á.
 • 8.3 1710031 Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteingaskrá.
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37 Afgreiðsla: Stofnun lóðar er samþykkt, samræmist aðal- og deiliskipulagi.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 38

1711007F

Fundargerð 38. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 248. fundi bæjarráðs
 • 9.1 1711032 Stapavegur 1. Umsókn um byggingarleyfi, fóðursíló og köfnunarefnistankur.
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 38 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar.
 • 9.2 1703017 Stapavegur 1, umsókn um byggingarleyfi, nýbygging, fiskeldi.
  Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 38 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.

10.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar 2017.

1704023

Fundargerð 265. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum

1602069

Fundargerð stjórnar DS ásamt ársreikningi
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin og ársreikningurinn lagt fram.

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

1703044

Fundargerð 723. fundar stjórnar SSS
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2017

1702010

Fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Getum við bætt efni síðunnar?