Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

247. fundur 22. nóvember 2017 kl. 06:30 - 07:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Reiðvegir á Vogastapa.

1711018

Erindi Hestamannafélagsins Vogahesta vegna áforma um stígagerð á Vogastapa
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.

2.Styrkbeiðni 2017 - Aflið.

1711023

Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, sækir um fjárstyrk vegna starfseminnar 2018
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf Saman-hópsins, félags um forvarnir.

1711025

Saman-hópurinn sækir um fjárframlag vegna starfseminnar 2018
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 20.000

4.Fjárhagsáætlun 2018 - 2021

1706028

Umfjöllun bæjarráðs um fjárhagsáætlun milli umræðna. Fjárfestingaáætlun 2018.
Yfirferð bæjarráðs milli umræðna, m.a. rætt um fjárfestingaáætlun 2018.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

5.Fundir Stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2017.

1703050

Fundargerðir 24. og 25. fundar BS
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

6.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2017

1701068

Fundargerðir 133. og 134. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar ásamt fylgigögnum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

7.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja

1602060

Fundargerð 10. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja ásamt minnisblaði bæjarstjóra v/ 5. máls fundargerðarinnar
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

8.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

1703044

Fundargerð 722. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:45.

Getum við bætt efni síðunnar?